Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir skrifar 7. mars 2025 07:31 Ég fagna því að Halla skuli gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í VR. Hún hefur sýnt að hún er öflugur formaður og talsmaður hagsmuna VR-inga. Í hreyfingu, sem var lengi vel nær eingöngu stýrt af ráðsettum körlum, er tekið eftir ungum konum eins og Höllu og það skiptir máli fyrir okkur öll. Í félaginu er stór hópur af ungu fólki, bæði í fullu starfi og vinnu með námi, sem veltir því ekki mikið fyrir sér hvað VR er eða af hverju stéttarfélög skipta máli. Þennan hóp getur Halla virkjað með því að tala áfram um þau mál sem á okkur brenna, bæði núna og í nánustu framtíð. Húsnæðismarkaðurinn er ekki glæsilegur fyrir ungt fólk í dag sem vill stofna eigið heimili, hvort sem er með því að leigja eða kaupa húsnæði. Sem stærsta stéttarfélag landsins á VR að hafa mikið vægi í umræðunni um lausnir og til þess þarf rödd félagsins að heyrast. Halla talar um húsnæðismálin með skýrum hætti þannig að allir skilja. Hún hefur líka reynslu og þekkingu af heildarsamtökum launafólks, ASÍ. Þar á VR að vera í lykilhlutverki og stuðla að samstöðu til að koma mikilvægustu málum áfram. Áhugaleysi ungs fólk um stéttarfélög fylgir því miður of oft lítil þekking á helstu kjara- og réttindamálum sem gerir okkur berskjaldaðri en aðra fyrir tilraunum til að hafa af okkur umsamin kjör. Tilboð um “jafnaðarlaun” fyrir vinnu sem fer meira og minna fram á kvöldin eða um helgar er dæmi um slíkar tilraunir. Með því að ná til okkar og vekja áhuga á stéttarfélaginu og því sem það gerir er um leið verið að stuðla að heilbrigðari vinnumarkaði. Stutt fræðslumyndbönd eins og þau sem Halla hefur verið að birta núna fyrir formannskjörið í VR er dæmi um efni sem við þurfum meira af. Ég vil því hvetja allt ungt fólk til að kanna fyrst félagsaðild sína og í framhaldinu skora á VRinga að kynna sér málin og kjósa. Allt um Höllu er á www.halla.is og svo er afar einfalt að kjósa á netinu frá 6. mars og fram að hádegi 13. mars. Kosningin er á www.vr.is. Höfundur er félagi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ég fagna því að Halla skuli gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í VR. Hún hefur sýnt að hún er öflugur formaður og talsmaður hagsmuna VR-inga. Í hreyfingu, sem var lengi vel nær eingöngu stýrt af ráðsettum körlum, er tekið eftir ungum konum eins og Höllu og það skiptir máli fyrir okkur öll. Í félaginu er stór hópur af ungu fólki, bæði í fullu starfi og vinnu með námi, sem veltir því ekki mikið fyrir sér hvað VR er eða af hverju stéttarfélög skipta máli. Þennan hóp getur Halla virkjað með því að tala áfram um þau mál sem á okkur brenna, bæði núna og í nánustu framtíð. Húsnæðismarkaðurinn er ekki glæsilegur fyrir ungt fólk í dag sem vill stofna eigið heimili, hvort sem er með því að leigja eða kaupa húsnæði. Sem stærsta stéttarfélag landsins á VR að hafa mikið vægi í umræðunni um lausnir og til þess þarf rödd félagsins að heyrast. Halla talar um húsnæðismálin með skýrum hætti þannig að allir skilja. Hún hefur líka reynslu og þekkingu af heildarsamtökum launafólks, ASÍ. Þar á VR að vera í lykilhlutverki og stuðla að samstöðu til að koma mikilvægustu málum áfram. Áhugaleysi ungs fólk um stéttarfélög fylgir því miður of oft lítil þekking á helstu kjara- og réttindamálum sem gerir okkur berskjaldaðri en aðra fyrir tilraunum til að hafa af okkur umsamin kjör. Tilboð um “jafnaðarlaun” fyrir vinnu sem fer meira og minna fram á kvöldin eða um helgar er dæmi um slíkar tilraunir. Með því að ná til okkar og vekja áhuga á stéttarfélaginu og því sem það gerir er um leið verið að stuðla að heilbrigðari vinnumarkaði. Stutt fræðslumyndbönd eins og þau sem Halla hefur verið að birta núna fyrir formannskjörið í VR er dæmi um efni sem við þurfum meira af. Ég vil því hvetja allt ungt fólk til að kanna fyrst félagsaðild sína og í framhaldinu skora á VRinga að kynna sér málin og kjósa. Allt um Höllu er á www.halla.is og svo er afar einfalt að kjósa á netinu frá 6. mars og fram að hádegi 13. mars. Kosningin er á www.vr.is. Höfundur er félagi í VR.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar