Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. mars 2025 11:47 Áin Guama og Amazon-regnskógurinn úr lofti. Munnur árinnar myndar suðurjaðar Bélem, höfuðborgar Pará-fylkis. Getty Fjögurra akreina hraðbraut sem á að byggja fyrir Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP30) í Belém í Brasilíu í nóvember mun skera tugi þúsunda ekra af vernduðum Amazon-regnskóginum. Hraðbrautin sem mun heita Avenida Liberdade (Breiðgata frelsis á íslensku) á að auðvelda umferð til borgarinnar vegna ráðstefnunnar sem fer fram frá 10. til 21 nóvember 2025. BBC fjallar um málið. Sveitarstjórnaryfirvöld í Pará-fylki segja hraðbrautina vera sjálfbæra en íbúar svæðisins og náttúruverndarsinnar hafa mótmælt framkvæmdunum. Fullyrða margir að skógareyðingin fari þvert gegn markmiði ráðstefnunnar. Uppbygging hraðbrautarinnar hefur staðið til frá 2012 en ekki orðið af henni fyrr en nú vegna áhyggja um skaðleg áhrif hennar á umhverfið. Framkvæmdir eru þegar hafnar og búið að ryðja skóginn fyrir 13 kílómetra langan veginn. Skógurinn klofinn í tvennt Claudio Verquete, einn þeirra íbúa sem framkvæmdin hefur áhrif á, býr um 200 metra frá veginum og hafði tekjur af því að tína açaí-ber af trjám sem voru á svæðinu. Hann segir að með framkvæmdunum sé búið að eyðileggja alla uppskeru hans og hann hafi því ekki lengur fasta innkomu. Hann segist ekki hafa fengið neinar skaðabætur frá yfirvöldum vegna eyðileggingarinnar og hefur áhyggjur af því að vegurinn muni leiða til frekari skógareyðingar. „Við óttumst að einn daginn muni einhver koma hingað og segja: ,Hér er smá peningur. Við þurfum þetta svæði til að byggja bensínstöð eða vöruskemmu.' Og við munum svo þurfa að fara,“ segir Claudio. Þeirsem búi á svæðinu muni heldur ekki hafa aðgang að veginum þar sem hann verði lokaður af með veggjum. Vísindamenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum með veginn þar sem hann muni kljúfa skóginn í tvennt og raska þannig dýralífi. Risavaxinn stækkun flugvallarins Adler Silvera, innviðaráðherra Pará-fylkis, segir uppbygginguna eina af þrjátíu verkefnum í borginni sem eigi að undirbúa hana og nútímavæða fyrir ráðstefnuna. Það sem mun þó hafa mun meiri umhverfisáhrif er þó fyrirhuguð stækkun á alþjóðaflugvellinum Belém/Val-de-Cans svo hægt sé að taka á móti fjórtán milljónum farþega. Ríkisstjórn Brasiíu hefur fjárfest 81 milljón Bandaríkjadala (um milljarður íslenskra króna) til þess. Einnig eru hafnar framkvæmdir á byggingu 500 þúsund fermetra almenningsgarðsins Parque de Cidade (Borgargarðurinn). Þar verði græn svæðim veitingastaðir og íþróttasvæði. Brasilía Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Sjá meira
Hraðbrautin sem mun heita Avenida Liberdade (Breiðgata frelsis á íslensku) á að auðvelda umferð til borgarinnar vegna ráðstefnunnar sem fer fram frá 10. til 21 nóvember 2025. BBC fjallar um málið. Sveitarstjórnaryfirvöld í Pará-fylki segja hraðbrautina vera sjálfbæra en íbúar svæðisins og náttúruverndarsinnar hafa mótmælt framkvæmdunum. Fullyrða margir að skógareyðingin fari þvert gegn markmiði ráðstefnunnar. Uppbygging hraðbrautarinnar hefur staðið til frá 2012 en ekki orðið af henni fyrr en nú vegna áhyggja um skaðleg áhrif hennar á umhverfið. Framkvæmdir eru þegar hafnar og búið að ryðja skóginn fyrir 13 kílómetra langan veginn. Skógurinn klofinn í tvennt Claudio Verquete, einn þeirra íbúa sem framkvæmdin hefur áhrif á, býr um 200 metra frá veginum og hafði tekjur af því að tína açaí-ber af trjám sem voru á svæðinu. Hann segir að með framkvæmdunum sé búið að eyðileggja alla uppskeru hans og hann hafi því ekki lengur fasta innkomu. Hann segist ekki hafa fengið neinar skaðabætur frá yfirvöldum vegna eyðileggingarinnar og hefur áhyggjur af því að vegurinn muni leiða til frekari skógareyðingar. „Við óttumst að einn daginn muni einhver koma hingað og segja: ,Hér er smá peningur. Við þurfum þetta svæði til að byggja bensínstöð eða vöruskemmu.' Og við munum svo þurfa að fara,“ segir Claudio. Þeirsem búi á svæðinu muni heldur ekki hafa aðgang að veginum þar sem hann verði lokaður af með veggjum. Vísindamenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum með veginn þar sem hann muni kljúfa skóginn í tvennt og raska þannig dýralífi. Risavaxinn stækkun flugvallarins Adler Silvera, innviðaráðherra Pará-fylkis, segir uppbygginguna eina af þrjátíu verkefnum í borginni sem eigi að undirbúa hana og nútímavæða fyrir ráðstefnuna. Það sem mun þó hafa mun meiri umhverfisáhrif er þó fyrirhuguð stækkun á alþjóðaflugvellinum Belém/Val-de-Cans svo hægt sé að taka á móti fjórtán milljónum farþega. Ríkisstjórn Brasiíu hefur fjárfest 81 milljón Bandaríkjadala (um milljarður íslenskra króna) til þess. Einnig eru hafnar framkvæmdir á byggingu 500 þúsund fermetra almenningsgarðsins Parque de Cidade (Borgargarðurinn). Þar verði græn svæðim veitingastaðir og íþróttasvæði.
Brasilía Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Sjá meira