Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson og Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifa 4. mars 2025 17:31 Eftir að hafa kynnst Kolbrúnu Pálsdóttur í gegnum okkar eigin náms- og starfsár í Háskóla Íslands, erum við sannfærð um að hún sé rétti leiðtoginn til að stýra skólanum inn í framtíðina. Hún hefur verið námsbrautarformaður tómstunda- og félagsmálafræði og einnig sviðsforseti Menntavísindasviðs. Á báðum þessum vettvöngum höfum við upplifað hana sem metnaðarfulla, framsækna og góðan stjórnanda. Kolbrún er leiðtogi sem leggur sig fram um að hlusta og skapa vettvang fyrir ólíka hópa innan háskólasamfélagsins. Á fundum þar sem stjórn Menntavísindasviðs kemur saman hefur hún tryggt að fulltrúar nemenda hafi greiðan aðgang að fundunum og að þeirra rödd og skoðanir séu teknar með þegar ákvarðanir á sviðinu hafa verið teknar. Þegar við störfuðum sem fulltrúar og starfsmenn innan HÍ fundum við skýrt fyrir því að hún var bandamaður og talskona þess að háskólasamfélagið væri opið og aðgengilegt fyrir alla. Hún skilur mikilvægi fjölbreytileika í menntun og hefur sýnt í verki að hún vinnur af heilindum að því að gera háskólann að betri stað fyrir nemendur og starfsfólk. Kolbrún er öflugur kennari og hefur lagt mikið upp úr því að leyfa nemendum að njóta sín. Hún er stjórnandi sem skilur nemendalýðræði og virðir það. Framtíð Háskóla Íslands kallar á forystu sem sameinar stefnumótandi hugsun, réttlætiskennd og raunverulega skuldbindingu við framfarir í kennslu og rannsóknum. Kolbrún Pálsdóttir býr yfir öllum þessum eiginleikum. Hún hefur skýra framtíðarsýn og dýrmæta reynslu sem mun nýtast vel í embætti rektors. Við styðjum Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið til rektors og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Með hana við stjórnvölin mun Háskóli Íslands þróast í átt að enn sterkari, réttlátari og framsæknari stofnun sem þjónar samfélaginu af krafti. Ágúst Arnar Þráinsson er meistaranemi á Menntavísindasviði Kolbrún Lára Kjartansdóttir er meistaranemi og fyrrum sviðsráðsforseti á Menntavísindasviði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Eftir að hafa kynnst Kolbrúnu Pálsdóttur í gegnum okkar eigin náms- og starfsár í Háskóla Íslands, erum við sannfærð um að hún sé rétti leiðtoginn til að stýra skólanum inn í framtíðina. Hún hefur verið námsbrautarformaður tómstunda- og félagsmálafræði og einnig sviðsforseti Menntavísindasviðs. Á báðum þessum vettvöngum höfum við upplifað hana sem metnaðarfulla, framsækna og góðan stjórnanda. Kolbrún er leiðtogi sem leggur sig fram um að hlusta og skapa vettvang fyrir ólíka hópa innan háskólasamfélagsins. Á fundum þar sem stjórn Menntavísindasviðs kemur saman hefur hún tryggt að fulltrúar nemenda hafi greiðan aðgang að fundunum og að þeirra rödd og skoðanir séu teknar með þegar ákvarðanir á sviðinu hafa verið teknar. Þegar við störfuðum sem fulltrúar og starfsmenn innan HÍ fundum við skýrt fyrir því að hún var bandamaður og talskona þess að háskólasamfélagið væri opið og aðgengilegt fyrir alla. Hún skilur mikilvægi fjölbreytileika í menntun og hefur sýnt í verki að hún vinnur af heilindum að því að gera háskólann að betri stað fyrir nemendur og starfsfólk. Kolbrún er öflugur kennari og hefur lagt mikið upp úr því að leyfa nemendum að njóta sín. Hún er stjórnandi sem skilur nemendalýðræði og virðir það. Framtíð Háskóla Íslands kallar á forystu sem sameinar stefnumótandi hugsun, réttlætiskennd og raunverulega skuldbindingu við framfarir í kennslu og rannsóknum. Kolbrún Pálsdóttir býr yfir öllum þessum eiginleikum. Hún hefur skýra framtíðarsýn og dýrmæta reynslu sem mun nýtast vel í embætti rektors. Við styðjum Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið til rektors og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Með hana við stjórnvölin mun Háskóli Íslands þróast í átt að enn sterkari, réttlátari og framsæknari stofnun sem þjónar samfélaginu af krafti. Ágúst Arnar Þráinsson er meistaranemi á Menntavísindasviði Kolbrún Lára Kjartansdóttir er meistaranemi og fyrrum sviðsráðsforseti á Menntavísindasviði
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun