Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar 10. mars 2025 10:31 Hver hefur ekki hugsað: „Hvað er ég eiginlega að gera í skólanum?“ Skólinn var ekki fyrir mig, hann var ekki byggður fyrir mínar hugmyndir, hæfileika eða drauma. Ég var alltaf að spyrja mig sjálfan: Af hverju mátti ég ekki læra meira í smíðum, að byggja, móta og skapa með höndunum? Af hverju var ekki tekið mark á því hvernig ég gæti nýtt hæfileikana mína til að verða framúrskarandi í gegnum mína styrkleika? Af hverju mátti ég ekki læra töfrabrögð, ég vildi læra hvernig maður gæti opnað augu fólks fyrir töfrum, skapað augnablik sem fyllir hjarta fólks með undrun. Af hverju mátti ég ekki skrifa ævintýrasögur, láta ímyndunaraflið flæða og skapa heima þar sem allt er mögulegt, en enginn spurði mig hvort ég vildi nýta það? Af hverju var ekki námsefnið tengt raunveruleikanum, tengt því sem ég ætlaði að verða og því sem ég ætlaði að skapa? Í stað þess að finna sjálfan mig í skólanum fann ég bara box, markmið sem ég gat ekki tengst og á meðan ég var að leita að sjálfum mér í því sem var að gerast í kringum mig, voru mér settar reglur og próf sem virtust vera óviðkomandi. Ég hugsaði enn og aftur: Hvað er ég eiginlega að gera hérna? Ég fann að ég var ekki með í þessu, ég vildi vera meira. Ég vildi verða framúrskarandi smiður, töframaður og rithöfundur. Af hverju eru skólarnir ekki byggðir fyrir okkur, fyrir það sem við getum orðið? Ímyndaðu þér draumaskólann Á hverjum degi vaknar þú uppfullur af tilhlökkun og gleði því þú ert á leiðinni í draumaskólann! Skólinn er ekki lengur staður þar sem þú þarft að mæta, hann er staður þar sem þú vilt vera. Það er staður sem nærir forvitni þína, lætur drauma þína verða að veruleika. Í stað þess að ganga inn í þungar skólastofur með röðum af borðum og töflu sem enginn nennir að horfa á, gengur þú inn í rými sem er hannað fyrir þig. Það er hönnunarstofa þar sem þú vinnur að eigin verkefnum með öðrum sem deila sama eldmóð. Það er tæknilab þar sem þú lærir að nýta nýjustu hugbúnaðartæknina, þróar hugmyndir sem munu móta framtíðina, býrð til app sem breytir hvernig við tengjumst heiminum. Það er leikhús þar sem þú finnur rödd þína, tekur þátt í að búa til sýningar sem fara beint í hjarta áhorfenda, þar sem þú býrð til töfrana sem virkilega breyta lífum fólks. Hér ert þú ekki bara nemandi þú ert listamaður og frumkvöðull í eigin lífi. Þú færð að byggja, skapa og lifa í þeim heimi sem þú vilt sjá. Þetta er skóli þar sem þú færð ekki bara verkefni til að leysa, þú tekur þátt í að móta samfélag, í að bæta heiminn, í að leysa raunveruleg vandamál sem hafa áhrif á líf okkar allra. Þetta er ekki bara skóli sem segir „farðu og lærðu“ þetta er skóli sem segir „farðu og búðu til heiminn sem þú vilt lifa í.“ Í stað þess að mæta bara í próf sem byggjast á því að læra og gleyma, þá færðu að búa til eitthvað sem lifir áfram, á eigin tíma, á eigin forsendum. Hér ertu ekki bara að bæta eigin frammistöðu, þú ert að bæta heildina. Þú ert að breyta því hvernig við tengjumst, hvernig við lærum, hvernig við lifum. Ímyndaðu þér... Ég væri búinn að skrifa margar ævintýrasögur. Ég hefði skapað nýja heima, dregið upp undraveröld sem áður var bara í höfðinu á mér, en nú væru þær orðnar alvöru, tilbúnar til birtingar. Bækur sem myndu láta fólk finna fyrir töfrum hugmyndaflugsins! þar sem hugmyndir mínar yrðu að lifandi veruleika, sýndar fyrir heiminn sem bók eða kvikmynd, sem hefði áhrif á hugsanir og hjörtu fólks. Ég væri orðinn meistari í töfrabrögðum. Ég hefði lært hvernig ég gæti töfrað fram gleði og undrun hjá fólki. Ég hefði ekki bara æft mig í að sýna töfrabrögð, heldur skapað mína eigin töfrasýningar, minn eigin stíl, mína eigin leyndardóma sem gætu fært fólki þá sömu undrun og gleði sem ég sjálfur fann fyrir sem barn. Ég hefði nýtt smíðatíma í að búa til mínar eigin sjónhverfingar. Ég hefði hannað sérsniðin tæki og búnað fyrir sýningarnar mínar, búið til sviðsmyndir, falin rými, spegla og allt sem myndi gera töfrana mína enn sannfærandi og dularfulla. Við þurfum að krefjast þess að framtíðin sé byggð á draumum, sköpun og hugmyndum sem eru stærri en nútíminn. Núverandi kerfi er kassagerð. Þetta er kerfi sem lokar fyrir hæfileika okkar. Ef við höldum áfram að fylgja gömlum reglum, þá gætum við alveg eins sagt: „Farðu í kassann,“ en það er ekki okkar framtíð. Í draumaskólanum segjum við: „Farðu út í heiminn! Farðu að breyta heiminum, lærðu á eigin forsendum, skapaðu það sem þú brennur fyrir. Þínir draumar skipta máli.Hér skiptir þú máli.Hér ert þú frjáls.“ Kæri kennari, foreldri, samfélag,Ég vil ekki verða annar múrsteinn í veggnum. Gefið mér tækifæri til að sýna ykkur hver ég er, og í staðinn skal ég sýna ykkur að ég bý yfir stórkostlegum hæfileikum. Ég get opnað augun ykkar fyrir stórglæsilegum heimi, nýrri sýn og nýjum möguleikum. Kveðja, nemandinn, barnið, listamaðurinn. Ég á mér draum.Draum um að skrifa sögur sem lifa áfram eftir mig.Draum um að töfra fram gleði og undrun hjá fólki.Draum um að byggja, skapa og sjá hugmyndir mínar verða að veruleika.Ef ég á mér draum, þá eigum við það öll. Draumaskólinn er þar sem ég fæ að vera framúrskarandi einstaklingur, þar sem hæfileikar mínir og áhugasvið leiða mig áfram, og þar sem ég fæ að vaxa og breyti heiminum með því sem ég brenn fyrir. Draumaskólinn er ekki bara framtíðarsýn, hann er rétt handan við hornið ef við höfum hugrekki til að kalla eftir honum. Höfundur er töframaður, smiður og rithöfundur. https://www.youtube.com/watch?v=tHNBmso1-rU https://www.youtube.com/watch?v=SwjitDH53dc https://www.youtube.com/watch?v=J5yvgBRzXrg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hver hefur ekki hugsað: „Hvað er ég eiginlega að gera í skólanum?“ Skólinn var ekki fyrir mig, hann var ekki byggður fyrir mínar hugmyndir, hæfileika eða drauma. Ég var alltaf að spyrja mig sjálfan: Af hverju mátti ég ekki læra meira í smíðum, að byggja, móta og skapa með höndunum? Af hverju var ekki tekið mark á því hvernig ég gæti nýtt hæfileikana mína til að verða framúrskarandi í gegnum mína styrkleika? Af hverju mátti ég ekki læra töfrabrögð, ég vildi læra hvernig maður gæti opnað augu fólks fyrir töfrum, skapað augnablik sem fyllir hjarta fólks með undrun. Af hverju mátti ég ekki skrifa ævintýrasögur, láta ímyndunaraflið flæða og skapa heima þar sem allt er mögulegt, en enginn spurði mig hvort ég vildi nýta það? Af hverju var ekki námsefnið tengt raunveruleikanum, tengt því sem ég ætlaði að verða og því sem ég ætlaði að skapa? Í stað þess að finna sjálfan mig í skólanum fann ég bara box, markmið sem ég gat ekki tengst og á meðan ég var að leita að sjálfum mér í því sem var að gerast í kringum mig, voru mér settar reglur og próf sem virtust vera óviðkomandi. Ég hugsaði enn og aftur: Hvað er ég eiginlega að gera hérna? Ég fann að ég var ekki með í þessu, ég vildi vera meira. Ég vildi verða framúrskarandi smiður, töframaður og rithöfundur. Af hverju eru skólarnir ekki byggðir fyrir okkur, fyrir það sem við getum orðið? Ímyndaðu þér draumaskólann Á hverjum degi vaknar þú uppfullur af tilhlökkun og gleði því þú ert á leiðinni í draumaskólann! Skólinn er ekki lengur staður þar sem þú þarft að mæta, hann er staður þar sem þú vilt vera. Það er staður sem nærir forvitni þína, lætur drauma þína verða að veruleika. Í stað þess að ganga inn í þungar skólastofur með röðum af borðum og töflu sem enginn nennir að horfa á, gengur þú inn í rými sem er hannað fyrir þig. Það er hönnunarstofa þar sem þú vinnur að eigin verkefnum með öðrum sem deila sama eldmóð. Það er tæknilab þar sem þú lærir að nýta nýjustu hugbúnaðartæknina, þróar hugmyndir sem munu móta framtíðina, býrð til app sem breytir hvernig við tengjumst heiminum. Það er leikhús þar sem þú finnur rödd þína, tekur þátt í að búa til sýningar sem fara beint í hjarta áhorfenda, þar sem þú býrð til töfrana sem virkilega breyta lífum fólks. Hér ert þú ekki bara nemandi þú ert listamaður og frumkvöðull í eigin lífi. Þú færð að byggja, skapa og lifa í þeim heimi sem þú vilt sjá. Þetta er skóli þar sem þú færð ekki bara verkefni til að leysa, þú tekur þátt í að móta samfélag, í að bæta heiminn, í að leysa raunveruleg vandamál sem hafa áhrif á líf okkar allra. Þetta er ekki bara skóli sem segir „farðu og lærðu“ þetta er skóli sem segir „farðu og búðu til heiminn sem þú vilt lifa í.“ Í stað þess að mæta bara í próf sem byggjast á því að læra og gleyma, þá færðu að búa til eitthvað sem lifir áfram, á eigin tíma, á eigin forsendum. Hér ertu ekki bara að bæta eigin frammistöðu, þú ert að bæta heildina. Þú ert að breyta því hvernig við tengjumst, hvernig við lærum, hvernig við lifum. Ímyndaðu þér... Ég væri búinn að skrifa margar ævintýrasögur. Ég hefði skapað nýja heima, dregið upp undraveröld sem áður var bara í höfðinu á mér, en nú væru þær orðnar alvöru, tilbúnar til birtingar. Bækur sem myndu láta fólk finna fyrir töfrum hugmyndaflugsins! þar sem hugmyndir mínar yrðu að lifandi veruleika, sýndar fyrir heiminn sem bók eða kvikmynd, sem hefði áhrif á hugsanir og hjörtu fólks. Ég væri orðinn meistari í töfrabrögðum. Ég hefði lært hvernig ég gæti töfrað fram gleði og undrun hjá fólki. Ég hefði ekki bara æft mig í að sýna töfrabrögð, heldur skapað mína eigin töfrasýningar, minn eigin stíl, mína eigin leyndardóma sem gætu fært fólki þá sömu undrun og gleði sem ég sjálfur fann fyrir sem barn. Ég hefði nýtt smíðatíma í að búa til mínar eigin sjónhverfingar. Ég hefði hannað sérsniðin tæki og búnað fyrir sýningarnar mínar, búið til sviðsmyndir, falin rými, spegla og allt sem myndi gera töfrana mína enn sannfærandi og dularfulla. Við þurfum að krefjast þess að framtíðin sé byggð á draumum, sköpun og hugmyndum sem eru stærri en nútíminn. Núverandi kerfi er kassagerð. Þetta er kerfi sem lokar fyrir hæfileika okkar. Ef við höldum áfram að fylgja gömlum reglum, þá gætum við alveg eins sagt: „Farðu í kassann,“ en það er ekki okkar framtíð. Í draumaskólanum segjum við: „Farðu út í heiminn! Farðu að breyta heiminum, lærðu á eigin forsendum, skapaðu það sem þú brennur fyrir. Þínir draumar skipta máli.Hér skiptir þú máli.Hér ert þú frjáls.“ Kæri kennari, foreldri, samfélag,Ég vil ekki verða annar múrsteinn í veggnum. Gefið mér tækifæri til að sýna ykkur hver ég er, og í staðinn skal ég sýna ykkur að ég bý yfir stórkostlegum hæfileikum. Ég get opnað augun ykkar fyrir stórglæsilegum heimi, nýrri sýn og nýjum möguleikum. Kveðja, nemandinn, barnið, listamaðurinn. Ég á mér draum.Draum um að skrifa sögur sem lifa áfram eftir mig.Draum um að töfra fram gleði og undrun hjá fólki.Draum um að byggja, skapa og sjá hugmyndir mínar verða að veruleika.Ef ég á mér draum, þá eigum við það öll. Draumaskólinn er þar sem ég fæ að vera framúrskarandi einstaklingur, þar sem hæfileikar mínir og áhugasvið leiða mig áfram, og þar sem ég fæ að vaxa og breyti heiminum með því sem ég brenn fyrir. Draumaskólinn er ekki bara framtíðarsýn, hann er rétt handan við hornið ef við höfum hugrekki til að kalla eftir honum. Höfundur er töframaður, smiður og rithöfundur. https://www.youtube.com/watch?v=tHNBmso1-rU https://www.youtube.com/watch?v=SwjitDH53dc https://www.youtube.com/watch?v=J5yvgBRzXrg
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun