Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar 6. mars 2025 09:01 Þegar minnst er á Norðurlandaráð í daglegu tali verður mögulega einhverjum fyrst hugsað um bókmenntir og verðlaunahátíðir. Það er ekki óeðlilegt – sameiginlegur menningararfur á Norðurslóðum hefur í gegnum tíðina gert okkur Norðurlöndin að bestu bandamönnum hvors annars og það er ekki ódýr vinskapur á óróatímum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur tilkynnt um fyrirhugaða endurskoðun öryggis- og varnarmálastefnu fyrir Ísland með stofnun þverpólitískrar nefndar sem ber að fagna. Af því tilefni ber að ítreka mikilvægi þess að norrænar áherslur fái notið sín með hliðsjón af gríðarlega öflugri vinnu sem fer nú fram á vettvangi Norðurlandaráðs og NB8, og þeim lærdómi sem verður að draga frá okkar öflugustu bandamönnum og samstarfsþjóðum. Við erum öfundsverður félagsskapur, sem helgast af því að það hefur verið lögð rækt við hann. NB8-samstarfið svokallaða, sem hefur einnig verið í brennidepli að undanförnu, sameinar jafnframt Norðurlöndin fimm og Eystrasaltsríkin þrjú. Fyrr á þessu ári komu NB8 ríkin sér saman um að unnar yrðu tillögur um eflingu öryggis- og varnarsamstarfs sín á milli. Með þessu sýna leiðtogar ríkjanna ekki bara mikinn vilja til að styrkja sameiginlegar varnir og tryggja stöðugleika á svæðinu, því samtakamátturinn og samstaðan vekur athygli í allar áttir. Nýverið fór fram febrúarfundur í störfum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Öryggis- og varnarmál eru þar á allra vörum, og við getum notið þess að búa að gríðarlegri þekkingu bandamanna okkar sem eiga landamæri að Rússlandi sem við verðum að nýta okkur inn í mótun nýrrar öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Til að mynda var haldin málstofa um skuggaflota Rússlands í Eystrasaltshafi, þar sem skip úr ýmsum heimshlutum hafa siglt bókstaflega undir fölsku flaggi í ljósi viðskiptaþvingana sem beitt hefur verið gagnvart Rússum til að flytja olíu og annan varning hafna á milli. Þetta eru vægast sagt illa útbúin skip og geta skapað gríðarlega hættu á umhverfisslysum. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu augljós hætta skapast af raski á sæstrengjum og mikilvægum leiðslum sem liggja á botni sjávar. Við fögnum því þess vegna sérstaklega að norrænir bandamenn okkar vilji nýta vettvang Norðurlandaráðs til þess að þétta raðirnar, sýna öðrum ríkjum öfluga samstöðu og að hér innan okkar raða sé ekki bara búið að formfesta varnarsamstarf okkar innan raða NATO með nýlegri inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið. Norðurlandaráð er ekki varnarbandalag, og getur sem slíkt ekki sinnt þeirri stoð í varnarstefnu Íslands líkt og NATO hefur gert frá stofnun þess. Eftir því sem þverpólitískt norrænt samstarf setur meiri fókus á net- og orkuöryggi, matvælaöryggi, sæstrengi, upplýsingaóreiðu, netárásir og það sem við köllum fjölþáttaógnir, verður vettvangurinn dýrmætari. Ísland er sökum smæðar ekki í aðstöðu til að sinna varnarmálum á eigin spýtur. Það skiptir öllu máli að taka skrefin samstíga í stærri hópi þjóða sem deila hagsmunum okkar og gildum. Hér eigum við einnig að horfa til þess að Noregur stendur líkt og við utan Evrópusambandsins, en á með sambærilegum hætti og Ísland mikið undir þegar kemur að varnarsamstarfi við Bandaríkin. Norræn samstaða um öryggis- og varnarmál skiptir því öllu þegar rætt er um skipan okkar í alþjóðasamstarfi. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu á ekki erindi inn í traust samtal norræna vettvangsins sem verið er að byggja upp með hætti sem vekur heimsathygli. Við jafnaðarmenn höfum byggt fast á þeirri sýn að farsælar samfélagsbreytingar verða að byggjast á öruggum en um leið ákveðnum skrefum í þágu skýrt skilgreindra markmiða. Þau sjónarmið eiga líka við um erfiðar ákvarðanir fyrir alþjóðasamfélagið á óvissutímum, ekki síst þegar kemur að uppbyggingu varnarinnviða. Heimsbyggðin horfir til Norðurlanda og félagshyggjusamfélaga þeirra. Forystu nýrrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur sem samanstendur af fulltrúum þriggja flokka sem sameinast um breiðar línur í íslenskri þjóðarsál, í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja, er vel treystandi fyrir því verkefni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Norðurlandaráð Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar minnst er á Norðurlandaráð í daglegu tali verður mögulega einhverjum fyrst hugsað um bókmenntir og verðlaunahátíðir. Það er ekki óeðlilegt – sameiginlegur menningararfur á Norðurslóðum hefur í gegnum tíðina gert okkur Norðurlöndin að bestu bandamönnum hvors annars og það er ekki ódýr vinskapur á óróatímum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur tilkynnt um fyrirhugaða endurskoðun öryggis- og varnarmálastefnu fyrir Ísland með stofnun þverpólitískrar nefndar sem ber að fagna. Af því tilefni ber að ítreka mikilvægi þess að norrænar áherslur fái notið sín með hliðsjón af gríðarlega öflugri vinnu sem fer nú fram á vettvangi Norðurlandaráðs og NB8, og þeim lærdómi sem verður að draga frá okkar öflugustu bandamönnum og samstarfsþjóðum. Við erum öfundsverður félagsskapur, sem helgast af því að það hefur verið lögð rækt við hann. NB8-samstarfið svokallaða, sem hefur einnig verið í brennidepli að undanförnu, sameinar jafnframt Norðurlöndin fimm og Eystrasaltsríkin þrjú. Fyrr á þessu ári komu NB8 ríkin sér saman um að unnar yrðu tillögur um eflingu öryggis- og varnarsamstarfs sín á milli. Með þessu sýna leiðtogar ríkjanna ekki bara mikinn vilja til að styrkja sameiginlegar varnir og tryggja stöðugleika á svæðinu, því samtakamátturinn og samstaðan vekur athygli í allar áttir. Nýverið fór fram febrúarfundur í störfum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Öryggis- og varnarmál eru þar á allra vörum, og við getum notið þess að búa að gríðarlegri þekkingu bandamanna okkar sem eiga landamæri að Rússlandi sem við verðum að nýta okkur inn í mótun nýrrar öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Til að mynda var haldin málstofa um skuggaflota Rússlands í Eystrasaltshafi, þar sem skip úr ýmsum heimshlutum hafa siglt bókstaflega undir fölsku flaggi í ljósi viðskiptaþvingana sem beitt hefur verið gagnvart Rússum til að flytja olíu og annan varning hafna á milli. Þetta eru vægast sagt illa útbúin skip og geta skapað gríðarlega hættu á umhverfisslysum. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu augljós hætta skapast af raski á sæstrengjum og mikilvægum leiðslum sem liggja á botni sjávar. Við fögnum því þess vegna sérstaklega að norrænir bandamenn okkar vilji nýta vettvang Norðurlandaráðs til þess að þétta raðirnar, sýna öðrum ríkjum öfluga samstöðu og að hér innan okkar raða sé ekki bara búið að formfesta varnarsamstarf okkar innan raða NATO með nýlegri inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið. Norðurlandaráð er ekki varnarbandalag, og getur sem slíkt ekki sinnt þeirri stoð í varnarstefnu Íslands líkt og NATO hefur gert frá stofnun þess. Eftir því sem þverpólitískt norrænt samstarf setur meiri fókus á net- og orkuöryggi, matvælaöryggi, sæstrengi, upplýsingaóreiðu, netárásir og það sem við köllum fjölþáttaógnir, verður vettvangurinn dýrmætari. Ísland er sökum smæðar ekki í aðstöðu til að sinna varnarmálum á eigin spýtur. Það skiptir öllu máli að taka skrefin samstíga í stærri hópi þjóða sem deila hagsmunum okkar og gildum. Hér eigum við einnig að horfa til þess að Noregur stendur líkt og við utan Evrópusambandsins, en á með sambærilegum hætti og Ísland mikið undir þegar kemur að varnarsamstarfi við Bandaríkin. Norræn samstaða um öryggis- og varnarmál skiptir því öllu þegar rætt er um skipan okkar í alþjóðasamstarfi. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu á ekki erindi inn í traust samtal norræna vettvangsins sem verið er að byggja upp með hætti sem vekur heimsathygli. Við jafnaðarmenn höfum byggt fast á þeirri sýn að farsælar samfélagsbreytingar verða að byggjast á öruggum en um leið ákveðnum skrefum í þágu skýrt skilgreindra markmiða. Þau sjónarmið eiga líka við um erfiðar ákvarðanir fyrir alþjóðasamfélagið á óvissutímum, ekki síst þegar kemur að uppbyggingu varnarinnviða. Heimsbyggðin horfir til Norðurlanda og félagshyggjusamfélaga þeirra. Forystu nýrrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur sem samanstendur af fulltrúum þriggja flokka sem sameinast um breiðar línur í íslenskri þjóðarsál, í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja, er vel treystandi fyrir því verkefni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun