Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 4. mars 2025 10:45 Kosningar í VR standa yfir á næstu dögum og nú er mikilvægt að allt félagsfólk taki sér tíma til að vega og meta þá valkosti sem í boði eru. Styrkur VR hefur ávallt falist í því að félagsfólk taki sjálfstæðar ákvarðanir á eigin forsendum, en ekki vegna þess að ákveðnir hópar eða fylkingar hafi þegar ákveðið hvað sé „rétt“ fyrir alla. VR er of mikilvægt til að ákvarðanir um forystu þess séu teknar inn í lokuðu rými. Við þekkjum öll mikilvægi þess að gera upplýstar ákvarðanir, sama hvort það er í starfi, í lífinu eða þegar kemur að framtíð VR. Þetta eru ekki kosningar þar sem við eigum bara að fylgja einhverri línu, heldur er þetta tækifæri til að velja þann leiðtoga sem raunverulega stendur fyrir það sem skiptir okkur máli. Ég hvet alla til að kynna sér frambjóðendur og stefnu þeirra á eigin forsendum. VR hefur lengi verið leiðandi afl í íslensku vinnumarkaðsumhverfi og það er á okkar ábyrgð að tryggja að umræðan og kosningaferlið fari fram með lýðræðislegum hætti. Trúnaðarráð VR gegnir lykilhlutverki í að tryggja sterkt og öflugt félag. Því langar mig að hvetja þau sem taka þátt í umræðunni fyrir hönd einstakra frambjóðenda að halda sig við fagleg vinnubrögð og tryggja að allir frambjóðendur fái sanngjarnan og jafnan vettvang. Þegar félagsfólk VR fær að taka upplýsta ákvörðun án þrýstings eða áróðurs styrkir það félagið okkar til framtíðar. Ég hef lagt mikla áherslu á að VR eigi að vera fyrir allt félagsfólk, ekki bara fámennan hóp. Þess vegna hvet ég alla til að kynna sér stefnu frambjóðenda, vega og meta hvað skiptir þá mestu máli og taka svo ákvörðun sem byggir á eigin gildum og framtíðarsýn. Ekki láta skoðun fárra móta niðurstöðuna, þetta er kosning alls félagsfólks VR. Því fleiri sem taka þátt, því sterkara verður félagið okkar. Ég skora á allt félagsfólk að nýta atkvæðisrétt sinn, á sínum eigin forsendum. Kosningar fara fram dagana 6. til 13. mars nk, ég hvet félgsfólk til að kynna sér mín áherlsumál á www.thorsteinnskuli.is Vonandi eru þið að eiga góðan dag. Kær kveðja, Þorsteinn Skúli Sveinsson Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kosningar í VR standa yfir á næstu dögum og nú er mikilvægt að allt félagsfólk taki sér tíma til að vega og meta þá valkosti sem í boði eru. Styrkur VR hefur ávallt falist í því að félagsfólk taki sjálfstæðar ákvarðanir á eigin forsendum, en ekki vegna þess að ákveðnir hópar eða fylkingar hafi þegar ákveðið hvað sé „rétt“ fyrir alla. VR er of mikilvægt til að ákvarðanir um forystu þess séu teknar inn í lokuðu rými. Við þekkjum öll mikilvægi þess að gera upplýstar ákvarðanir, sama hvort það er í starfi, í lífinu eða þegar kemur að framtíð VR. Þetta eru ekki kosningar þar sem við eigum bara að fylgja einhverri línu, heldur er þetta tækifæri til að velja þann leiðtoga sem raunverulega stendur fyrir það sem skiptir okkur máli. Ég hvet alla til að kynna sér frambjóðendur og stefnu þeirra á eigin forsendum. VR hefur lengi verið leiðandi afl í íslensku vinnumarkaðsumhverfi og það er á okkar ábyrgð að tryggja að umræðan og kosningaferlið fari fram með lýðræðislegum hætti. Trúnaðarráð VR gegnir lykilhlutverki í að tryggja sterkt og öflugt félag. Því langar mig að hvetja þau sem taka þátt í umræðunni fyrir hönd einstakra frambjóðenda að halda sig við fagleg vinnubrögð og tryggja að allir frambjóðendur fái sanngjarnan og jafnan vettvang. Þegar félagsfólk VR fær að taka upplýsta ákvörðun án þrýstings eða áróðurs styrkir það félagið okkar til framtíðar. Ég hef lagt mikla áherslu á að VR eigi að vera fyrir allt félagsfólk, ekki bara fámennan hóp. Þess vegna hvet ég alla til að kynna sér stefnu frambjóðenda, vega og meta hvað skiptir þá mestu máli og taka svo ákvörðun sem byggir á eigin gildum og framtíðarsýn. Ekki láta skoðun fárra móta niðurstöðuna, þetta er kosning alls félagsfólks VR. Því fleiri sem taka þátt, því sterkara verður félagið okkar. Ég skora á allt félagsfólk að nýta atkvæðisrétt sinn, á sínum eigin forsendum. Kosningar fara fram dagana 6. til 13. mars nk, ég hvet félgsfólk til að kynna sér mín áherlsumál á www.thorsteinnskuli.is Vonandi eru þið að eiga góðan dag. Kær kveðja, Þorsteinn Skúli Sveinsson Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar