Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar 4. mars 2025 15:00 Bandaríkin hafa notið þeirra forréttinda að gjaldmiðillinn þeirra USD hefur verið notaður sem alþjóðlegur gjaldmiðill í marga áratugi. Þetta hefur veitt þeim gífurlegar tekjur og möguleika. Það að geta nánast dælt eigin gjaldmiðli út án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að standa raunverulega skil á honum aftur, er mjög verðmætt. Það má segja að Bandaríkin hafi misst sig í þessum lúksus og peningaausturinn að mörgu leyti orðið að peningaþvottavél og búið til gífurlegan auð fárra og í stuttu máli gert þau óþolandi í augum stórs hluta heimsins. Þess ber að geta að okkar aðstaða til að setja peninga í stríðsrekstur er gerólík, þar sem við verðum að greiða fyrir það með öðrum gjaldmiðlum (og þá helst dollurum) en okkar eigin. Mistökin sem hafa verið gerð á undanförnum árum eru þessi m.a.: Í fyrsta lagi að dollarinn hefur verið í of miklum mæli gerður að vopni. Endalausar viðskiptaþvinganir og hömlur, til að reyna að stjórna heimsmálum eru að grafa hratt undan þolinmæði annarra stórvelda og smærri ríkja sem fylgja með. BRICS samtökin eru að blása út og stefna leynt og ljóst að því að minnka vægi dollarans því að í raun sjá þessi ríki að vegna þessarar vopnavæðingar eru þau ekki lengur nægilega frjáls. Þau höfðu ekki stórar athugasemdir við þetta kerfi áður, en núna blasir vandinn við. Þetta verður ekki stöðvað, en Trump er að reyna að hægja á þróuninni og kaupa tíma. Í örðu lagi hefur hernaðarbröltið um allan heim og mest núna í Úkraínu rekið Rússa í fangið á Kínverjum, nokkuð sem ekki var planið, og einnig aðrar stórþjóðir eins og Indland og Asíulöndin í auknum mæli. En þessi svæði eru vaxtarsvæði framtíðarinnar. Ef þau mynda nógu sterka heild verður vestræni heimurinn undir með óbreyttri stefnu. Og reyndar líklega hvort sem er. Það sem Trump og hans lið eru að reyna að gera er að draga eins hratt og hægt er úr peningaaustri í allar óþarfa áttir til að dollarinn falli síður eða falli ekki eins mikið og hratt. Það gera þeir m.a. með því að draga úr hernaðarumsvifum. En 800 herstöðvar þeirra hafa verið ,,ókeypis" hingað til vegna þess sem áður sagði. Aðferðin er númer 1. Draga úr stríðsrekstri og styrjaldarvafstri og öðrum afskiptum. Númer 2. Auka framleiðslugetu heima fyrir eins og hægt er og verða eins sjálfbær og hægt er (sem er m.a. ástæðan fyrir öllu tollatalinu). Númer 3. Hætta allri óþarfa starfssemi ríkisins, reka gagnslausa ríkisstarfsmenn og beina vinnuaflinu inn í framleiðslu og tæknivæðingu (og innviðauppbyggingu) Með þessu er hægt að undirbúa Bandaríkin undir það að þurfa að greiða fyrir dollarana sem munu vilja koma heim. Þar sem þetta er þeirra eigin gjaldmiðill, munu þeir aldrei verða gjaldþrota, en gjaldmiðillinn getur fallið mjög mikið. Sjálfbærni og stöðvun umframeyðslu eru lykilatriði. Þess vegna er ekki lengur málið að vera í stríði um allar koppa grundir, heldur þarf að hafa sem best samskipti við allar þjóðir, kaupa tíma og vinna heimavinnuna. Þetta er mikill léttir fyrir jarðarbúa, sem ættu að geta vænst vitrænni samskipta á milli þjóða í framtíðinni. Höfundur er bóndi og áhugamaður um alþjóðastjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Bandaríkin hafa notið þeirra forréttinda að gjaldmiðillinn þeirra USD hefur verið notaður sem alþjóðlegur gjaldmiðill í marga áratugi. Þetta hefur veitt þeim gífurlegar tekjur og möguleika. Það að geta nánast dælt eigin gjaldmiðli út án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að standa raunverulega skil á honum aftur, er mjög verðmætt. Það má segja að Bandaríkin hafi misst sig í þessum lúksus og peningaausturinn að mörgu leyti orðið að peningaþvottavél og búið til gífurlegan auð fárra og í stuttu máli gert þau óþolandi í augum stórs hluta heimsins. Þess ber að geta að okkar aðstaða til að setja peninga í stríðsrekstur er gerólík, þar sem við verðum að greiða fyrir það með öðrum gjaldmiðlum (og þá helst dollurum) en okkar eigin. Mistökin sem hafa verið gerð á undanförnum árum eru þessi m.a.: Í fyrsta lagi að dollarinn hefur verið í of miklum mæli gerður að vopni. Endalausar viðskiptaþvinganir og hömlur, til að reyna að stjórna heimsmálum eru að grafa hratt undan þolinmæði annarra stórvelda og smærri ríkja sem fylgja með. BRICS samtökin eru að blása út og stefna leynt og ljóst að því að minnka vægi dollarans því að í raun sjá þessi ríki að vegna þessarar vopnavæðingar eru þau ekki lengur nægilega frjáls. Þau höfðu ekki stórar athugasemdir við þetta kerfi áður, en núna blasir vandinn við. Þetta verður ekki stöðvað, en Trump er að reyna að hægja á þróuninni og kaupa tíma. Í örðu lagi hefur hernaðarbröltið um allan heim og mest núna í Úkraínu rekið Rússa í fangið á Kínverjum, nokkuð sem ekki var planið, og einnig aðrar stórþjóðir eins og Indland og Asíulöndin í auknum mæli. En þessi svæði eru vaxtarsvæði framtíðarinnar. Ef þau mynda nógu sterka heild verður vestræni heimurinn undir með óbreyttri stefnu. Og reyndar líklega hvort sem er. Það sem Trump og hans lið eru að reyna að gera er að draga eins hratt og hægt er úr peningaaustri í allar óþarfa áttir til að dollarinn falli síður eða falli ekki eins mikið og hratt. Það gera þeir m.a. með því að draga úr hernaðarumsvifum. En 800 herstöðvar þeirra hafa verið ,,ókeypis" hingað til vegna þess sem áður sagði. Aðferðin er númer 1. Draga úr stríðsrekstri og styrjaldarvafstri og öðrum afskiptum. Númer 2. Auka framleiðslugetu heima fyrir eins og hægt er og verða eins sjálfbær og hægt er (sem er m.a. ástæðan fyrir öllu tollatalinu). Númer 3. Hætta allri óþarfa starfssemi ríkisins, reka gagnslausa ríkisstarfsmenn og beina vinnuaflinu inn í framleiðslu og tæknivæðingu (og innviðauppbyggingu) Með þessu er hægt að undirbúa Bandaríkin undir það að þurfa að greiða fyrir dollarana sem munu vilja koma heim. Þar sem þetta er þeirra eigin gjaldmiðill, munu þeir aldrei verða gjaldþrota, en gjaldmiðillinn getur fallið mjög mikið. Sjálfbærni og stöðvun umframeyðslu eru lykilatriði. Þess vegna er ekki lengur málið að vera í stríði um allar koppa grundir, heldur þarf að hafa sem best samskipti við allar þjóðir, kaupa tíma og vinna heimavinnuna. Þetta er mikill léttir fyrir jarðarbúa, sem ættu að geta vænst vitrænni samskipta á milli þjóða í framtíðinni. Höfundur er bóndi og áhugamaður um alþjóðastjórnmál.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun