Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar 4. mars 2025 15:00 Bandaríkin hafa notið þeirra forréttinda að gjaldmiðillinn þeirra USD hefur verið notaður sem alþjóðlegur gjaldmiðill í marga áratugi. Þetta hefur veitt þeim gífurlegar tekjur og möguleika. Það að geta nánast dælt eigin gjaldmiðli út án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að standa raunverulega skil á honum aftur, er mjög verðmætt. Það má segja að Bandaríkin hafi misst sig í þessum lúksus og peningaausturinn að mörgu leyti orðið að peningaþvottavél og búið til gífurlegan auð fárra og í stuttu máli gert þau óþolandi í augum stórs hluta heimsins. Þess ber að geta að okkar aðstaða til að setja peninga í stríðsrekstur er gerólík, þar sem við verðum að greiða fyrir það með öðrum gjaldmiðlum (og þá helst dollurum) en okkar eigin. Mistökin sem hafa verið gerð á undanförnum árum eru þessi m.a.: Í fyrsta lagi að dollarinn hefur verið í of miklum mæli gerður að vopni. Endalausar viðskiptaþvinganir og hömlur, til að reyna að stjórna heimsmálum eru að grafa hratt undan þolinmæði annarra stórvelda og smærri ríkja sem fylgja með. BRICS samtökin eru að blása út og stefna leynt og ljóst að því að minnka vægi dollarans því að í raun sjá þessi ríki að vegna þessarar vopnavæðingar eru þau ekki lengur nægilega frjáls. Þau höfðu ekki stórar athugasemdir við þetta kerfi áður, en núna blasir vandinn við. Þetta verður ekki stöðvað, en Trump er að reyna að hægja á þróuninni og kaupa tíma. Í örðu lagi hefur hernaðarbröltið um allan heim og mest núna í Úkraínu rekið Rússa í fangið á Kínverjum, nokkuð sem ekki var planið, og einnig aðrar stórþjóðir eins og Indland og Asíulöndin í auknum mæli. En þessi svæði eru vaxtarsvæði framtíðarinnar. Ef þau mynda nógu sterka heild verður vestræni heimurinn undir með óbreyttri stefnu. Og reyndar líklega hvort sem er. Það sem Trump og hans lið eru að reyna að gera er að draga eins hratt og hægt er úr peningaaustri í allar óþarfa áttir til að dollarinn falli síður eða falli ekki eins mikið og hratt. Það gera þeir m.a. með því að draga úr hernaðarumsvifum. En 800 herstöðvar þeirra hafa verið ,,ókeypis" hingað til vegna þess sem áður sagði. Aðferðin er númer 1. Draga úr stríðsrekstri og styrjaldarvafstri og öðrum afskiptum. Númer 2. Auka framleiðslugetu heima fyrir eins og hægt er og verða eins sjálfbær og hægt er (sem er m.a. ástæðan fyrir öllu tollatalinu). Númer 3. Hætta allri óþarfa starfssemi ríkisins, reka gagnslausa ríkisstarfsmenn og beina vinnuaflinu inn í framleiðslu og tæknivæðingu (og innviðauppbyggingu) Með þessu er hægt að undirbúa Bandaríkin undir það að þurfa að greiða fyrir dollarana sem munu vilja koma heim. Þar sem þetta er þeirra eigin gjaldmiðill, munu þeir aldrei verða gjaldþrota, en gjaldmiðillinn getur fallið mjög mikið. Sjálfbærni og stöðvun umframeyðslu eru lykilatriði. Þess vegna er ekki lengur málið að vera í stríði um allar koppa grundir, heldur þarf að hafa sem best samskipti við allar þjóðir, kaupa tíma og vinna heimavinnuna. Þetta er mikill léttir fyrir jarðarbúa, sem ættu að geta vænst vitrænni samskipta á milli þjóða í framtíðinni. Höfundur er bóndi og áhugamaður um alþjóðastjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Bandaríkin hafa notið þeirra forréttinda að gjaldmiðillinn þeirra USD hefur verið notaður sem alþjóðlegur gjaldmiðill í marga áratugi. Þetta hefur veitt þeim gífurlegar tekjur og möguleika. Það að geta nánast dælt eigin gjaldmiðli út án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að standa raunverulega skil á honum aftur, er mjög verðmætt. Það má segja að Bandaríkin hafi misst sig í þessum lúksus og peningaausturinn að mörgu leyti orðið að peningaþvottavél og búið til gífurlegan auð fárra og í stuttu máli gert þau óþolandi í augum stórs hluta heimsins. Þess ber að geta að okkar aðstaða til að setja peninga í stríðsrekstur er gerólík, þar sem við verðum að greiða fyrir það með öðrum gjaldmiðlum (og þá helst dollurum) en okkar eigin. Mistökin sem hafa verið gerð á undanförnum árum eru þessi m.a.: Í fyrsta lagi að dollarinn hefur verið í of miklum mæli gerður að vopni. Endalausar viðskiptaþvinganir og hömlur, til að reyna að stjórna heimsmálum eru að grafa hratt undan þolinmæði annarra stórvelda og smærri ríkja sem fylgja með. BRICS samtökin eru að blása út og stefna leynt og ljóst að því að minnka vægi dollarans því að í raun sjá þessi ríki að vegna þessarar vopnavæðingar eru þau ekki lengur nægilega frjáls. Þau höfðu ekki stórar athugasemdir við þetta kerfi áður, en núna blasir vandinn við. Þetta verður ekki stöðvað, en Trump er að reyna að hægja á þróuninni og kaupa tíma. Í örðu lagi hefur hernaðarbröltið um allan heim og mest núna í Úkraínu rekið Rússa í fangið á Kínverjum, nokkuð sem ekki var planið, og einnig aðrar stórþjóðir eins og Indland og Asíulöndin í auknum mæli. En þessi svæði eru vaxtarsvæði framtíðarinnar. Ef þau mynda nógu sterka heild verður vestræni heimurinn undir með óbreyttri stefnu. Og reyndar líklega hvort sem er. Það sem Trump og hans lið eru að reyna að gera er að draga eins hratt og hægt er úr peningaaustri í allar óþarfa áttir til að dollarinn falli síður eða falli ekki eins mikið og hratt. Það gera þeir m.a. með því að draga úr hernaðarumsvifum. En 800 herstöðvar þeirra hafa verið ,,ókeypis" hingað til vegna þess sem áður sagði. Aðferðin er númer 1. Draga úr stríðsrekstri og styrjaldarvafstri og öðrum afskiptum. Númer 2. Auka framleiðslugetu heima fyrir eins og hægt er og verða eins sjálfbær og hægt er (sem er m.a. ástæðan fyrir öllu tollatalinu). Númer 3. Hætta allri óþarfa starfssemi ríkisins, reka gagnslausa ríkisstarfsmenn og beina vinnuaflinu inn í framleiðslu og tæknivæðingu (og innviðauppbyggingu) Með þessu er hægt að undirbúa Bandaríkin undir það að þurfa að greiða fyrir dollarana sem munu vilja koma heim. Þar sem þetta er þeirra eigin gjaldmiðill, munu þeir aldrei verða gjaldþrota, en gjaldmiðillinn getur fallið mjög mikið. Sjálfbærni og stöðvun umframeyðslu eru lykilatriði. Þess vegna er ekki lengur málið að vera í stríði um allar koppa grundir, heldur þarf að hafa sem best samskipti við allar þjóðir, kaupa tíma og vinna heimavinnuna. Þetta er mikill léttir fyrir jarðarbúa, sem ættu að geta vænst vitrænni samskipta á milli þjóða í framtíðinni. Höfundur er bóndi og áhugamaður um alþjóðastjórnmál.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar