„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson og Svanhildur Óskarsdóttir skrifa 11. mars 2025 16:03 Fyrir um 35 árum sat harðsnúið lið í kjallara einum við Vesturgötu, rakaði saman fróðleik um heima og geima, þeim traustasta sem völ var á, og matreiddi á prenti undir heitinu Íslensk alfræðiorðabók Arnar og Örlygs sem kom út í þremur bindum árið 1990. Internetið var rétt ókomið til skjalanna – og orðabókin hefði áreiðanlega birst á vef, hefði verið lagt ögn seinna af stað í þetta ævintýri – en allur umbúnaður vinnunnar var þó með nútíma brag, textinn saminn inn í tölvuviðmót með grænleitum stöfum á svörtum skjá og utan um alla gagnageymslu hélt ungur náungi, Björn Þorsteinsson að nafni. Hann var maður framtíðarinnar, skildi tölvurnar betur en við hin, en nýtti sér fornöldina til þess að skóla okkur í réttum vinnubrögðum: Á áberandi stað í þessu þrönga vinnurými var stór mynd af Seifi yfirguði, ætluð til þess að minna okkur á að vista vinnuna jafnóðum. Þarna fóru saman ýmsir góðir eiginleikar Björns, sem nú býður sig fram til að leiða Háskóla Íslands mót framtíðinni. Þekking, bæði á hinu forna og nýja; skilningur á samstarfsfólkinu, færni þess og takmörkunum; og húmorinn og hlýjan sem sveipaði ráðleggingarnar í kjallaranum við Vesturgötu hafa fylgt honum síðan, magnast upp og þroskast. Eftir að samstarfi okkar við alfræðiorðabókina lauk, höfum við fylgst með Birni aukast að íþrótt og frægð. Frumkvöðlastarf hans við mótun Háskóla unga fólksins setti hann strax inn í helstu króka og kima háskólalífsins og með akademískum störfum sínum við skólann hefur hann vaxið til forystu á sínu fræðasviði og verið valinn til að standa í stafni í hverju verkefninu á fætur öðru – auk þess að sinna eigin rannsóknum og vera um tíu ára skeið trúað fyrir ritstjórn virðulegustu ritraðar landsins: Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. Ferill Björns tekur af öll tvímæli um það traust sem hann nýtur meðal samstarfsfólks síns. Honum er einkar lagið að laða fram það besta í þeim sem hann vinnur með og stefnumál hans í rektorskjörinu kjarna það sem er efst á baugi í háskólasamfélaginu á okkar síbreytilegu tímum: hættur sem steðja að akademísku frelsi, vanfjármögnun háskóla og mikilvægi mennskunnar í rannsóknum, þekkingarsköpun og miðlun – að ógleymdri áherslunni á að bæta starfsandann meðal okkar allra á háskólalóðinni. Við fyrrum samstarfsfólk Björns af Vesturgötunni getum því heils hugar mælt með honum til rektors Háskóla Íslands. Höfundar eru rannsóknarprófessorar á menningarsviði Árnastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir um 35 árum sat harðsnúið lið í kjallara einum við Vesturgötu, rakaði saman fróðleik um heima og geima, þeim traustasta sem völ var á, og matreiddi á prenti undir heitinu Íslensk alfræðiorðabók Arnar og Örlygs sem kom út í þremur bindum árið 1990. Internetið var rétt ókomið til skjalanna – og orðabókin hefði áreiðanlega birst á vef, hefði verið lagt ögn seinna af stað í þetta ævintýri – en allur umbúnaður vinnunnar var þó með nútíma brag, textinn saminn inn í tölvuviðmót með grænleitum stöfum á svörtum skjá og utan um alla gagnageymslu hélt ungur náungi, Björn Þorsteinsson að nafni. Hann var maður framtíðarinnar, skildi tölvurnar betur en við hin, en nýtti sér fornöldina til þess að skóla okkur í réttum vinnubrögðum: Á áberandi stað í þessu þrönga vinnurými var stór mynd af Seifi yfirguði, ætluð til þess að minna okkur á að vista vinnuna jafnóðum. Þarna fóru saman ýmsir góðir eiginleikar Björns, sem nú býður sig fram til að leiða Háskóla Íslands mót framtíðinni. Þekking, bæði á hinu forna og nýja; skilningur á samstarfsfólkinu, færni þess og takmörkunum; og húmorinn og hlýjan sem sveipaði ráðleggingarnar í kjallaranum við Vesturgötu hafa fylgt honum síðan, magnast upp og þroskast. Eftir að samstarfi okkar við alfræðiorðabókina lauk, höfum við fylgst með Birni aukast að íþrótt og frægð. Frumkvöðlastarf hans við mótun Háskóla unga fólksins setti hann strax inn í helstu króka og kima háskólalífsins og með akademískum störfum sínum við skólann hefur hann vaxið til forystu á sínu fræðasviði og verið valinn til að standa í stafni í hverju verkefninu á fætur öðru – auk þess að sinna eigin rannsóknum og vera um tíu ára skeið trúað fyrir ritstjórn virðulegustu ritraðar landsins: Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. Ferill Björns tekur af öll tvímæli um það traust sem hann nýtur meðal samstarfsfólks síns. Honum er einkar lagið að laða fram það besta í þeim sem hann vinnur með og stefnumál hans í rektorskjörinu kjarna það sem er efst á baugi í háskólasamfélaginu á okkar síbreytilegu tímum: hættur sem steðja að akademísku frelsi, vanfjármögnun háskóla og mikilvægi mennskunnar í rannsóknum, þekkingarsköpun og miðlun – að ógleymdri áherslunni á að bæta starfsandann meðal okkar allra á háskólalóðinni. Við fyrrum samstarfsfólk Björns af Vesturgötunni getum því heils hugar mælt með honum til rektors Háskóla Íslands. Höfundar eru rannsóknarprófessorar á menningarsviði Árnastofnunar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun