Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 12. mars 2025 07:14 Kæru félagar í VR, Hjartans þakkir fyrir ykkar ómetanlega stuðning sem ég hef fundið fyrir á undanförnum dögum! Traust ykkar gefur mér kraft til að halda áfram baráttunni fyrir sterkara og öflugra félagi. Ég býð mig fram af heilum hug til að tryggja hagsmuni okkar allra og efla félagið sem sterkt afl í baráttunni fyrir bættum lífskjörum. Ég óska eftir ykkar stuðningi en ég mun leggja mig allan fram við að hrinda eftirfarandi málum í framkvæmd: Nýtum tímann fram að kjarasamningum Næstu kjarasamningar verða mikilvægir og félagið þarf að koma undirbúið að kjarasamningsborðinu. Ég mun tryggja að kröfugerðin byggist á raunverulegum þörfum félagsmanna og að samtalið við ykkur verði virkara en nokkru sinni fyrr. Öruggt húsnæði fyrir alla Fyrir mér eru það mannréttindi að fólk hafi þak yfir höfuðið, þar sem lífsgæði launafólks eru undir því komin. Ég hef verið í forystu innan verkalýðshreyfingarinnar undanfarin ár við að tryggja launafólki á Íslandi öruggt húsnæði og lægri húsnæðiskostnað. Frá því að ég hóf afskipti mín af húsnæðismálum árið 2011 búa að minnsta kosti 1.200 fjölskyldur við húsnæðisöryggi og lægri húsnæðiskostnað. Þessari vinnu vil ég halda áfram af fullum krafti, en nú þurfum við að gera fólki kleift að eignast eigið húsnæði. Ég hef lagt fram raunhæfar tillögur í þeim efnum sem ég mun fylgja eftir. Við þurfum að fjölga hagkvæmum leigu- og kaupmöguleikum og tryggja að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar um uppbyggingu húsnæðis. Betri kjör og starfsöryggi VR á að tryggja að félagsmenn njóti réttlátra kjara og öruggs starfsumhverfis. Öryggi verslunarfólks í daglegum störfum verður að vera í forgangi, bæði hvað varðar líkamlegt öryggi og vernd gegn áreiti og ofbeldi. Jafnrétti á vinnumarkaði – engir aldursfordómar Aldur á ekki að vera hindrun fyrir atvinnuþátttöku og starfsþróun. Ég mun beita mér fyrir því að VR verði leiðandi í baráttunni gegn aldursfordómum og að allar kynslóðir hafi sömu tækifæri til náms og starfsþróunar. Sí- og endurmenntun – lykillinn að framtíðinni Með tæknibreytingum og þróun vinnumarkaðarins er mikilvægt að félagsfólk VR hafi greiðan aðgang að fjölbreyttum námsúrræðum. Ég mun beita mér fyrir því að VR standi fremst í sí- og endurmenntun, bæði fyrir þá sem vilja þróast í sínum störfum og þá sem vilja breyta til og skipta um starfsvettvang. Látum ekki gervigreindina gera okkur atvinnulaus. Sterkara orlofskerfi fyrir alla félagsmenn VR Orlofsréttindi VR-félaga þurfa að þróast í takt við breyttar þarfir. Þess vegna vil ég fjölga orlofshúsum, bæta aðgengi að niðurgreiddum flugferðum og hótelgistingu erlendis og tryggja að fleiri félagsmenn geti notið orlofsréttinda sinna. Trúnaðarmenn og grasrótin – hjarta félagsins Til að VR verði enn sterkara félag þarf að hlúa betur að trúnaðarmönnum okkar og tryggja að félagsfólk hafi raunveruleg áhrif á stefnu félagsins. Ég vil efla þátttöku félagsfólks og tryggja að ákvarðanir VR endurspegli raunverulegar þarfir ykkar. Deildarskipting VR – rödd allra skiptir máli VR er fjölbreytt og stórt félag, það er einmitt þess vegna sem ég vil hefja vinnu við að skipta félaginu í deildir sem tryggja að hver og einn hópur fái þá þjónustu og stuðning sem hann á skilið innan vébanda félagsins. Deildarskiptingin verði unnin í nánu samtali við félagsfólk. Framtíðin er í okkar höndum Kæru félagar, Ég er framfarasinnaður hugsjónamaður með yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu. Þá er ég með áratuga reynslu innan VR og hef leitt fjölmargar umbætur fyrir félagsfólk. Ég hef setið í stjórn VR frá 2012, meðal annars sem varaformaður VR á árunum 2013-2017. Ég hef verið virkur í stefnumótun félagsins og tekið þátt í gerð fjölda kjarasamninga. Ég tel þekkingu mína á hagsmunamálum VR-félaga dýrmæta en ég hef sannað mig sem öflugur talsmaður launafólks. Ég hef ekki bara talað um lausnir, ég hef raunverulega komið þeim í framkvæmd á ferli mínum innan verkalýðshreyfingarinnar. Með ykkar stuðningi getum við byggt saman félag sem vinnur fyrir alla félagsmenn, hvort sem það snýr að launakjörum, húsnæðismálum, símenntun eða réttindum á vinnumarkaði. Ég bið ykkur um stuðning til þess að leiða VR af festu, krafti og ábyrgð. Nýtum kosningaréttinn, kosningunni lýkur í hádeginu á morgun. Höfundur er formannsframbjóðandi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru félagar í VR, Hjartans þakkir fyrir ykkar ómetanlega stuðning sem ég hef fundið fyrir á undanförnum dögum! Traust ykkar gefur mér kraft til að halda áfram baráttunni fyrir sterkara og öflugra félagi. Ég býð mig fram af heilum hug til að tryggja hagsmuni okkar allra og efla félagið sem sterkt afl í baráttunni fyrir bættum lífskjörum. Ég óska eftir ykkar stuðningi en ég mun leggja mig allan fram við að hrinda eftirfarandi málum í framkvæmd: Nýtum tímann fram að kjarasamningum Næstu kjarasamningar verða mikilvægir og félagið þarf að koma undirbúið að kjarasamningsborðinu. Ég mun tryggja að kröfugerðin byggist á raunverulegum þörfum félagsmanna og að samtalið við ykkur verði virkara en nokkru sinni fyrr. Öruggt húsnæði fyrir alla Fyrir mér eru það mannréttindi að fólk hafi þak yfir höfuðið, þar sem lífsgæði launafólks eru undir því komin. Ég hef verið í forystu innan verkalýðshreyfingarinnar undanfarin ár við að tryggja launafólki á Íslandi öruggt húsnæði og lægri húsnæðiskostnað. Frá því að ég hóf afskipti mín af húsnæðismálum árið 2011 búa að minnsta kosti 1.200 fjölskyldur við húsnæðisöryggi og lægri húsnæðiskostnað. Þessari vinnu vil ég halda áfram af fullum krafti, en nú þurfum við að gera fólki kleift að eignast eigið húsnæði. Ég hef lagt fram raunhæfar tillögur í þeim efnum sem ég mun fylgja eftir. Við þurfum að fjölga hagkvæmum leigu- og kaupmöguleikum og tryggja að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar um uppbyggingu húsnæðis. Betri kjör og starfsöryggi VR á að tryggja að félagsmenn njóti réttlátra kjara og öruggs starfsumhverfis. Öryggi verslunarfólks í daglegum störfum verður að vera í forgangi, bæði hvað varðar líkamlegt öryggi og vernd gegn áreiti og ofbeldi. Jafnrétti á vinnumarkaði – engir aldursfordómar Aldur á ekki að vera hindrun fyrir atvinnuþátttöku og starfsþróun. Ég mun beita mér fyrir því að VR verði leiðandi í baráttunni gegn aldursfordómum og að allar kynslóðir hafi sömu tækifæri til náms og starfsþróunar. Sí- og endurmenntun – lykillinn að framtíðinni Með tæknibreytingum og þróun vinnumarkaðarins er mikilvægt að félagsfólk VR hafi greiðan aðgang að fjölbreyttum námsúrræðum. Ég mun beita mér fyrir því að VR standi fremst í sí- og endurmenntun, bæði fyrir þá sem vilja þróast í sínum störfum og þá sem vilja breyta til og skipta um starfsvettvang. Látum ekki gervigreindina gera okkur atvinnulaus. Sterkara orlofskerfi fyrir alla félagsmenn VR Orlofsréttindi VR-félaga þurfa að þróast í takt við breyttar þarfir. Þess vegna vil ég fjölga orlofshúsum, bæta aðgengi að niðurgreiddum flugferðum og hótelgistingu erlendis og tryggja að fleiri félagsmenn geti notið orlofsréttinda sinna. Trúnaðarmenn og grasrótin – hjarta félagsins Til að VR verði enn sterkara félag þarf að hlúa betur að trúnaðarmönnum okkar og tryggja að félagsfólk hafi raunveruleg áhrif á stefnu félagsins. Ég vil efla þátttöku félagsfólks og tryggja að ákvarðanir VR endurspegli raunverulegar þarfir ykkar. Deildarskipting VR – rödd allra skiptir máli VR er fjölbreytt og stórt félag, það er einmitt þess vegna sem ég vil hefja vinnu við að skipta félaginu í deildir sem tryggja að hver og einn hópur fái þá þjónustu og stuðning sem hann á skilið innan vébanda félagsins. Deildarskiptingin verði unnin í nánu samtali við félagsfólk. Framtíðin er í okkar höndum Kæru félagar, Ég er framfarasinnaður hugsjónamaður með yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu. Þá er ég með áratuga reynslu innan VR og hef leitt fjölmargar umbætur fyrir félagsfólk. Ég hef setið í stjórn VR frá 2012, meðal annars sem varaformaður VR á árunum 2013-2017. Ég hef verið virkur í stefnumótun félagsins og tekið þátt í gerð fjölda kjarasamninga. Ég tel þekkingu mína á hagsmunamálum VR-félaga dýrmæta en ég hef sannað mig sem öflugur talsmaður launafólks. Ég hef ekki bara talað um lausnir, ég hef raunverulega komið þeim í framkvæmd á ferli mínum innan verkalýðshreyfingarinnar. Með ykkar stuðningi getum við byggt saman félag sem vinnur fyrir alla félagsmenn, hvort sem það snýr að launakjörum, húsnæðismálum, símenntun eða réttindum á vinnumarkaði. Ég bið ykkur um stuðning til þess að leiða VR af festu, krafti og ábyrgð. Nýtum kosningaréttinn, kosningunni lýkur í hádeginu á morgun. Höfundur er formannsframbjóðandi í VR.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun