Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson skrifar 7. mars 2025 07:01 Í vikunni birti Viðskiptaráð stutta samantekt um umhverfi fjölmiðla hér á landi. Hún byggir fyrst og síðast á opinberum tölum og í henni er ekki að finna neinar nýjar upplýsingar, þótt fagna megi framtakinu og áhuga ráðsins á mikilvægri atvinnugrein og lýðræðisstoð. Viðskiptaráð leggur til nokkrar leiðir til að takast á við vanda einkarekinna fjölmiðla. Megininntak þeirra lausna er að taka RÚV af auglýsingamarkaði, hætta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og leyfa áfengis- og veðmálaauglýsingar. Þær tillögur eru mjög í takti við pólitískar áherslur Sjálfstæðis- og Miðflokks sem birtast ítrekað í málflutningi þeirra á Alþingi. Þetta er mikil einföldun á flóknu vandamáli sem hefur fengið að vaxa óáreitt árum saman vegna pólitísks aðgerðarleysis. Það þekki ég vel hafandi starfað í fjölmiðlum í næstum tvo áratugi og stýrt einkareknum fjölmiðlum frá 2013 og fram á síðasta sumar, eða í um tólf ár. Spekileki og peningar úr landi Til að byrja með er gott að fara yfir stöðuna út frá tölulegum staðreyndum. Starfandi í fjölmiðlum hefur fækkað úr 2.363 árið 2008 í 907 í lok árs 2022. Það er fækkun um 62 prósent. Mjög stór hluti þeirra sem hafa eru fólk með mikla reynslu og getu. Það hefur því átt sér stað mikill spekileki. Þetta hefur gerst vegna þess að rekstrarumhverfið hefur kúvenst sökum tækni- og upplýsingabyltingarinnar sem hefur gjörbreytt neytendahegðun og haft mikil neikvæð áhrif á hefðbundin tekjumódel fjölmiðla. Ein birtingarmynd þessa er að sífellt stærri hluti af auglýsingasölukökunni fer til aðila sem borga ekki skatta á Íslandi. Þar er átt við erlend tæknifyrirtæki eins og Google/Youtube og Facebook. Árið 2012 fór fjögur prósent auglýsingatekna hérlendis til erlendra miðla. Árið 2023 tóku þau til sín 49 prósent. Úr samantekt Viðskiptaráðs sem birt var í vikunni. Mýtan um að brotthvarf RÚV sé töfralausn Klifun á því að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni leysa öll vandamál einkarekinna fjölmiðla er í besta falli barnaleg. Þeir sem halda slíku fram hljóta að gera það gegn betri vitund, og af öðrum hvötum en þeim að bæta fjölmiðlaumhverfið. Í fyrsta lagi er alls engin vissa fyrir því að þær tekjur sem RÚV hefur af auglýsingum muni skila sér til annarra fjölmiðla hætti ríkismiðillinn að birta auglýsingar. Hægt er að horfa til dæmis sem stendur okkur nálægt í tíma til að undirbyggja þá röksemdarfærslu. Fréttablaðið fór á hausinn vorið 2023. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi útgáfufélags þess voru tekjur Fréttablaðsins um tveir milljarðar króna á ári, en það aflaði einvörðungu sjálfaflartekna með auglýsingasölu. Á árinu 2023 drógust auglýsingatekjur fjölmiðla á Íslandi í heild saman um tólf prósent. Tekjur Fréttablaðsins skiluðu sér því ekki nema að örlitlu leyti til samkeppnisaðilanna. Þeir sem auglýsa á móti Í öðru lagi þá eru bæði margir auglýsendur og þeir sem framleiða auglýsingar mjög á móti því að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. Slíkt hefur margoft komið fram opinberlega. Fyrir þremur árum lá til að mynda fyrir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um brotthvarf RÚV. Þá skilaði Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) inn umsögn þar sem sagði að það myndi hafa verulegar afleiðingar á sjónvarpsauglýsingar og neytendur myndu verða af mikilvægum upplýsingum um vörur og þjónustu ef RÚV gæti ekki birt auglýsingar. Aðrar sjónvarpsstöðvar hefðu til að mynda ekki það áhorf sem þurfi til að standa undir kostnaði við framleiðslu og birtingar. Í umsögninni sagði orðrétt að það fjármagn sem fari „í auglýsingar á RÚV færist ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðvarnar. Líklegasta niðurstaðan er að fjármagn sem nú fer til birtinga á sjónvarpsauglýsingum minnki því framleiðsla á íslenskum sjónvarpsauglýsingum mun dragast saman. Það mun hafa áhrif á auglýsingastofur og aðrar greinar en fjöldi fólks í mörgum skapandi greinum kemur að framleiðslu íslenskra sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvikmyndagerðarfólk, leikarar, stílistar, tónlistarfólk og starfsfólk í eftirvinnslu svo einhver séu nefnd. Það er því Ijóst að ákvörðun um að taka RÚV af auglýsingamarkaði mun hafa mikil áhrif á fjölda fyrirtækja og starfa.“ Þegar reynt var að takast á við vandann Í lok árs 2016, þegar sýnilegt varð að það stefndi í óefni í íslensku fjölmiðlaumhverfi þá skipaði þáverandi ráðherra fjölmiðlamála, Illugi Gunnarsson, nefnd sem átti að hafa það hlutverk að skoða leiðir til að bjarga málunum. Hún skilaði af sér á árinu 2017 og lagði fram sjö tillögur um umbætur sem gætu bætt rekstrarskilyrði fjölmiðla. Þær snéru meðal annars að stöðu RÚV á auglýsingamarkaði, að lækka virðisaukaskatt sem leggst á vörur fjölmiðla, að heimila auglýsingar í íslenskum fjölmiðlum sem í dag eru bannaðar, tryggja gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum í fjölmiðlum og endurgreiðslum fyrir textun og talsetningu. Tilgangurinn var að tryggja fjölbreytni og fjölræði í íslensku fjölmiðlaumhverfi með ólíku eignarhaldi. Nú, um átta árum eftir að hann skilaði af sér, þá hefur ein tillaga nefndarinnar orðið að veruleika: styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd sem felur í sér að endurgreiða hluta af framleiðslukostnaði á fréttum og fréttatengdu efni. Ástæða þess að ekki var gert meira er fyrst og síðast andstaðan flokks Illuga við frekari aðgerðum. Það þarf fjölþættar aðgerðir við flóknum vanda Þessi eina leið sem var innleidd hefur þó sannað gildi sitt. Hún stöðvaði blæðinguna að einhverju leyti. Frá árinu 2020 hefur fjöldi blaðamanna og annarra starfsmanna á einkareknum fjölmiðlum haldist í horfinu, og raunar hefur þeim fjölgað lítillega. En staðan heilt yfir er afleit. Um það eru flestir sammála. Og á því ætlar núverandi ráðherra fjölmiðlamála, Logi Einarsson, að taka á. Hann hefur boðað heildarendurskoðun á því hvernig hægt sé að styðja sem best við heilbrigt og blómlegt fjölmiðlaumhverfi sem skilar okkur sem þjóð, upplýstu og faglegu fjölmiðlaumhverfi til framtíðar. Markmiðið verður að styrkja fjölræði og fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi, að fjölga öflugum fjölmiðlum sem starfa eftir hefðbundnum viðmiðum blaðamennsku, kemur í veg fyrir samkeppnisbjögun, stöðvar spekileka úr greininni og fjölgar starfandi fjölmiðlafólki. Þar mun auðvitað og eðlilega vera fjallað um að aðlaga hlutverk RÚV að breyttum tíma, þannig að stærð ríkismiðilsins taki ekki of mikið súrefni frá einkareknum miðlum svo þeir geti ekki vaxið með eðlilegum hætti. Útfærsla þess þarf þó að vera vitræn og úthugsuð, ekki kreddukennd líkt og hugmyndir Viðskiptaráðs og þeirra stjórnmálaflokka sem enduróma sýn þess á hinu pólitíska sviði. Höfundur var blaðamaður og ritstjóri í næstum tvo áratugi en er nú framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í vikunni birti Viðskiptaráð stutta samantekt um umhverfi fjölmiðla hér á landi. Hún byggir fyrst og síðast á opinberum tölum og í henni er ekki að finna neinar nýjar upplýsingar, þótt fagna megi framtakinu og áhuga ráðsins á mikilvægri atvinnugrein og lýðræðisstoð. Viðskiptaráð leggur til nokkrar leiðir til að takast á við vanda einkarekinna fjölmiðla. Megininntak þeirra lausna er að taka RÚV af auglýsingamarkaði, hætta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og leyfa áfengis- og veðmálaauglýsingar. Þær tillögur eru mjög í takti við pólitískar áherslur Sjálfstæðis- og Miðflokks sem birtast ítrekað í málflutningi þeirra á Alþingi. Þetta er mikil einföldun á flóknu vandamáli sem hefur fengið að vaxa óáreitt árum saman vegna pólitísks aðgerðarleysis. Það þekki ég vel hafandi starfað í fjölmiðlum í næstum tvo áratugi og stýrt einkareknum fjölmiðlum frá 2013 og fram á síðasta sumar, eða í um tólf ár. Spekileki og peningar úr landi Til að byrja með er gott að fara yfir stöðuna út frá tölulegum staðreyndum. Starfandi í fjölmiðlum hefur fækkað úr 2.363 árið 2008 í 907 í lok árs 2022. Það er fækkun um 62 prósent. Mjög stór hluti þeirra sem hafa eru fólk með mikla reynslu og getu. Það hefur því átt sér stað mikill spekileki. Þetta hefur gerst vegna þess að rekstrarumhverfið hefur kúvenst sökum tækni- og upplýsingabyltingarinnar sem hefur gjörbreytt neytendahegðun og haft mikil neikvæð áhrif á hefðbundin tekjumódel fjölmiðla. Ein birtingarmynd þessa er að sífellt stærri hluti af auglýsingasölukökunni fer til aðila sem borga ekki skatta á Íslandi. Þar er átt við erlend tæknifyrirtæki eins og Google/Youtube og Facebook. Árið 2012 fór fjögur prósent auglýsingatekna hérlendis til erlendra miðla. Árið 2023 tóku þau til sín 49 prósent. Úr samantekt Viðskiptaráðs sem birt var í vikunni. Mýtan um að brotthvarf RÚV sé töfralausn Klifun á því að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni leysa öll vandamál einkarekinna fjölmiðla er í besta falli barnaleg. Þeir sem halda slíku fram hljóta að gera það gegn betri vitund, og af öðrum hvötum en þeim að bæta fjölmiðlaumhverfið. Í fyrsta lagi er alls engin vissa fyrir því að þær tekjur sem RÚV hefur af auglýsingum muni skila sér til annarra fjölmiðla hætti ríkismiðillinn að birta auglýsingar. Hægt er að horfa til dæmis sem stendur okkur nálægt í tíma til að undirbyggja þá röksemdarfærslu. Fréttablaðið fór á hausinn vorið 2023. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi útgáfufélags þess voru tekjur Fréttablaðsins um tveir milljarðar króna á ári, en það aflaði einvörðungu sjálfaflartekna með auglýsingasölu. Á árinu 2023 drógust auglýsingatekjur fjölmiðla á Íslandi í heild saman um tólf prósent. Tekjur Fréttablaðsins skiluðu sér því ekki nema að örlitlu leyti til samkeppnisaðilanna. Þeir sem auglýsa á móti Í öðru lagi þá eru bæði margir auglýsendur og þeir sem framleiða auglýsingar mjög á móti því að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. Slíkt hefur margoft komið fram opinberlega. Fyrir þremur árum lá til að mynda fyrir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um brotthvarf RÚV. Þá skilaði Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) inn umsögn þar sem sagði að það myndi hafa verulegar afleiðingar á sjónvarpsauglýsingar og neytendur myndu verða af mikilvægum upplýsingum um vörur og þjónustu ef RÚV gæti ekki birt auglýsingar. Aðrar sjónvarpsstöðvar hefðu til að mynda ekki það áhorf sem þurfi til að standa undir kostnaði við framleiðslu og birtingar. Í umsögninni sagði orðrétt að það fjármagn sem fari „í auglýsingar á RÚV færist ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðvarnar. Líklegasta niðurstaðan er að fjármagn sem nú fer til birtinga á sjónvarpsauglýsingum minnki því framleiðsla á íslenskum sjónvarpsauglýsingum mun dragast saman. Það mun hafa áhrif á auglýsingastofur og aðrar greinar en fjöldi fólks í mörgum skapandi greinum kemur að framleiðslu íslenskra sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvikmyndagerðarfólk, leikarar, stílistar, tónlistarfólk og starfsfólk í eftirvinnslu svo einhver séu nefnd. Það er því Ijóst að ákvörðun um að taka RÚV af auglýsingamarkaði mun hafa mikil áhrif á fjölda fyrirtækja og starfa.“ Þegar reynt var að takast á við vandann Í lok árs 2016, þegar sýnilegt varð að það stefndi í óefni í íslensku fjölmiðlaumhverfi þá skipaði þáverandi ráðherra fjölmiðlamála, Illugi Gunnarsson, nefnd sem átti að hafa það hlutverk að skoða leiðir til að bjarga málunum. Hún skilaði af sér á árinu 2017 og lagði fram sjö tillögur um umbætur sem gætu bætt rekstrarskilyrði fjölmiðla. Þær snéru meðal annars að stöðu RÚV á auglýsingamarkaði, að lækka virðisaukaskatt sem leggst á vörur fjölmiðla, að heimila auglýsingar í íslenskum fjölmiðlum sem í dag eru bannaðar, tryggja gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum í fjölmiðlum og endurgreiðslum fyrir textun og talsetningu. Tilgangurinn var að tryggja fjölbreytni og fjölræði í íslensku fjölmiðlaumhverfi með ólíku eignarhaldi. Nú, um átta árum eftir að hann skilaði af sér, þá hefur ein tillaga nefndarinnar orðið að veruleika: styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd sem felur í sér að endurgreiða hluta af framleiðslukostnaði á fréttum og fréttatengdu efni. Ástæða þess að ekki var gert meira er fyrst og síðast andstaðan flokks Illuga við frekari aðgerðum. Það þarf fjölþættar aðgerðir við flóknum vanda Þessi eina leið sem var innleidd hefur þó sannað gildi sitt. Hún stöðvaði blæðinguna að einhverju leyti. Frá árinu 2020 hefur fjöldi blaðamanna og annarra starfsmanna á einkareknum fjölmiðlum haldist í horfinu, og raunar hefur þeim fjölgað lítillega. En staðan heilt yfir er afleit. Um það eru flestir sammála. Og á því ætlar núverandi ráðherra fjölmiðlamála, Logi Einarsson, að taka á. Hann hefur boðað heildarendurskoðun á því hvernig hægt sé að styðja sem best við heilbrigt og blómlegt fjölmiðlaumhverfi sem skilar okkur sem þjóð, upplýstu og faglegu fjölmiðlaumhverfi til framtíðar. Markmiðið verður að styrkja fjölræði og fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi, að fjölga öflugum fjölmiðlum sem starfa eftir hefðbundnum viðmiðum blaðamennsku, kemur í veg fyrir samkeppnisbjögun, stöðvar spekileka úr greininni og fjölgar starfandi fjölmiðlafólki. Þar mun auðvitað og eðlilega vera fjallað um að aðlaga hlutverk RÚV að breyttum tíma, þannig að stærð ríkismiðilsins taki ekki of mikið súrefni frá einkareknum miðlum svo þeir geti ekki vaxið með eðlilegum hætti. Útfærsla þess þarf þó að vera vitræn og úthugsuð, ekki kreddukennd líkt og hugmyndir Viðskiptaráðs og þeirra stjórnmálaflokka sem enduróma sýn þess á hinu pólitíska sviði. Höfundur var blaðamaður og ritstjóri í næstum tvo áratugi en er nú framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun