Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 17:46 Kristinn Óskarsson hefur verið einn besti dómari landsins í marga áratugi. Hér sést hann að dæma leik. Vísir/Bára Kristinn Óskarsson er ekki bara einn besti körfuboltadómari Íslands því hann er einnig einn sá leikreyndasti. Hann hefur sterka skoðun á nýrri tillögu fyrir komandi ársþing Körfuknattleikssambands Íslands. Kristinn hefur dæmt í efstu deild síðan löngu fyrir aldarmót og er fyrrum körfuboltadómari ársins. Kristinn bendir á það í nýrri færslu á samfélagmiðlum að nú liggi vond tillaga fyrir ársþingi KKÍ, tilllaga sem fari á skjön við leikreglur. „Í leikreglum (gr. 4.3.3) þá segir að heimalið skuli leika í ljósum búningum og gestalið í dökkum. Þetta einfaldar allan undirbúning og það gerist aldrei að lið mæti með ranga búninga til leiks. Þá er líka tryggt að munur á búningum sé mikill í sjónvarpi. Sama grein heimilar að ef að lið komi sér saman um annað fyrirkomulag þá megi þau semja um það,“ skrifar Kristinn. Tillagan kemur frá Þór á Akureyri en þar er strikað yfir það að heimalið skuli spila í ljósum búningum en útiliðið í dökkum. Þar er lagt til að öll félög skuli hafa yfir að ráða ljósum búningum og dökkum búningum. Félög muni síðan tilkynna KKÍ um það fyrirfram hvaða búningi þau ætli að spila í á heimavelli. „Á léttu nótunum má kannski segja að við Þórsarar séum svo gamaldags að okkur finnst skemmtilegra að Haukar, séu rauðir á heimavelli, Valsarar rauðir, Njarðvíkingar grænir, Keflavík dökkbláir, Stólarnir vínrauðir, Þór Þ grænir og svona mætti lengi telja. Búningar þessara liða og margra annara eru sögufrægir og vilja eflaust flestir stuðningsmenn horfa á sitt lið í réttum litum á heimavelli,“ segir í greinargerð Þórsara. Kristinn er aftur á móti full alvara í mati sínu að því hversu slæm tillagan sé. „Tillagan er vond því hún er breyting á leikreglum sem FIBA er ekki hrifið af. Hún eykur líkur á mistökum og heimild er í leikreglum fyrir t.d. Þór á Akureyri að semja við alla sína gesti að Þór leiki í sínum rauðu búningum ef þeir kjósa það,“ skrifar Kristinn. Kristinn bendir á það að þessi tillaga leysi ekki neitt, heldur eykur hún flækjustig og hættu á mistökum, er á skjön við leikreglur, dregur úr ánægju áhorfenda til lengri tíma og er almennt alger þvæla. KKÍ Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Kristinn hefur dæmt í efstu deild síðan löngu fyrir aldarmót og er fyrrum körfuboltadómari ársins. Kristinn bendir á það í nýrri færslu á samfélagmiðlum að nú liggi vond tillaga fyrir ársþingi KKÍ, tilllaga sem fari á skjön við leikreglur. „Í leikreglum (gr. 4.3.3) þá segir að heimalið skuli leika í ljósum búningum og gestalið í dökkum. Þetta einfaldar allan undirbúning og það gerist aldrei að lið mæti með ranga búninga til leiks. Þá er líka tryggt að munur á búningum sé mikill í sjónvarpi. Sama grein heimilar að ef að lið komi sér saman um annað fyrirkomulag þá megi þau semja um það,“ skrifar Kristinn. Tillagan kemur frá Þór á Akureyri en þar er strikað yfir það að heimalið skuli spila í ljósum búningum en útiliðið í dökkum. Þar er lagt til að öll félög skuli hafa yfir að ráða ljósum búningum og dökkum búningum. Félög muni síðan tilkynna KKÍ um það fyrirfram hvaða búningi þau ætli að spila í á heimavelli. „Á léttu nótunum má kannski segja að við Þórsarar séum svo gamaldags að okkur finnst skemmtilegra að Haukar, séu rauðir á heimavelli, Valsarar rauðir, Njarðvíkingar grænir, Keflavík dökkbláir, Stólarnir vínrauðir, Þór Þ grænir og svona mætti lengi telja. Búningar þessara liða og margra annara eru sögufrægir og vilja eflaust flestir stuðningsmenn horfa á sitt lið í réttum litum á heimavelli,“ segir í greinargerð Þórsara. Kristinn er aftur á móti full alvara í mati sínu að því hversu slæm tillagan sé. „Tillagan er vond því hún er breyting á leikreglum sem FIBA er ekki hrifið af. Hún eykur líkur á mistökum og heimild er í leikreglum fyrir t.d. Þór á Akureyri að semja við alla sína gesti að Þór leiki í sínum rauðu búningum ef þeir kjósa það,“ skrifar Kristinn. Kristinn bendir á það að þessi tillaga leysi ekki neitt, heldur eykur hún flækjustig og hættu á mistökum, er á skjön við leikreglur, dregur úr ánægju áhorfenda til lengri tíma og er almennt alger þvæla.
KKÍ Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira