Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar 12. mars 2025 10:01 Kosningum í VR lýkur kl. 12 á morgun, fimmtudag. Í framboði mínu til formanns hef ég notið þeirra forréttinda að fá að hitta og heyra í ótal mörgum félögum í VR. Mig langar að þakka fyrir öll þau gefandi og krefjandi samtöl sem ég hef átt á undanförnum vikum, á vinnustöðum, úti í búð, í síma, heita pottinum og hvar sem er. Þau samtöl öll hafa verið mér ómetanleg í að skilja enn betur hvað brennur á félagsfólki VR og um leið hvatning í baráttunni. Ég er sannfærður um að við getum gert félagið okkar sterkara og virkjað félagana betur. Það er rúmur sólarhringur þangað til kosningum til formanns og stjórnar VR lýkur. Við höfum núna frábært tækifæri til að koma á verklagi í VR þar sem við vinnum öll saman fyrir bættum kjörum og hag alls félagsfólks. Við þurfum að sameina félagið og tryggja með styrk okkar og samstöðu að við komum að öllum málum sem varða okkar félagsfólk. Við eigum að stíga enn frekari skref í húsnæðismálum og tryggja að stjórnvöld og aðrir aðilar standi við sín loforð sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga. Það hefur verið áhugavert að sjá að eftir því sem líður á þessa kosningabaráttu hafa aðrir formannsframbjóðendur tekið undir með mér um nauðsyn þess að sameina félagið og vinna fyrir allt félagsfólk. Það var ekki endilega þannig í upphafi baráttunnar, en það er fagnaðarefni að þessi hugsun er komin á oddinn og hvernig sem kosningarnar fara er ég stoltur af því að hafa komið þessum áherslumálum að. Við erum svo heppin að í framboði til stjórnar er stór hópur af öflugu fólki sem allt mun sóma sér vel í stjórn VR. Það er dæmi um félagsauðinn í VR sem við þurfum að vera duglegri að nýta á öllum sviðum. Kæru félagar. Ég hef á undangengnum vikum lagt mig allan fram í því að koma því á framfæri hvernig ég vil að VR starfi og sæki fram og af hverju ég yrði góður formaður í öflugum forystuhópi í félaginu. Ég skora á okkur öll að nýta kosningaréttinn, velja kraftmikinn formann og gera þannig félagið okkar ennþá öflugra. Áfram VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Kosningum í VR lýkur kl. 12 á morgun, fimmtudag. Í framboði mínu til formanns hef ég notið þeirra forréttinda að fá að hitta og heyra í ótal mörgum félögum í VR. Mig langar að þakka fyrir öll þau gefandi og krefjandi samtöl sem ég hef átt á undanförnum vikum, á vinnustöðum, úti í búð, í síma, heita pottinum og hvar sem er. Þau samtöl öll hafa verið mér ómetanleg í að skilja enn betur hvað brennur á félagsfólki VR og um leið hvatning í baráttunni. Ég er sannfærður um að við getum gert félagið okkar sterkara og virkjað félagana betur. Það er rúmur sólarhringur þangað til kosningum til formanns og stjórnar VR lýkur. Við höfum núna frábært tækifæri til að koma á verklagi í VR þar sem við vinnum öll saman fyrir bættum kjörum og hag alls félagsfólks. Við þurfum að sameina félagið og tryggja með styrk okkar og samstöðu að við komum að öllum málum sem varða okkar félagsfólk. Við eigum að stíga enn frekari skref í húsnæðismálum og tryggja að stjórnvöld og aðrir aðilar standi við sín loforð sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga. Það hefur verið áhugavert að sjá að eftir því sem líður á þessa kosningabaráttu hafa aðrir formannsframbjóðendur tekið undir með mér um nauðsyn þess að sameina félagið og vinna fyrir allt félagsfólk. Það var ekki endilega þannig í upphafi baráttunnar, en það er fagnaðarefni að þessi hugsun er komin á oddinn og hvernig sem kosningarnar fara er ég stoltur af því að hafa komið þessum áherslumálum að. Við erum svo heppin að í framboði til stjórnar er stór hópur af öflugu fólki sem allt mun sóma sér vel í stjórn VR. Það er dæmi um félagsauðinn í VR sem við þurfum að vera duglegri að nýta á öllum sviðum. Kæru félagar. Ég hef á undangengnum vikum lagt mig allan fram í því að koma því á framfæri hvernig ég vil að VR starfi og sæki fram og af hverju ég yrði góður formaður í öflugum forystuhópi í félaginu. Ég skora á okkur öll að nýta kosningaréttinn, velja kraftmikinn formann og gera þannig félagið okkar ennþá öflugra. Áfram VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar