Innlent

Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um mann­dráp

Jón Ísak Ragnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir teygðu sig yfir í Kópavog í dag, þegar maður var handtekinn eftir eftirför lögreglu.
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir teygðu sig yfir í Kópavog í dag, þegar maður var handtekinn eftir eftirför lögreglu. Vísir/Sigurjón

Sex eru í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna andláts karlmanns snemma í morgun. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að rannsókn málsins væri á frumstigum og málið væri rannsakað sem manndráp. Fimm væru í haldi lögreglunnar í tengslum við rannsóknina.

Sjötti var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Kópavogi síðdegis í dag.

Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.


Tengdar fréttir

Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×