Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Aron Guðmundsson skrifar 12. mars 2025 11:01 Arnar Gunnlaugsson, landsliðþjálfari Íslands og Albert Guðmundsson leikmaður Fiorentina og íslenska landsliðsins Vísir/Samsett mynd Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. Albert gæti verið hluti af fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar sem opinberaður verður seinna í dag en framundan er tveggja leikja einvígi við Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar.. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum sem hefst klukkan 13:15. Albert er mættur aftur á völlinn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði meðal annars eina mark Fiorentina í 2-1 tapi liðsins gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Íslendingurinn er á sínu fyrsta tímabili með Fiorentina og var til viðtals hjá Livey á dögunum þar sem að hann var meðal annars spurður út í framtíðarhorfur íslenska landsliðsins og nýjan landsliðsþjálfara. Klippa: Albert um landsliðið og Arnar „Ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, mánuðum og árum með íslenska landsliðinu,“ segir Albert. „Ég tel okkur búa yfir ungum hóp með getur náð langt. Ungu strákarnir eru nú þegar farnir að spila á háu gæðastigi, leikmenn á borð við Orra Stein, Hákon Arnar, Andri Lucas og Ísak Bergmann. Þessi leikmenn eru virkilega efnilegir. Núna erum við líka með góðan þjálfara. Ef við náum allir að vinna saman og kalla fram þetta íslenska víkingaeðli tel ég að við getum afrekað mjög góða hluti saman.“ Um ráðningu KSÍ á Arnari Gunnlaugssyni í starf landsliðsþjálfara hafði Albert þetta að segja: „Ég held að allir í landsliðinu séu mjög ánægðir með að hann hafi verið ráðinn landsliðsþjálfari. Arnar gerði frábæra hluti með Víkingi Reykjavík undanfarin ár, tók félagið upp á næsta stig. Við erum allir mjög ánægðir með hann. Það hvernig hann sér fótboltann og vill spila hann sem og hugarfar hans lætur mig hugsa að við getum gert góða hluti.“ Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Albert gæti verið hluti af fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar sem opinberaður verður seinna í dag en framundan er tveggja leikja einvígi við Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar.. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum sem hefst klukkan 13:15. Albert er mættur aftur á völlinn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði meðal annars eina mark Fiorentina í 2-1 tapi liðsins gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Íslendingurinn er á sínu fyrsta tímabili með Fiorentina og var til viðtals hjá Livey á dögunum þar sem að hann var meðal annars spurður út í framtíðarhorfur íslenska landsliðsins og nýjan landsliðsþjálfara. Klippa: Albert um landsliðið og Arnar „Ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, mánuðum og árum með íslenska landsliðinu,“ segir Albert. „Ég tel okkur búa yfir ungum hóp með getur náð langt. Ungu strákarnir eru nú þegar farnir að spila á háu gæðastigi, leikmenn á borð við Orra Stein, Hákon Arnar, Andri Lucas og Ísak Bergmann. Þessi leikmenn eru virkilega efnilegir. Núna erum við líka með góðan þjálfara. Ef við náum allir að vinna saman og kalla fram þetta íslenska víkingaeðli tel ég að við getum afrekað mjög góða hluti saman.“ Um ráðningu KSÍ á Arnari Gunnlaugssyni í starf landsliðsþjálfara hafði Albert þetta að segja: „Ég held að allir í landsliðinu séu mjög ánægðir með að hann hafi verið ráðinn landsliðsþjálfari. Arnar gerði frábæra hluti með Víkingi Reykjavík undanfarin ár, tók félagið upp á næsta stig. Við erum allir mjög ánægðir með hann. Það hvernig hann sér fótboltann og vill spila hann sem og hugarfar hans lætur mig hugsa að við getum gert góða hluti.“
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira