Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar 5. mars 2025 11:01 Þessa dagana er hópur landsmanna að fá boð um að taka þátt í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar með er langþráðum áfanga náð og skimun fyrir þessari algengu tegund krabbameina að hefjast eftir langan undirbúning. Þetta er sögulegur áfangi og afskaplega mikilvægur fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Á hverju ári greinast um 190 einstaklingar með krabbamein í ristli eða endaþarmi hér á landi og að jafnaði má áætla að um einn af hverjum 20 landsmönnum fái þessa gerð krabbameins á lífsleiðinni. Það er til mikils að vinna að skima reglulega fyrir þessu krabbameini, enda eykur það verulega lífslíkur fólks að greina forstig krabbameins eða krabbamein snemma. Með skimunum fækkar þeim sem látast af völdum sjúkdómsins um 15 prósent, sem þýðir að einum af hverjum sex sem ella hefðu látist er forðað frá því að deyja af völdum hans. Við byrjuðum fyrir nokkrum dögum að senda út fyrstu boð í skimun. Ætlunin er að senda boð til um 200 manns í sérstökum prufuhópi. Þetta er gert til þess að prófa allt skimunarferlið áður en við hefjum lýðgrundaðar skimanir fyrir þessari gerð krabbameina af fullum krafti. Í þessum prófunarfasa munum við sjá hvort allt ferlið gengur upp, allt frá því einstaklingur fær boð um skimun og fær sent sýnatökusett allt þar til niðurstaða berst. Þó svo að við tölum um prófanir eru þetta að sjálfsögðu fullgildar skimanir og fólkið fær áreiðanlegar niðurstöður. Skimað hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára Þessi skimun gengur út á að kanna hvort blóð finnist í hægðum, en það getur verið merki um forstig krabbameins eða krabbamein á byrjunarstigi. Í þeim tilvikum sem blóð greinist fær fólk boð um að fara í ristilspeglun til þess að kanna nánar hverjar ástæðurnar eru. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að blóð greinist í hægðum, margar hverjar aðrar og mun saklausari en krabbamein. Í þeim tilvikum sem ekki finnst blóð í hægðasýninu fær fólk boð um skimun aftur að tveimur árum liðnum. Þegar skimunin verður komin á fullt verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Eftir að prófunum lýkur munum við senda boð á þennan hóp í áföngum eftir aldri. Eins og með aðrar krabbameinsskimanir verða boðin send í gegnum Heilsuveru og þangað sendum við líka niðurstöðurnar úr skimuninni. Sjálfspróf send heim Hér á landi hefur verið skimað fyrir leghálskrabbameini í rúmlega 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í 37 ár. Nú bætist við þriðja tegund skimunar með skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Hingað til hefur aðeins verið skimað fyrir krabbameini hjá konum, en ristilskimunin verður í boði fyrir alla, óháð kyni. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi verða með öðru sniði en skimanir fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini. Ólíkt hinum skimununum þarf fólk ekki að fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að taka sýni. Sýnið er sett í póst eða skilað á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Svar berst á Heilsuveru innan fjögurra vikna. Góð samvinna og vandaður undirbúningur Undirbúningur fyrir þessa nýju tegund lýðgrundaðrar krabbameinsskimunar hefur verið í gangi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins allt frá árinu 2021 í náinni samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala ásamt faghópi lækna og annarra. Aðdragandinn er þó enn lengri og nær að segja má til síðustu aldamóta. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúninginn, til dæmis greiningu á öllum ferlum tengdum skimuninni, smíði á tölvukerfum, samningum um rannsóknir á sýnum, kaupum á búnaði til sýnatöku og mörgu fleiru. Við hefðum auðvitað gjarnan viljað byrja fyrr, en það er ekkert áhlaupaverk að tryggja að öll umgjörð um algjörlega nýja tegund skimunar sé í lagi og allt kerfið gangi upp. Undirbúningurinn hefur verið afar vandaður og með góðri samvinnu og samhæfingu allra sem þurfa að koma að þessu verkefni erum við nú tilbúin að bretta upp ermar og byrja að skima. Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er hópur landsmanna að fá boð um að taka þátt í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar með er langþráðum áfanga náð og skimun fyrir þessari algengu tegund krabbameina að hefjast eftir langan undirbúning. Þetta er sögulegur áfangi og afskaplega mikilvægur fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Á hverju ári greinast um 190 einstaklingar með krabbamein í ristli eða endaþarmi hér á landi og að jafnaði má áætla að um einn af hverjum 20 landsmönnum fái þessa gerð krabbameins á lífsleiðinni. Það er til mikils að vinna að skima reglulega fyrir þessu krabbameini, enda eykur það verulega lífslíkur fólks að greina forstig krabbameins eða krabbamein snemma. Með skimunum fækkar þeim sem látast af völdum sjúkdómsins um 15 prósent, sem þýðir að einum af hverjum sex sem ella hefðu látist er forðað frá því að deyja af völdum hans. Við byrjuðum fyrir nokkrum dögum að senda út fyrstu boð í skimun. Ætlunin er að senda boð til um 200 manns í sérstökum prufuhópi. Þetta er gert til þess að prófa allt skimunarferlið áður en við hefjum lýðgrundaðar skimanir fyrir þessari gerð krabbameina af fullum krafti. Í þessum prófunarfasa munum við sjá hvort allt ferlið gengur upp, allt frá því einstaklingur fær boð um skimun og fær sent sýnatökusett allt þar til niðurstaða berst. Þó svo að við tölum um prófanir eru þetta að sjálfsögðu fullgildar skimanir og fólkið fær áreiðanlegar niðurstöður. Skimað hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára Þessi skimun gengur út á að kanna hvort blóð finnist í hægðum, en það getur verið merki um forstig krabbameins eða krabbamein á byrjunarstigi. Í þeim tilvikum sem blóð greinist fær fólk boð um að fara í ristilspeglun til þess að kanna nánar hverjar ástæðurnar eru. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að blóð greinist í hægðum, margar hverjar aðrar og mun saklausari en krabbamein. Í þeim tilvikum sem ekki finnst blóð í hægðasýninu fær fólk boð um skimun aftur að tveimur árum liðnum. Þegar skimunin verður komin á fullt verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Eftir að prófunum lýkur munum við senda boð á þennan hóp í áföngum eftir aldri. Eins og með aðrar krabbameinsskimanir verða boðin send í gegnum Heilsuveru og þangað sendum við líka niðurstöðurnar úr skimuninni. Sjálfspróf send heim Hér á landi hefur verið skimað fyrir leghálskrabbameini í rúmlega 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í 37 ár. Nú bætist við þriðja tegund skimunar með skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Hingað til hefur aðeins verið skimað fyrir krabbameini hjá konum, en ristilskimunin verður í boði fyrir alla, óháð kyni. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi verða með öðru sniði en skimanir fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini. Ólíkt hinum skimununum þarf fólk ekki að fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að taka sýni. Sýnið er sett í póst eða skilað á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Svar berst á Heilsuveru innan fjögurra vikna. Góð samvinna og vandaður undirbúningur Undirbúningur fyrir þessa nýju tegund lýðgrundaðrar krabbameinsskimunar hefur verið í gangi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins allt frá árinu 2021 í náinni samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala ásamt faghópi lækna og annarra. Aðdragandinn er þó enn lengri og nær að segja má til síðustu aldamóta. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúninginn, til dæmis greiningu á öllum ferlum tengdum skimuninni, smíði á tölvukerfum, samningum um rannsóknir á sýnum, kaupum á búnaði til sýnatöku og mörgu fleiru. Við hefðum auðvitað gjarnan viljað byrja fyrr, en það er ekkert áhlaupaverk að tryggja að öll umgjörð um algjörlega nýja tegund skimunar sé í lagi og allt kerfið gangi upp. Undirbúningurinn hefur verið afar vandaður og með góðri samvinnu og samhæfingu allra sem þurfa að koma að þessu verkefni erum við nú tilbúin að bretta upp ermar og byrja að skima. Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar