Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 08:35 Elín Klara Þorkelsdóttir hefur átt algjöra draumadaga. Hún varð bikarmeistari um síðustu helgi og hefur nú skrifað undir samning við sænska félagið Sävehof. vísir/Hulda Margrét Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handbolta og ein helsta stjarna Olís-deildarinnar, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sænsku meistarana í IK Sävehof. Elín Klara mun þó klára tímabilið með Haukum en heldur svo til Svíþjóðar í sumar. Sävehof er ríkjandi meistari og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á undan Skuru. Elín Klara kveður Hauka sem bikarmeistari, eftir að hafa unnið titilinn um helgina, og bætir mögulega við þann titil áður en leiktíðinni lýkur. Hún hefur í vetur skorað 129 mörk og átt 78 stoðsendingar fyrir Haukaliðið, í 16 leikjum, og skarað fram úr í báðum tölfræðiþáttum í allri deildinni sé horft til meðaltals. Hún er annar Íslendingurinn í þessari viku sem Sävehof tilkynnir um því Birgir Steinn Jónsson fer frá Aftureldingu til félagsins í sumar. „Ég er hæstánægð með þá ákvörðun að fara til félags eins og Sävehof. Þetta er sterkt lið og umhverfið hjá félaginu er virkilega gott. Þetta er stórt og gott skref fyrir mig til þess að verða enn betri leikmaður og ég hlakka til að verða hluti af Sävehof,“ segir Elín Klara sem þar með verður atvinnumaður líkt og Orri Freyr bróðir hennar sem spilar í Portúgal. Elín Klara lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Hauka í febrúar 2020, þá 15 ára að aldri. Tímabilið eftir varð hún stór hluti af liðinu og síðan var ekki aftur snúið og hefur Elín Klara verið valin besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Uppgangur hennar hefur verið samofin uppgangi Haukaliðsins sem um síðustu helgi vann bikarmeistaratitilinn í fyrsta skiptið síðan 2007. Þá er Elín Klara mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu og fór á sitt fyrsta stórmót í desember síðastliðnum, þegar EM var haldið. Hún hefði farið á HM ári áður en missti af mótinu vegna meiðsla. Olís-deild kvenna Haukar Sænski handboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Elín Klara mun þó klára tímabilið með Haukum en heldur svo til Svíþjóðar í sumar. Sävehof er ríkjandi meistari og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á undan Skuru. Elín Klara kveður Hauka sem bikarmeistari, eftir að hafa unnið titilinn um helgina, og bætir mögulega við þann titil áður en leiktíðinni lýkur. Hún hefur í vetur skorað 129 mörk og átt 78 stoðsendingar fyrir Haukaliðið, í 16 leikjum, og skarað fram úr í báðum tölfræðiþáttum í allri deildinni sé horft til meðaltals. Hún er annar Íslendingurinn í þessari viku sem Sävehof tilkynnir um því Birgir Steinn Jónsson fer frá Aftureldingu til félagsins í sumar. „Ég er hæstánægð með þá ákvörðun að fara til félags eins og Sävehof. Þetta er sterkt lið og umhverfið hjá félaginu er virkilega gott. Þetta er stórt og gott skref fyrir mig til þess að verða enn betri leikmaður og ég hlakka til að verða hluti af Sävehof,“ segir Elín Klara sem þar með verður atvinnumaður líkt og Orri Freyr bróðir hennar sem spilar í Portúgal. Elín Klara lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Hauka í febrúar 2020, þá 15 ára að aldri. Tímabilið eftir varð hún stór hluti af liðinu og síðan var ekki aftur snúið og hefur Elín Klara verið valin besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Uppgangur hennar hefur verið samofin uppgangi Haukaliðsins sem um síðustu helgi vann bikarmeistaratitilinn í fyrsta skiptið síðan 2007. Þá er Elín Klara mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu og fór á sitt fyrsta stórmót í desember síðastliðnum, þegar EM var haldið. Hún hefði farið á HM ári áður en missti af mótinu vegna meiðsla.
Olís-deild kvenna Haukar Sænski handboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira