Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. mars 2025 08:31 Við sjálfstæðismenn höfum fengið nýjan formann. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sigraði í formannskjöri flokksins sem fram fór í gær og er fyrst kvenna formaður hans. Kosningin var æsispennandi og mátti heyra saumnál detta þegar Birgir Ármannsson fundarstjóri tilkynnti úrslitin. Guðrún hlaut 50,11% atkvæða. Niðurstöðurnar eru afdráttarlausar en á sama tíma er ljóst að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir getur mjög vel við unað. Hvað úrslitin varðar að öðru leyti er þetta ekki í fyrsta skipti sem mjótt er á mununum í formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Hið sama var til dæmis uppi á teningnum þegar Davíð Oddsson sigraði Þorstein Pálsson á landsfundinum 1991. Davíð hlaut þá 52,8% og Þorsteinn 46,9%. Þorsteinn var vissulega sitjandi formaður en á sama tíma mjög veikur formaður. Davíð var nýr í landsmálunum en Þorsteinn með langa reynslu. Sem sagt óneitanlega ákveðin líkindi. Við sjálfstæðismenn búum annars afskaplega vel að hafa getað valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda í formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Má til dæmis rifja upp í því sambandi að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ein í framboði þegar hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar haustið 2022. Verkefnið framundan er að sækja fram á við með samtaka mætti, auka fylgi Sjálfstæðisflokksins og gera hann aftur að forystuaflinu í íslenzkum stjórnmálum. Hvað mig sjálfan varðar langar mig að þakka öllum þeim sem greiddu mér atkvæði sitt á landsfundinum og tryggðu mér þar með sæti í utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins sem starfa mun fram að næsta landsfundi. Ég hlaut samtals 434 atkvæði og næstflest af þeim sem náðu kjöri í nefndina. Mig langar að sama skapi að þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfstæðismönnum sem komu að máli við mig á landsfundinum og þökkuðu mér fyrir pistlaskrifin mín á Stjórnmálin.is. Þar á meðal nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að öðrum ólöstuðum. Mér þótti afskaplega vænt um það. Þá langar mig síðast en ekki sízt að þakka öllum sem fylgjast með síðunni en fjöldi gesta er að jafnaði á bilinu 300-400 á degi hverjum. Ég kann þeim öllum miklar þakkir fyrir það. Til gamans má geta þess að gestum vefsíðunnar fækkaði nokkuð yfir helgina en fjölgaði síðan aftur eftir að landsfundinum lauk. Draga má þá ályktun af því, sem og þeim mörgu sem þökkuðu mér skrifin á fundinum, að ófáir dyggir lesendur síðunnar hafi verið í röðum landsfundarfulltrúa sem aftur þarf ekki endilega að koma mjög á óvart. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Við sjálfstæðismenn höfum fengið nýjan formann. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sigraði í formannskjöri flokksins sem fram fór í gær og er fyrst kvenna formaður hans. Kosningin var æsispennandi og mátti heyra saumnál detta þegar Birgir Ármannsson fundarstjóri tilkynnti úrslitin. Guðrún hlaut 50,11% atkvæða. Niðurstöðurnar eru afdráttarlausar en á sama tíma er ljóst að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir getur mjög vel við unað. Hvað úrslitin varðar að öðru leyti er þetta ekki í fyrsta skipti sem mjótt er á mununum í formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Hið sama var til dæmis uppi á teningnum þegar Davíð Oddsson sigraði Þorstein Pálsson á landsfundinum 1991. Davíð hlaut þá 52,8% og Þorsteinn 46,9%. Þorsteinn var vissulega sitjandi formaður en á sama tíma mjög veikur formaður. Davíð var nýr í landsmálunum en Þorsteinn með langa reynslu. Sem sagt óneitanlega ákveðin líkindi. Við sjálfstæðismenn búum annars afskaplega vel að hafa getað valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda í formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Má til dæmis rifja upp í því sambandi að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ein í framboði þegar hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar haustið 2022. Verkefnið framundan er að sækja fram á við með samtaka mætti, auka fylgi Sjálfstæðisflokksins og gera hann aftur að forystuaflinu í íslenzkum stjórnmálum. Hvað mig sjálfan varðar langar mig að þakka öllum þeim sem greiddu mér atkvæði sitt á landsfundinum og tryggðu mér þar með sæti í utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins sem starfa mun fram að næsta landsfundi. Ég hlaut samtals 434 atkvæði og næstflest af þeim sem náðu kjöri í nefndina. Mig langar að sama skapi að þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfstæðismönnum sem komu að máli við mig á landsfundinum og þökkuðu mér fyrir pistlaskrifin mín á Stjórnmálin.is. Þar á meðal nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að öðrum ólöstuðum. Mér þótti afskaplega vænt um það. Þá langar mig síðast en ekki sízt að þakka öllum sem fylgjast með síðunni en fjöldi gesta er að jafnaði á bilinu 300-400 á degi hverjum. Ég kann þeim öllum miklar þakkir fyrir það. Til gamans má geta þess að gestum vefsíðunnar fækkaði nokkuð yfir helgina en fjölgaði síðan aftur eftir að landsfundinum lauk. Draga má þá ályktun af því, sem og þeim mörgu sem þökkuðu mér skrifin á fundinum, að ófáir dyggir lesendur síðunnar hafi verið í röðum landsfundarfulltrúa sem aftur þarf ekki endilega að koma mjög á óvart. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar