Skoðun

Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR

Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kæra félagsfólk VR.

Nú líður að lokum kosninga í formanns- og stjórnarkjöri VR og því fer hver að verða síðastur til að nýta kosningarétt sinn. Það hefur verið ótrúleg upplifun að taka þátt í þessari baráttu, heyra raddir ykkar, finna fyrir áhuga og samstöðu og ekki síst fá að deila sýn minni um öflugra VR með ykkur öllum.

Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum sem hafa fylgst með, deilt efni, komið í heimsókn í kosningamiðstöðina, haft samband og veitt mér stuðning. Þið hafið sýnt að VR er sterkt félag, byggt á samstöðu og réttlætiskennd og ég er óendanlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið.

Ef þú hefur ekki þegar kosið, þá er enn tími til að láta rödd þína heyrast. Kosningarnar standa til kl. 12:00 á morgun og atkvæði þitt skiptir máli. Þú getur kosið á vefsíðu VR og lagt þitt af mörkum til framtíðar félagsins. Ég óska eftir stuðningi þínum og vona að þú takir þátt í að móta sterkara VR með mér.

Takk fyrir allt – þið eruð frábær

www.thorsteinnskuli.is

Höfundur er frambjóðandi til formanns VR




Skoðun

Sjá meira


×