Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 10:35 Repúblikanar voru ánægðir með sinn mann í nótt. AP/Mandel Ngan Ummæli Donald Trump um Grænland í ræðu forsetans á bandaríska þinginu í nótt hafa vakið hörð viðbrögð í Danmörku. „Ég er í kvöld með skilaboð til hinna dásamlegu íbúa Grænlands,“ sagði Trump í ræðu sinni. „Við styðjum dyggilega rétt ykkar til að ákvarða eigin framtíð og, ef við óskið, bjóðum við ykkur velkomin í Bandaríkin. Við þörfumst Grænlands þjóðaröryggisins vegna og jafnvel vegna alþjóðaöryggis. Og við vinnum að því með öllum að reyna að fá það. En við þörfnumst þess raunverulega vegna alþjóðaöryggis. Og ég held að við munum eignast það. Með einum eða öðrum hætti munum við eignast það. Við munum tryggja öryggi ykkar. Við munum gera ykkur rík. Og saman munum við taka Grænland í hæðir sem þið hefðuð aldrei talið mögulegar. Þetta er afar fámenn þjóð en afar stórt landsvæði og afar mikilvægt fyrir hernaðaröryggi,“ sagði forsetinn. Sjálfsákvörðunarréttur eða hvað? Fjölmiðlar í Danmörku hafa bent á tvískinnungin í orðum Trump; að hann heiti því að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga, á sama tíma og hann fullyrði að Bandaríkjamenn muni „fá“ eða „eignast“ landið með einum eða öðrum hætti. Fullyrðinguna má enda auðveldlega skilja sem hótun. Fréttaritari DR í Bandaríkjunum, Philip Khokar, segir að um sé að ræða fyrsta skiptið sem Trump talar um Grænland í opinberri ræðu. Orð hans sé ekki hægt að túlka öðruvísi en að það sé nú stefna Bandaríkjanna að innlima Grænland. Stjórnmálamenn í Danmörku virðast hafa valið að einblína frekar á fyrirheit Trump um að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Troels Lund Poulsen, aðstoðarforsætisráðherra Danmerkur, sagði til að mynda að það myndi aldrei gerast að annað ríki sölsaði undir sig hluta konungsveldisins. Hann ítrekaði í morgun að Grænlendingar gætu einir ákveðið framtíð sína. Menn þyrftu augljóslega að eiga hreinskiptar samræður en staðreyndin væri enn sú að Bandaríkin væru meðal nánustu bandamanna Dana. Van- og lítilsvirðing Utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen var spurður um ræðu Trump á blaðamannafundi í Finnlandi og tók í sama streng og Poulsen; það bæri fyrst og fremst að hlýða á orð Trump um sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hann sagði hins vegar einnig að hvað sem Grænlendingar ákvæðu væri alveg ljóst að þeir gætu aldrei orðið fullkomlega sjálfstæð þjóð, án bandalags við aðra. Vissulega væru aðrir möguleikar í stöðunni en að tilheyra Danmörku en fullkomið sjálfstæði væri ekki þeirra á meðal. “One way or the other, we’re going to get it.” Trump repeats the threat of 🇺🇸 occupying, annexing or absorbing 🇬🇱 🇩🇰. That’s the Putin way of treating countries. https://t.co/NN8vaRYzxF— Carl Bildt (@carlbildt) March 5, 2025 Martin Lidegaard, formaður Radikale Venstre, sagði hins vegar ummæli Trump um Grænland og Grænlendinga bera vott um virðingaleysi og þá sagði Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, að yfirlýsingar Trump væru í anda Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Pelle Dragsted, formaður Einingaflokksins, sagði orð Trump mikið áhyggjuefni og að forsetinn hefði opinberað að Bandaríkin hefðu sagt skilið við bandalag sitt við Danmörku og Evrópu. Þá gagnrýndi Inger Støjberg, formaður Danmerkurdemókratana, ekki bara orð Trump heldur einnig viðbrögð samflokksmanna hans og benti á að þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu hlegið og varaforsetinn J.D. Vance brosað þegar Trump talaði um „hina dásamlegu íbúa Grænlands“. Bandaríkin Donald Trump Danmörk Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
„Ég er í kvöld með skilaboð til hinna dásamlegu íbúa Grænlands,“ sagði Trump í ræðu sinni. „Við styðjum dyggilega rétt ykkar til að ákvarða eigin framtíð og, ef við óskið, bjóðum við ykkur velkomin í Bandaríkin. Við þörfumst Grænlands þjóðaröryggisins vegna og jafnvel vegna alþjóðaöryggis. Og við vinnum að því með öllum að reyna að fá það. En við þörfnumst þess raunverulega vegna alþjóðaöryggis. Og ég held að við munum eignast það. Með einum eða öðrum hætti munum við eignast það. Við munum tryggja öryggi ykkar. Við munum gera ykkur rík. Og saman munum við taka Grænland í hæðir sem þið hefðuð aldrei talið mögulegar. Þetta er afar fámenn þjóð en afar stórt landsvæði og afar mikilvægt fyrir hernaðaröryggi,“ sagði forsetinn. Sjálfsákvörðunarréttur eða hvað? Fjölmiðlar í Danmörku hafa bent á tvískinnungin í orðum Trump; að hann heiti því að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga, á sama tíma og hann fullyrði að Bandaríkjamenn muni „fá“ eða „eignast“ landið með einum eða öðrum hætti. Fullyrðinguna má enda auðveldlega skilja sem hótun. Fréttaritari DR í Bandaríkjunum, Philip Khokar, segir að um sé að ræða fyrsta skiptið sem Trump talar um Grænland í opinberri ræðu. Orð hans sé ekki hægt að túlka öðruvísi en að það sé nú stefna Bandaríkjanna að innlima Grænland. Stjórnmálamenn í Danmörku virðast hafa valið að einblína frekar á fyrirheit Trump um að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Troels Lund Poulsen, aðstoðarforsætisráðherra Danmerkur, sagði til að mynda að það myndi aldrei gerast að annað ríki sölsaði undir sig hluta konungsveldisins. Hann ítrekaði í morgun að Grænlendingar gætu einir ákveðið framtíð sína. Menn þyrftu augljóslega að eiga hreinskiptar samræður en staðreyndin væri enn sú að Bandaríkin væru meðal nánustu bandamanna Dana. Van- og lítilsvirðing Utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen var spurður um ræðu Trump á blaðamannafundi í Finnlandi og tók í sama streng og Poulsen; það bæri fyrst og fremst að hlýða á orð Trump um sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hann sagði hins vegar einnig að hvað sem Grænlendingar ákvæðu væri alveg ljóst að þeir gætu aldrei orðið fullkomlega sjálfstæð þjóð, án bandalags við aðra. Vissulega væru aðrir möguleikar í stöðunni en að tilheyra Danmörku en fullkomið sjálfstæði væri ekki þeirra á meðal. “One way or the other, we’re going to get it.” Trump repeats the threat of 🇺🇸 occupying, annexing or absorbing 🇬🇱 🇩🇰. That’s the Putin way of treating countries. https://t.co/NN8vaRYzxF— Carl Bildt (@carlbildt) March 5, 2025 Martin Lidegaard, formaður Radikale Venstre, sagði hins vegar ummæli Trump um Grænland og Grænlendinga bera vott um virðingaleysi og þá sagði Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, að yfirlýsingar Trump væru í anda Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Pelle Dragsted, formaður Einingaflokksins, sagði orð Trump mikið áhyggjuefni og að forsetinn hefði opinberað að Bandaríkin hefðu sagt skilið við bandalag sitt við Danmörku og Evrópu. Þá gagnrýndi Inger Støjberg, formaður Danmerkurdemókratana, ekki bara orð Trump heldur einnig viðbrögð samflokksmanna hans og benti á að þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu hlegið og varaforsetinn J.D. Vance brosað þegar Trump talaði um „hina dásamlegu íbúa Grænlands“.
Bandaríkin Donald Trump Danmörk Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira