Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar 28. febrúar 2025 07:17 Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem lengst af hefur verið við völd í lýðveldissögunni og er það líklega meginforsenda þess að Ísland er eitt mesta velferðar- og velsældarríki heims. Sjálfstæðiflokkurinn hefur nefnilega þá grundvallarstefnu að æskilegast sé fyrir samfélagið að einstaklingurinn fái að blómstra á eigin forsendum; frelsi til að búa til eigin velgengni, með eins litlum afskiptum ríkisvaldsins og kostur er. Í seinni tíð hefur flokkurinn þó fjarlægst kjósendur sína eins og endurspeglast í kosningum síðustu ára. Það er m.a. vegna þess að stefnu flokksins hefur ekki verið fylgt í löngu og oft á tíðum eitruðu samstarfi við önnur stjórnmálaöfl. Sjálfstæðisstefnan er bókstafleg ávísun á framþróun og velmegun þjóðar. Til að flokkurinn geti aftur náð fyrri styrk þarf að setja þá stefnu aftur á dagskrá. Í því samhengi er mikilvægast að til forystu í flokknum veljist leiðtogi sem getur laðað að nýtt fólk og brottflutt sjálfstæðisfólk, leiðtogi sem nýtur trausts og getur sætt ólík sjónarmið, leiðtogi sem ekki er brennimerktur ákveðnum fylkingum. Leiðtoginn þarf fyrst og fremst að vera það sameinandi afl sem áður gerði flokkinn að risavaxinni breiðfylkingu, hvers áhrif gerðu Ísland að því velsældarríki sem það er í dag. Það er því gríðarlegt tækifæri fyrir flokkinn að í framboði sé Guðrún Hafsteinsdóttir, fjölskyldukonan af landsbyggðinni sem hefur lifað og hrærst í ábyrgðarstöðum atvinnulífsins árum saman. Í því felst gríðarleg reynsla af því að leiða saman ólíka hópa og sætta sjónarmið í krafti þess að berjast fyrir sameiginlegri hugsjón. Þetta eru þeir kostir sem Guðrún Hafsteinsdóttir býr yfir. Þetta eru þeir kostir sem flokkurinn þarf til að endurheimta fyrri styrk, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Stétt með stétt. Höfundur er flugfreyja og formaður félags sjálfstæðismanna í Grafarholti og Úlfarsárdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem lengst af hefur verið við völd í lýðveldissögunni og er það líklega meginforsenda þess að Ísland er eitt mesta velferðar- og velsældarríki heims. Sjálfstæðiflokkurinn hefur nefnilega þá grundvallarstefnu að æskilegast sé fyrir samfélagið að einstaklingurinn fái að blómstra á eigin forsendum; frelsi til að búa til eigin velgengni, með eins litlum afskiptum ríkisvaldsins og kostur er. Í seinni tíð hefur flokkurinn þó fjarlægst kjósendur sína eins og endurspeglast í kosningum síðustu ára. Það er m.a. vegna þess að stefnu flokksins hefur ekki verið fylgt í löngu og oft á tíðum eitruðu samstarfi við önnur stjórnmálaöfl. Sjálfstæðisstefnan er bókstafleg ávísun á framþróun og velmegun þjóðar. Til að flokkurinn geti aftur náð fyrri styrk þarf að setja þá stefnu aftur á dagskrá. Í því samhengi er mikilvægast að til forystu í flokknum veljist leiðtogi sem getur laðað að nýtt fólk og brottflutt sjálfstæðisfólk, leiðtogi sem nýtur trausts og getur sætt ólík sjónarmið, leiðtogi sem ekki er brennimerktur ákveðnum fylkingum. Leiðtoginn þarf fyrst og fremst að vera það sameinandi afl sem áður gerði flokkinn að risavaxinni breiðfylkingu, hvers áhrif gerðu Ísland að því velsældarríki sem það er í dag. Það er því gríðarlegt tækifæri fyrir flokkinn að í framboði sé Guðrún Hafsteinsdóttir, fjölskyldukonan af landsbyggðinni sem hefur lifað og hrærst í ábyrgðarstöðum atvinnulífsins árum saman. Í því felst gríðarleg reynsla af því að leiða saman ólíka hópa og sætta sjónarmið í krafti þess að berjast fyrir sameiginlegri hugsjón. Þetta eru þeir kostir sem Guðrún Hafsteinsdóttir býr yfir. Þetta eru þeir kostir sem flokkurinn þarf til að endurheimta fyrri styrk, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Stétt með stétt. Höfundur er flugfreyja og formaður félags sjálfstæðismanna í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar