Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar 6. mars 2025 20:34 Atburðir síðustu daga hafa undirstrikað svart á hvítu að Bandaríkin ætli að koma samskiptum sínum við Rússland, stærsta kjarnaveldi veraldar, á réttan kjöl. Til að það megi takast, þarf fyrst að binda endi á stríðsátökin í Úkraínu. Viðbrögð Evrópuríkjanna við þessari umfangsmiklu kúvendingu Bandaríkjanna hafa verið blendin. Mörg þeirra hafa ekki látið við það sitja að gagnrýna áformin, heldur hafa ýmist reynt að torvelda framkvæmd þeirra eða telja bandamönnum sínum hughvarf. Skýringanna er ekki langt að leita. Það var undir forystu Bandaríkjanna sem aðild Úkraínu að NATO var upphaflega sett á dagskrá gegn vilja stórra Evrópuríkja. Það voru síðan Bandaríkin sjálf sem drógu vagninn fyrir sameiginlegum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu 2014 og 2022. Tregða Evrópuríkjanna til að snúast á ásnum með Bandaríkjunum er því fyllilega skiljanleg. En hún er einnig misráðin. Evrópuríkin hafa ekki sýnt fram að þau hafi nothæfa, hvað þá sameiginlega, áætlun um hvernig halda skuli baráttunni í Úkraínu til streitu, nú þegar fyrirsjáanlegt er að Bandaríkin kunni að hellast úr lestinni. Þrátt fyrir gríðarlegar fórnir Úkraínumanna, stórfellt mannfall og eyðileggingu, fólksflótta og missi meira en fimmtungs landsins til rússneska innrásarliðsins, virðast Evrópuríkin líta svo á að enn sé ekki fullreynt hvort óbreytt stefna beri á endanum tilætlaðan árangur. Er óneitanlega nokkur kaldhæðni í því fólgin að kalla slíka afstöðu “að standa með” Úkraínu. Óbreytt stefna er raunar ekki í boði. Fyrirætluð aukning framlaga til varnarmála, sem leiðtogaráð ESB hefur nú samþykkt, getur engu breytt um úrslit yfirstandandi átaka í Úkraínu. Til þess eru áform sambandsins of seint fram komin. Taka mun nokkur ár að byggja upp bolmagn í iðnaði sem nauðsynlegt er til aukinnar vopnaframleiðslu í Evrópu. Í millitíðinni eiga Evrópuríkin engan annan kost en að kaupa meirihluta hergagna sinna áfram frá Bandaríkjunum, sem sjálf eiga fullt í fangi með að endurnýja vopnabirgðir sínar. Á þá enn eftir að koma í ljós hvort almenningur í Evrópuríkjunum sætti sig við þá umtalsverðu skuldsetningu og/eða niðurskurð opinberrar þjónustu sem óhjákvæmilega þarf að grípa til svo áform sambandsins um “endurvígvæðingu” Evrópu geti orðið að veruleika. Ákvörðun Evrópuríkja um að efla sínar eigin varnir er engu að síður lofsverð. Ef rétt er á haldið, er hún til þess fallin að jafna byrðarnar í Atlantshafssamstarfinu og þar með styrkja samstarfið. Af þessari ástæðu hafa Evrópuríkin nú tækifæri til að leggjast á árar með Bandaríkjunum og draga úr því eldfima ástandi sem skapast hefur í álfunni í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Gangi þeim tækifærið úr greipum, er á hinn bóginn hætta á að rekinn verði fleygur í Atlantshafssamstarfið og varnir Evrópu veiktar. Frá árdögum lýðveldisins hefur það verið leiðarstef íslenskrar utanríkisstefnu að þjóðin verði ekki knúin til að velja á milli samstarfs við Norður-Ameríku og Evrópu. Það væri í samræmi við þá meginhagsmuni að stjórnvöld tækju undir tilraunir Bandaríkjanna til að leiða til lykta það ógnvænlega ástand sem nú ríkir í Úkraínu. Vænti þau þess að ESB, fari það sínar eigin leiðir, muni í fyrirsjáanlegri framtíð vísa veginn til friðar í álfunni, gæti það reynst viðsjárvert villuljós. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands m.a. hjá NATO, Sameinuðu þjóðunum, CSCE og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Atburðir síðustu daga hafa undirstrikað svart á hvítu að Bandaríkin ætli að koma samskiptum sínum við Rússland, stærsta kjarnaveldi veraldar, á réttan kjöl. Til að það megi takast, þarf fyrst að binda endi á stríðsátökin í Úkraínu. Viðbrögð Evrópuríkjanna við þessari umfangsmiklu kúvendingu Bandaríkjanna hafa verið blendin. Mörg þeirra hafa ekki látið við það sitja að gagnrýna áformin, heldur hafa ýmist reynt að torvelda framkvæmd þeirra eða telja bandamönnum sínum hughvarf. Skýringanna er ekki langt að leita. Það var undir forystu Bandaríkjanna sem aðild Úkraínu að NATO var upphaflega sett á dagskrá gegn vilja stórra Evrópuríkja. Það voru síðan Bandaríkin sjálf sem drógu vagninn fyrir sameiginlegum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu 2014 og 2022. Tregða Evrópuríkjanna til að snúast á ásnum með Bandaríkjunum er því fyllilega skiljanleg. En hún er einnig misráðin. Evrópuríkin hafa ekki sýnt fram að þau hafi nothæfa, hvað þá sameiginlega, áætlun um hvernig halda skuli baráttunni í Úkraínu til streitu, nú þegar fyrirsjáanlegt er að Bandaríkin kunni að hellast úr lestinni. Þrátt fyrir gríðarlegar fórnir Úkraínumanna, stórfellt mannfall og eyðileggingu, fólksflótta og missi meira en fimmtungs landsins til rússneska innrásarliðsins, virðast Evrópuríkin líta svo á að enn sé ekki fullreynt hvort óbreytt stefna beri á endanum tilætlaðan árangur. Er óneitanlega nokkur kaldhæðni í því fólgin að kalla slíka afstöðu “að standa með” Úkraínu. Óbreytt stefna er raunar ekki í boði. Fyrirætluð aukning framlaga til varnarmála, sem leiðtogaráð ESB hefur nú samþykkt, getur engu breytt um úrslit yfirstandandi átaka í Úkraínu. Til þess eru áform sambandsins of seint fram komin. Taka mun nokkur ár að byggja upp bolmagn í iðnaði sem nauðsynlegt er til aukinnar vopnaframleiðslu í Evrópu. Í millitíðinni eiga Evrópuríkin engan annan kost en að kaupa meirihluta hergagna sinna áfram frá Bandaríkjunum, sem sjálf eiga fullt í fangi með að endurnýja vopnabirgðir sínar. Á þá enn eftir að koma í ljós hvort almenningur í Evrópuríkjunum sætti sig við þá umtalsverðu skuldsetningu og/eða niðurskurð opinberrar þjónustu sem óhjákvæmilega þarf að grípa til svo áform sambandsins um “endurvígvæðingu” Evrópu geti orðið að veruleika. Ákvörðun Evrópuríkja um að efla sínar eigin varnir er engu að síður lofsverð. Ef rétt er á haldið, er hún til þess fallin að jafna byrðarnar í Atlantshafssamstarfinu og þar með styrkja samstarfið. Af þessari ástæðu hafa Evrópuríkin nú tækifæri til að leggjast á árar með Bandaríkjunum og draga úr því eldfima ástandi sem skapast hefur í álfunni í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Gangi þeim tækifærið úr greipum, er á hinn bóginn hætta á að rekinn verði fleygur í Atlantshafssamstarfið og varnir Evrópu veiktar. Frá árdögum lýðveldisins hefur það verið leiðarstef íslenskrar utanríkisstefnu að þjóðin verði ekki knúin til að velja á milli samstarfs við Norður-Ameríku og Evrópu. Það væri í samræmi við þá meginhagsmuni að stjórnvöld tækju undir tilraunir Bandaríkjanna til að leiða til lykta það ógnvænlega ástand sem nú ríkir í Úkraínu. Vænti þau þess að ESB, fari það sínar eigin leiðir, muni í fyrirsjáanlegri framtíð vísa veginn til friðar í álfunni, gæti það reynst viðsjárvert villuljós. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands m.a. hjá NATO, Sameinuðu þjóðunum, CSCE og ESB.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun