FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 15:01 Lionel Messi með HM-styttuna eftir að Argentína vann síðasta 32 þjóða mótið, í Katar 2022. Getty/Marc Atkins Möguleikar Íslands á að komast aftur á HM í fótbolta gætu aukist ef hugmyndir um enn frekari stækkun mótsins ganga eftir. Til greina kemur að fjölga þátttökuþjóðum í 64 fyrir HM 2030. Frá þessu greinir New York Times og segist hafa heimildir fyrir því að FIFA hafi borist fyrirspurn þessa efnis frá einum af gestgjöfum HM 2030. Tilefnið er hundrað ára afmæli HM og gengur hugmyndin út á að fagna því með því að 64 af 211 aðildarþjóðum FIFA verði með á mótinu í þetta eina sinn. Samkvæmt New York Times tók Gianni Infantino, forseti FIFA, vel í hugmyndina. Á HM í Katar 2022 tóku 32 þjóðir þátt en mótið hefur nú verið stækkað og verða 48 þjóðir með á HM á næsta ári, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. HM 2030 fer svo fram í Marokkó, Portúgal og Spáni, auk þess sem stakir leikir fara fram í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þetta verður því fyrsta heimsmeistaramótið sem fram fer í þremur heimsálfum, og nú mögulega það langfjölmennasta hingað til. Sætt hefur gagnrýni að mótinu sé dreift svo víða, með tilheyrandi löngum ferðalögum fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn. Þá hefur FIFA verið sakað um að dreifa mótinu í þrjár heimsálfur til að tryggja að Sádi-Arabía gæti fengið HM 2034 því aðeins Asía og Eyjaálfa komu þá til greina sem gestgjafar og voru Sádar þeir einu sem sóttu um að halda mótið. Það að halda HM í Sádi-Arabíu hefur verið gagnrýnt vegna mannréttindabrota þar í landi. Eins og fyrr segir fer næsta heimsmeistaramót fram í Norður-Ameríku, 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Vegna fjölgunar liða í 48 þá verða leikirnir á mótinu 104 talsins í stað 64 áður. Íslenska landsliðið, sem mætir Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar 20. og 23. mars, byrjar undankeppni HM 5. september með leik við Aserbaídsjan. Liðin eru einnig í riðli með Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu núna í mars. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM og liðið í 2. sæti fer í umspil. HM 2034 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times og segist hafa heimildir fyrir því að FIFA hafi borist fyrirspurn þessa efnis frá einum af gestgjöfum HM 2030. Tilefnið er hundrað ára afmæli HM og gengur hugmyndin út á að fagna því með því að 64 af 211 aðildarþjóðum FIFA verði með á mótinu í þetta eina sinn. Samkvæmt New York Times tók Gianni Infantino, forseti FIFA, vel í hugmyndina. Á HM í Katar 2022 tóku 32 þjóðir þátt en mótið hefur nú verið stækkað og verða 48 þjóðir með á HM á næsta ári, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. HM 2030 fer svo fram í Marokkó, Portúgal og Spáni, auk þess sem stakir leikir fara fram í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þetta verður því fyrsta heimsmeistaramótið sem fram fer í þremur heimsálfum, og nú mögulega það langfjölmennasta hingað til. Sætt hefur gagnrýni að mótinu sé dreift svo víða, með tilheyrandi löngum ferðalögum fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn. Þá hefur FIFA verið sakað um að dreifa mótinu í þrjár heimsálfur til að tryggja að Sádi-Arabía gæti fengið HM 2034 því aðeins Asía og Eyjaálfa komu þá til greina sem gestgjafar og voru Sádar þeir einu sem sóttu um að halda mótið. Það að halda HM í Sádi-Arabíu hefur verið gagnrýnt vegna mannréttindabrota þar í landi. Eins og fyrr segir fer næsta heimsmeistaramót fram í Norður-Ameríku, 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Vegna fjölgunar liða í 48 þá verða leikirnir á mótinu 104 talsins í stað 64 áður. Íslenska landsliðið, sem mætir Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar 20. og 23. mars, byrjar undankeppni HM 5. september með leik við Aserbaídsjan. Liðin eru einnig í riðli með Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu núna í mars. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM og liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM 2034 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira