Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 12. mars 2025 17:30 Með nýju stjórnarfrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sorgarleyfi er stigið mikilvægt skref til að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum. Hingað til hefur sorgarleyfi aðallega tekið til foreldra sem missa barn, meðal annars við andvana fæðingu eða fósturlát. Nýja frumvarpið stækkar hins vegar verulega þann hóp sem fær stuðning þegar harmur steðjar að og veitir einnig foreldri sem missir maka allt að sex mánaða sorgarleyfi. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir fjölskyldur þar sem börn eru á heimilinu, enda getur foreldri þurft mikinn tíma og rými til að styðja barnið sitt og vinna úr eigin sorg. Frumvarpið kveður einnig á um lengingu á leyfi eftir andvana fæðingu í sex mánuði, og eftir fósturlát lengist það í þrjá mánuði. Þessar breytingar endurspegla aukinn skilning á því hversu mikil áhrif barnsmissir getur haft á foreldra, bæði líkamlega og andlega. Sorgin tekur alfarið yfir, svo mikið að einstaklingurinn sem syrgir er ófær um að taka ákvarðanir og gera áætlanir. Í sorgarferli getur verið ótrúlega erfitt að gera einföldustu hluti. Tíminn er sagður lækna öll sár þótt hann geri það ekki, en sannarlega mildar tíminn sársauka. Þess vegna skiptir svo miklu máli fyrst eftir missi að fólk sem syrgir fái næði og tíma til að vera í sorginni á sínum forsendum. Samfélagið þarf að standa að baki einstaklingunum sem glíma við sorg og missi. Það er sýnt með því að leggja fram þetta frumvarp. Nú erum við, samfélagið, eins og vinurinn góði; sem sýnir skilning, þolinmæði og veit að það er engin ein rétt leið við að syrgja. Það getur tekið fólk mislangan tíma og hver gerir það á sinn hátt. Þetta frumvarp er afar mikilvægt skref og með því er samkennd og manneskjan í fyrirrúmi. Allir geta lent í þessum sporum. Andlát gera oft ekki nein boð á undan sér eins og við öll vitum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Sorg Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Með nýju stjórnarfrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sorgarleyfi er stigið mikilvægt skref til að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum. Hingað til hefur sorgarleyfi aðallega tekið til foreldra sem missa barn, meðal annars við andvana fæðingu eða fósturlát. Nýja frumvarpið stækkar hins vegar verulega þann hóp sem fær stuðning þegar harmur steðjar að og veitir einnig foreldri sem missir maka allt að sex mánaða sorgarleyfi. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir fjölskyldur þar sem börn eru á heimilinu, enda getur foreldri þurft mikinn tíma og rými til að styðja barnið sitt og vinna úr eigin sorg. Frumvarpið kveður einnig á um lengingu á leyfi eftir andvana fæðingu í sex mánuði, og eftir fósturlát lengist það í þrjá mánuði. Þessar breytingar endurspegla aukinn skilning á því hversu mikil áhrif barnsmissir getur haft á foreldra, bæði líkamlega og andlega. Sorgin tekur alfarið yfir, svo mikið að einstaklingurinn sem syrgir er ófær um að taka ákvarðanir og gera áætlanir. Í sorgarferli getur verið ótrúlega erfitt að gera einföldustu hluti. Tíminn er sagður lækna öll sár þótt hann geri það ekki, en sannarlega mildar tíminn sársauka. Þess vegna skiptir svo miklu máli fyrst eftir missi að fólk sem syrgir fái næði og tíma til að vera í sorginni á sínum forsendum. Samfélagið þarf að standa að baki einstaklingunum sem glíma við sorg og missi. Það er sýnt með því að leggja fram þetta frumvarp. Nú erum við, samfélagið, eins og vinurinn góði; sem sýnir skilning, þolinmæði og veit að það er engin ein rétt leið við að syrgja. Það getur tekið fólk mislangan tíma og hver gerir það á sinn hátt. Þetta frumvarp er afar mikilvægt skref og með því er samkennd og manneskjan í fyrirrúmi. Allir geta lent í þessum sporum. Andlát gera oft ekki nein boð á undan sér eins og við öll vitum. Höfundur er alþingismaður.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun