Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 16:00 Ruben Amorim hefur ekki átt sjö dagana sæla sem stjóri Manchester United en liðið er þó enn með í Evrópudeildinni. Getty/James Gill Manchester United þarf að slá út Orra Óskarsson og félaga í Real Sociedad til að eiga enn möguleika á titli á þessari leiktíð. Rúben Amorim, stjóri United, segir félagið hins vegar hafa um „stærri hluti“ að hugsa en að vinna titil í vor. Amorim tók við sigursælasta liði enska boltans í nóvember en síðan þá hefur liðið fallið úr leik í enska deildabikarnum og bikarnum, og færst niður í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Von United um titil á þessari leiktíð og Evrópusæti á næstu leiktíð felst því í því að vinna Evrópudeildina, þar sem liðið mætir Real Sociedad í fyrri leik 16-liða úrslita á morgun klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. United vann bikarmeistaratitil á síðustu leiktíð og deildabikarmeistaratil á þarsíðustu leiktíð, undir stjórn forvera Amorims, Eriks ten Hag. Amorim er hins vegar ekki of upptekinn af því að United landi endilega titli í vor. „Veit að það er skrýtið að segja það“ „Fólk horfir á Evrópudeildina sem einu keppnina sem við getum enn unnið, auk tengingarinnar á milli Evrópudeildarinnar og þess að komast í Meistaradeild Evrópu. En í sannleika sagt þá höfum við stærri hluti að hugsa um. Ég veit að það er skrýtið að segja það en við erum að reyna að búa eitthvað til hérna sem er mikilvægara en að vinna titil akkúrat núna,“ sagði Amorim í viðtali við Sky Sports. ''We are trying to build something that is going to last more than any trophy this season'' 🗣️Ruben Amorim on the importance of Manchester United picking up silverware in the Europa League 🏆 pic.twitter.com/OuozpPDwhT— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2025 „Ég veit að okkur ber skylda til að berjast um alla titla en í augnablikinu erum við að reyna að búa eitthvað til sem endist lengur en titill á þessari leiktíð,“ sagði Amorim sem reynt hefur að innleiða nýja leikaðferð hjá United og sagt að félagið verði að sýna þolinmæði. Óvissa ríkir um hvort Harry Maguire og Manuel Ugarte geti spilað á Spáni á morgun en þeir tóku ekki þátt í æfingu United í dag, vegna „minni háttar vandamála“ samkvæmt BBC. Ólíklegt er að þeir spili leikinn. United er þegar án Lisandro Martinez, Amad Diallo, Luke Shaw, Mason Mount, Kobbie Mainoo, Patrick Dorgu og Jonny Evans vegna meiðsla. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira
Amorim tók við sigursælasta liði enska boltans í nóvember en síðan þá hefur liðið fallið úr leik í enska deildabikarnum og bikarnum, og færst niður í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Von United um titil á þessari leiktíð og Evrópusæti á næstu leiktíð felst því í því að vinna Evrópudeildina, þar sem liðið mætir Real Sociedad í fyrri leik 16-liða úrslita á morgun klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. United vann bikarmeistaratitil á síðustu leiktíð og deildabikarmeistaratil á þarsíðustu leiktíð, undir stjórn forvera Amorims, Eriks ten Hag. Amorim er hins vegar ekki of upptekinn af því að United landi endilega titli í vor. „Veit að það er skrýtið að segja það“ „Fólk horfir á Evrópudeildina sem einu keppnina sem við getum enn unnið, auk tengingarinnar á milli Evrópudeildarinnar og þess að komast í Meistaradeild Evrópu. En í sannleika sagt þá höfum við stærri hluti að hugsa um. Ég veit að það er skrýtið að segja það en við erum að reyna að búa eitthvað til hérna sem er mikilvægara en að vinna titil akkúrat núna,“ sagði Amorim í viðtali við Sky Sports. ''We are trying to build something that is going to last more than any trophy this season'' 🗣️Ruben Amorim on the importance of Manchester United picking up silverware in the Europa League 🏆 pic.twitter.com/OuozpPDwhT— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2025 „Ég veit að okkur ber skylda til að berjast um alla titla en í augnablikinu erum við að reyna að búa eitthvað til sem endist lengur en titill á þessari leiktíð,“ sagði Amorim sem reynt hefur að innleiða nýja leikaðferð hjá United og sagt að félagið verði að sýna þolinmæði. Óvissa ríkir um hvort Harry Maguire og Manuel Ugarte geti spilað á Spáni á morgun en þeir tóku ekki þátt í æfingu United í dag, vegna „minni háttar vandamála“ samkvæmt BBC. Ólíklegt er að þeir spili leikinn. United er þegar án Lisandro Martinez, Amad Diallo, Luke Shaw, Mason Mount, Kobbie Mainoo, Patrick Dorgu og Jonny Evans vegna meiðsla.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira