Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar 9. mars 2025 09:03 Rektorskjör er framundan í Háskóla Íslands. Í framboði er Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild. Hluti af starfi hans sem prófessor er að sinna kennslu í lyfjafræði á þriðja ári í tannlæknisfræði og hefur hann fyrir löngu stimplað sig inn sem einn vinsælasti kennari deildarinnar. Það er því ekki víst að allir nemendur tannlæknadeildar fagni þessu framboði, enda skiljanlegt að vilja ekki missa hann úr kennslu við deildina. En stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Hann skilur vel hvað þarf til að geta helgað sig námi í háskóla að fullu og er tilbúinn að styðja nemendur í baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi. Magnús hefur ekki bara einstaka hæfileika til að umgangast ungt fólk af virðingu og væntumþykju í kennslu, heldur er hann jafnframt afbragðs vísindamaður og hefur djúpan skilning og sterka sýn í heimi vísindanna. Hann veit hvar skórinn kreppir og talar opinskátt um leiðir til úrbóta. Aukin nýsköpun og samkeppnishæfur háskóli í alþjóðlegu samhengi er þar efst á blaði. En fyrst og fremst er Magnús mannvinur og maður samkenndar. Ég er ekki viss um hægt sé að meta áhrif þess, er hann stóð þétt að baki eiginkonu sinni, þegar hún greindi opinberlega frá alvarlegum veikindum sínum. Það þarf hugrekki og þor til að stíga fram á fjölmennu málþingi og greina alþjóð frá þeim dómsdegi sem var í nánd. Í öllu því ferli kom glöggt í ljós hve traustur og hlýr Magnús er. Að búa yfir slíkri reynslu, að geta talað opinskátt um lífið eins og það er á einlægan hátt og halda alltaf áfram með markmiðin á hreinu, er okkur hinum til eftirbreytni. Þess vegna mun ég ekki hika við að kjósa Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor við Háskóla Íslands. Ég veit að hann mun hafa markmiðin á hreinu og halda öllum ráðamönnum rækilega við efnið, verði hann kjörinn. Höfundur er lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Rektorskjör er framundan í Háskóla Íslands. Í framboði er Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild. Hluti af starfi hans sem prófessor er að sinna kennslu í lyfjafræði á þriðja ári í tannlæknisfræði og hefur hann fyrir löngu stimplað sig inn sem einn vinsælasti kennari deildarinnar. Það er því ekki víst að allir nemendur tannlæknadeildar fagni þessu framboði, enda skiljanlegt að vilja ekki missa hann úr kennslu við deildina. En stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Hann skilur vel hvað þarf til að geta helgað sig námi í háskóla að fullu og er tilbúinn að styðja nemendur í baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi. Magnús hefur ekki bara einstaka hæfileika til að umgangast ungt fólk af virðingu og væntumþykju í kennslu, heldur er hann jafnframt afbragðs vísindamaður og hefur djúpan skilning og sterka sýn í heimi vísindanna. Hann veit hvar skórinn kreppir og talar opinskátt um leiðir til úrbóta. Aukin nýsköpun og samkeppnishæfur háskóli í alþjóðlegu samhengi er þar efst á blaði. En fyrst og fremst er Magnús mannvinur og maður samkenndar. Ég er ekki viss um hægt sé að meta áhrif þess, er hann stóð þétt að baki eiginkonu sinni, þegar hún greindi opinberlega frá alvarlegum veikindum sínum. Það þarf hugrekki og þor til að stíga fram á fjölmennu málþingi og greina alþjóð frá þeim dómsdegi sem var í nánd. Í öllu því ferli kom glöggt í ljós hve traustur og hlýr Magnús er. Að búa yfir slíkri reynslu, að geta talað opinskátt um lífið eins og það er á einlægan hátt og halda alltaf áfram með markmiðin á hreinu, er okkur hinum til eftirbreytni. Þess vegna mun ég ekki hika við að kjósa Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor við Háskóla Íslands. Ég veit að hann mun hafa markmiðin á hreinu og halda öllum ráðamönnum rækilega við efnið, verði hann kjörinn. Höfundur er lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar