Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2025 14:50 Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/skjáskot Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, hefur verið skipuð formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu næstu fjögur árin. Lögmennirnir Flosi Hrafn Sigurðsson og Kristín Edwald lögmaður verða með Margréti í nefndinni. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Skúli Þór Gunnsteinsson lætur af störfum sem formaður nefndarinnar og Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður sömuleiðis. Kristín Edwald heldur áfram störfum fyrir nefndina. Margrét og Flosi, sem koma inn í nefndina, hafa verið varamenn í nefndinni undanfarin fjögur ár. Ábendingar frá almennum borgurum Nefndin hefur það hlutverk að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Nefndin tekur við kærum á hendur starfsmönnum lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans og tekur til meðferðar kvartanir vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Þá hefur nefndin heimild til að taka atvik og verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði þegar hún telur tilefni til. Samkvæmt 2. mgr. 35. gr. lögreglulaga skal nefnd um eftirlit með störfum lögreglu skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu nefndarmenn hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar en hinir tveir skulu tilnefndir, annars vegar af Mannréttindaskrifstofu Íslands og hins vegar af Lögmannafélagi Íslands. Varamenn eru tilnefndir og skipaðir á sama hátt. Nefndarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára í senn. Flosi Hrafn er tilnefndur af Mannréttindaskrifstofu Íslands en Kristín af Lögmannafélaginu. Varamaður Margrétar verður dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, og aðrir varamenn verða Þorbjörg Inga, lögmaður, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands og Elimar Hauksson, lögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands. Vistaskipti Lögmennska Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Skúli Þór Gunnsteinsson lætur af störfum sem formaður nefndarinnar og Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður sömuleiðis. Kristín Edwald heldur áfram störfum fyrir nefndina. Margrét og Flosi, sem koma inn í nefndina, hafa verið varamenn í nefndinni undanfarin fjögur ár. Ábendingar frá almennum borgurum Nefndin hefur það hlutverk að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Nefndin tekur við kærum á hendur starfsmönnum lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans og tekur til meðferðar kvartanir vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Þá hefur nefndin heimild til að taka atvik og verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði þegar hún telur tilefni til. Samkvæmt 2. mgr. 35. gr. lögreglulaga skal nefnd um eftirlit með störfum lögreglu skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu nefndarmenn hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar en hinir tveir skulu tilnefndir, annars vegar af Mannréttindaskrifstofu Íslands og hins vegar af Lögmannafélagi Íslands. Varamenn eru tilnefndir og skipaðir á sama hátt. Nefndarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára í senn. Flosi Hrafn er tilnefndur af Mannréttindaskrifstofu Íslands en Kristín af Lögmannafélaginu. Varamaður Margrétar verður dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, og aðrir varamenn verða Þorbjörg Inga, lögmaður, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands og Elimar Hauksson, lögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands.
Vistaskipti Lögmennska Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira