Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar 12. mars 2025 11:02 Um þessar mundir fer fram kosning til formanns VR. Þar er í framboði maður sem undirritaður ber ómælda virðingu fyrir. Flosi Eiríksson hefur verið dyggur þjónn í þágu lands og þjóðar í áratugi. Flosi er örlátur á tíma sinn og krafta, og hefur unnið ötullega fyrir hagsmunum okkar í bæjarstjórn, innan íþróttahreyfingarinnar og innan verkalýðshreyfingarinnar, sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi hefur lagt áherslu á að sameina verkalýðshreyfinguna um það sem skiptir máli. Það er nóg komið af deilum innan hreyfingarinnar um mál sem snertir venjulegt fólk lítið sem ekkert, deilur sem snúast fyrst og fremst um persónur innan veggja VR en ekki um hagsmuni vinnandi fólks. Það hefur veikt hreyfinguna, og þar með kaup okkar og kjör. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við sammála um aðalatriðin og það eru aðalatriðin sem ættu að skipta máli. Flosi er sameiningaraflið sem VR nauðsynlega þarf, sem stendur utan karpandi fylkinga, og getur beint kröftum félagsins í skynsamlega verkalýðsbaráttu sem snýst um efnahagsleg kjör félagsmanna. Einhverjir kynnu að segja að „skynsamleg“ verkalýðsbarátta feli í sér veika verkalýðsbaráttu en hér fer því fjarri. Flosi er maður sem setur fram ýtrustu kröfur, er með bein í nefinu, og stendur í lappirnar. Hann gerir það þó án þess að missa sjónar á markmiðinu og án þess að láta koma sér úr jafnvægi. Flosi er með heitt hjarta en kaldan haus — fersk innkoma sem mun hjálpa hreyfingunni að endurheimta fókus á það sem skiptir máli: að vinna af samheldni fyrir bættum kjörum og réttindum í þágu félagsmanna. Þess vegna styð ég Flosa í formanninn og þess vegna ættir þú að gera það líka. Höfundur er lögfræðingur búsettur í Danmörku og fyrrum félagsmaður í VR til margra ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fer fram kosning til formanns VR. Þar er í framboði maður sem undirritaður ber ómælda virðingu fyrir. Flosi Eiríksson hefur verið dyggur þjónn í þágu lands og þjóðar í áratugi. Flosi er örlátur á tíma sinn og krafta, og hefur unnið ötullega fyrir hagsmunum okkar í bæjarstjórn, innan íþróttahreyfingarinnar og innan verkalýðshreyfingarinnar, sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi hefur lagt áherslu á að sameina verkalýðshreyfinguna um það sem skiptir máli. Það er nóg komið af deilum innan hreyfingarinnar um mál sem snertir venjulegt fólk lítið sem ekkert, deilur sem snúast fyrst og fremst um persónur innan veggja VR en ekki um hagsmuni vinnandi fólks. Það hefur veikt hreyfinguna, og þar með kaup okkar og kjör. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við sammála um aðalatriðin og það eru aðalatriðin sem ættu að skipta máli. Flosi er sameiningaraflið sem VR nauðsynlega þarf, sem stendur utan karpandi fylkinga, og getur beint kröftum félagsins í skynsamlega verkalýðsbaráttu sem snýst um efnahagsleg kjör félagsmanna. Einhverjir kynnu að segja að „skynsamleg“ verkalýðsbarátta feli í sér veika verkalýðsbaráttu en hér fer því fjarri. Flosi er maður sem setur fram ýtrustu kröfur, er með bein í nefinu, og stendur í lappirnar. Hann gerir það þó án þess að missa sjónar á markmiðinu og án þess að láta koma sér úr jafnvægi. Flosi er með heitt hjarta en kaldan haus — fersk innkoma sem mun hjálpa hreyfingunni að endurheimta fókus á það sem skiptir máli: að vinna af samheldni fyrir bættum kjörum og réttindum í þágu félagsmanna. Þess vegna styð ég Flosa í formanninn og þess vegna ættir þú að gera það líka. Höfundur er lögfræðingur búsettur í Danmörku og fyrrum félagsmaður í VR til margra ára.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar