Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. mars 2025 09:03 Gísli hefur gert vel á skömmum tíma í Póllandi en ljóst er að leiktíð hans er lokið. Mynd: Lech Poznan Gísli Gottskálk Þórðarson hefur farið glimrandi vel af stað hjá nýju liði í Póllandi og bankaði á dyrnar í íslenska A-landsliðinu þegar hann varð fyrir miklu áfalli. Útlit er fyrir að leiktíð hans sé lokið. Gísli skipti frá Víkingi til pólska stórliðsins Lech Poznan í janúar. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur vann hann sér fljótt inn sæti hjá toppliði Póllands og allt í blóma. En eftir samstuð og fall á æfingu í síðustu viku breyttist staðan fljótt þegar Gísli fór úr axlarlið í annað skipti á ævinni. „Ég man ég kallaði um leið að ég hafi farið úr axlarlið, því ég mundi hvernig tilfinningin var og heyrði hljóðið. Þetta var frekar sársaukafullt en ég lærði af fyrri reynslunni að það er gott að koma þér aftur í liðinn sem fyrst,“ segir Gísli um atvikið. „Ég lá þarna í einhverjum sársauka öskrandi á menn að koma mér í liðinn sem fyrst. Þetta er leiðinleg tímasetning vegna þess að ég vissi að ég yrði utan vallar í einhvern tíma en ég bjóst kannski ekki alveg við að ég þyrfti að fara í aðgerð og vera frá út tímabilið,“ segir Gísli sem verður frá í fjóra til fimm mánuði eftir aðgerðina. Hefði getað verið í landsliðinu Líkt og segir að ofan hefur Gísli spilað vel í Póllandi og Lech gengur vel, er á toppi deildarinnar. Hann var orðaður við landsliðssæti en Arnar Gunnlaugsson, sem þjálfaði hann hjá Víkingi, opinberar sinn fyrsta landsliðshóp á morgun. Tímasetningin er því bagaleg. „Það er ekkert hægt að ljúga því. Þetta er alvöru skellur. Maður reynir bara að hlæja að þessu, af því að þetta er þannig leiðinleg tímasetning. Við erum á toppnum í deildinni hérna úti og ég er búinn að koma sterkt inn og spila meira en ég bjóst við,“ „Svo er landsleikjapása og hvort sem það hefði orðið A-landsliðið eða U21, þetta er alveg leiðinleg tímasetning. Ég get ekki logið því,“ segir Gísli Fer í aðgerð í dag Gísli hefur farið úr axlarlið áður og aukin tíðni slíkra meiðsla eykur hættu á að þau endurtaki sig. Í þetta skipti varð einnig töluverður liðbandaskaði og meiðslin töluvert verri en í fyrra skiptið. Gísli Gottskálk eyðir líklega meiri tíma í æfingasalnum en á fótboltavellinum næstu mánuði.Mynd: Lech Poznan Hann hitti sérfræðing í Poznan fyrir helgi sem ákvað að best væri fyrir hann að fara beint í aðgerð. Sú aðgerð fer fram í dag og ljóst að hann spilar ekki fótbolta aftur fyrr en næsta haust. „Það þýðir ekkert pæla of mikið í þessu eða að draga sig niður. Tíminn líður svo fljótt í fótbolta að áður en þú veist af verð ég kominn aftur á völlinn,“ segir Gísli brattur, þrátt fyrir allt. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46 Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38 Mest lesið Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Gísli skipti frá Víkingi til pólska stórliðsins Lech Poznan í janúar. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur vann hann sér fljótt inn sæti hjá toppliði Póllands og allt í blóma. En eftir samstuð og fall á æfingu í síðustu viku breyttist staðan fljótt þegar Gísli fór úr axlarlið í annað skipti á ævinni. „Ég man ég kallaði um leið að ég hafi farið úr axlarlið, því ég mundi hvernig tilfinningin var og heyrði hljóðið. Þetta var frekar sársaukafullt en ég lærði af fyrri reynslunni að það er gott að koma þér aftur í liðinn sem fyrst,“ segir Gísli um atvikið. „Ég lá þarna í einhverjum sársauka öskrandi á menn að koma mér í liðinn sem fyrst. Þetta er leiðinleg tímasetning vegna þess að ég vissi að ég yrði utan vallar í einhvern tíma en ég bjóst kannski ekki alveg við að ég þyrfti að fara í aðgerð og vera frá út tímabilið,“ segir Gísli sem verður frá í fjóra til fimm mánuði eftir aðgerðina. Hefði getað verið í landsliðinu Líkt og segir að ofan hefur Gísli spilað vel í Póllandi og Lech gengur vel, er á toppi deildarinnar. Hann var orðaður við landsliðssæti en Arnar Gunnlaugsson, sem þjálfaði hann hjá Víkingi, opinberar sinn fyrsta landsliðshóp á morgun. Tímasetningin er því bagaleg. „Það er ekkert hægt að ljúga því. Þetta er alvöru skellur. Maður reynir bara að hlæja að þessu, af því að þetta er þannig leiðinleg tímasetning. Við erum á toppnum í deildinni hérna úti og ég er búinn að koma sterkt inn og spila meira en ég bjóst við,“ „Svo er landsleikjapása og hvort sem það hefði orðið A-landsliðið eða U21, þetta er alveg leiðinleg tímasetning. Ég get ekki logið því,“ segir Gísli Fer í aðgerð í dag Gísli hefur farið úr axlarlið áður og aukin tíðni slíkra meiðsla eykur hættu á að þau endurtaki sig. Í þetta skipti varð einnig töluverður liðbandaskaði og meiðslin töluvert verri en í fyrra skiptið. Gísli Gottskálk eyðir líklega meiri tíma í æfingasalnum en á fótboltavellinum næstu mánuði.Mynd: Lech Poznan Hann hitti sérfræðing í Poznan fyrir helgi sem ákvað að best væri fyrir hann að fara beint í aðgerð. Sú aðgerð fer fram í dag og ljóst að hann spilar ekki fótbolta aftur fyrr en næsta haust. „Það þýðir ekkert pæla of mikið í þessu eða að draga sig niður. Tíminn líður svo fljótt í fótbolta að áður en þú veist af verð ég kominn aftur á völlinn,“ segir Gísli brattur, þrátt fyrir allt.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46 Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38 Mest lesið Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46
Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38