Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. mars 2025 19:23 Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Bjarni/Einar Til stendur að snúa umdeildri breytingu á búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega. Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til að afturkalla umdeildar breytingar sem voru gerðar á búvörulögum í mars 2024 sem veittu kjötafurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Lögin fara þá aftur í fyrra horf en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember að setning laganna stríði gegn stjórnarskrá. Fyrsta umræða frumvarpsins fór fram á Alþingi í dag og gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar að breytingin skuli lögð fram áður en niðurstaða frá Hæstarétti liggi fyrir. „Það kemur á óvart, þessi flýti í málinu og það er nauðsynlegt að skoða þetta með miklu heildstæðari hætti en hér er boðað,“ sagði til að mynda Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin ætti að anda ofan í magan Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, tekur undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og segir breytingu á lögunum í fyrra horf vega að hagsmunum bænda og nefnir víðtækari áhrif en brotthvarf frá undanþágu afurðarstöðvanna. „Það liggur ekkert fyrir hvað skal gera til hagræðingar í framhaldinu. Það verður ekki gert með því að setja hlutina í upplausn eins og stefnir í núna. Ég hefði kosið að ríkisstjórnin myndi anda aðeins ofan í maga og tæki sér tíma í þetta og legði samhliða þessum fyrirætlunum sínum hvað eigi að taka við.“ Betra fyrir bændur að byrja upp á nýtt Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir enga ástæðu til að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar enda snúi hún að formlegri hlið málsins en lögunum breytt vegna efnis þeirra. Að breyta lögunum í fyrra horf sé það eina í stöðunni og hneyksli hvernig staðið hafi verið að málinu þegar að lögin voru upprunalega samþykkt. „Ég hef átt erfitt með að skilja afstöðu bændasamtakanna, ef rétt hefði verið á málum haldið hefði þessi lagasetning geta styrkt stöðu bændanna gagnvart afurðarstöðvunum, hún gerir hið þveröfuga. Ég held að það sé hægt að ná fram miklu betri niðustöðu fyrir bændur með því að byrja á málinu upp á nýtt.“ Alþingi Búvörusamningar Skagafjörður Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til að afturkalla umdeildar breytingar sem voru gerðar á búvörulögum í mars 2024 sem veittu kjötafurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Lögin fara þá aftur í fyrra horf en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember að setning laganna stríði gegn stjórnarskrá. Fyrsta umræða frumvarpsins fór fram á Alþingi í dag og gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar að breytingin skuli lögð fram áður en niðurstaða frá Hæstarétti liggi fyrir. „Það kemur á óvart, þessi flýti í málinu og það er nauðsynlegt að skoða þetta með miklu heildstæðari hætti en hér er boðað,“ sagði til að mynda Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin ætti að anda ofan í magan Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, tekur undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og segir breytingu á lögunum í fyrra horf vega að hagsmunum bænda og nefnir víðtækari áhrif en brotthvarf frá undanþágu afurðarstöðvanna. „Það liggur ekkert fyrir hvað skal gera til hagræðingar í framhaldinu. Það verður ekki gert með því að setja hlutina í upplausn eins og stefnir í núna. Ég hefði kosið að ríkisstjórnin myndi anda aðeins ofan í maga og tæki sér tíma í þetta og legði samhliða þessum fyrirætlunum sínum hvað eigi að taka við.“ Betra fyrir bændur að byrja upp á nýtt Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir enga ástæðu til að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar enda snúi hún að formlegri hlið málsins en lögunum breytt vegna efnis þeirra. Að breyta lögunum í fyrra horf sé það eina í stöðunni og hneyksli hvernig staðið hafi verið að málinu þegar að lögin voru upprunalega samþykkt. „Ég hef átt erfitt með að skilja afstöðu bændasamtakanna, ef rétt hefði verið á málum haldið hefði þessi lagasetning geta styrkt stöðu bændanna gagnvart afurðarstöðvunum, hún gerir hið þveröfuga. Ég held að það sé hægt að ná fram miklu betri niðustöðu fyrir bændur með því að byrja á málinu upp á nýtt.“
Alþingi Búvörusamningar Skagafjörður Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00
Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent