Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar 14. mars 2025 09:32 Í vikunni skrifaði Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, pistil þar sem hann viðraði áhyggjur sínar yfir nýju stjórnarfrumvarpi sem tryggir öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Frumvarpið byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir meðal annars að ríkisstjórnin ætli að stöðva kjaragliðnun lífeyrisþega, stíga stór skref í baráttunni gegn fátækt og binda í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Í einföldu máli er lagt til að árlegar breytingar á greiðslum almannatrygginga muni framvegis taka mið af hækkun launavísitölu. Áfram verði síðan tryggt að hækkunin verði aldrei minni en hækkun verðlags. Þetta er gert til að stuðla að því að greiðslurnar fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði og tryggi að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Með grein Gunnars fylgdi línurit sem sýnir hvernig þróun örorkulífeyris hefði litið út ef ofangreint frumvarp hefði verið gildandi lög allt frá efnahagshruninu. Gunnar bendir á að örorkulífeyrir hefði, við þær fordæmalausu aðstæður sem þá ríktu, hækkað umfram launaþróun. Eins indælt og það væri að búa í þessum hliðstæða veruleika þar sem vel er hlúð að veikum og öldruðum, þá segir raunveruleikinn því miður allt aðra sögu. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega minnkaði nefnilega mun meira en hjá launafólki eftir efnahagshrunið. Þegar upp var staðið, samkvæmt Hagfræðistofu HÍ, jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, þrátt fyrir litla verðbólgu, á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi fólks jókst um 15 prósent. Þótt hagur flestra hafi farið að vænkast eftir hrun sátu örorkulífeyrisþegar eftir – og gera enn. Þeir tóku á sig byrðarnar af hruninu en fengu aldrei að njóta uppgangsins sem fylgdi í kjölfarið. Í dag er gjáin milli greiðslna almannatrygginga og almennrar launaþróunar orðin svo djúp að eldra fólk og öryrkjar eru dæmd til sárafátæktar. Þetta er fólkið sem hefur á undanförnum árum búið við svo mikla kjaragliðnun að það hefur þurft að velja á milli þess að kaupa mat eða lyf, fólk sem neyðist til að skilja við maka sinn á gamals aldri eða senda börnin sín út af heimilinu vegna skerðinga í almannatryggingakerfinu. Í greininni talar Gunnar einnig um að frumvarpið muni draga úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði. En staðreyndin er að fólk velur ekki að verða öryrkjar eða eldast út af vinnumarkaði. Örorka er neyðarúrræði þeirra sem missa starfsgetu vegna veikinda eða slysa og ellilífeyrir er sjálfsagt réttindamál eftir áratuga starf. Það ætti þó að gleðja Gunnar að í nýju örorkulífeyriskerfi eru mýmargir hvatar og stuðningsúrræði fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér á vinnumarkaði. Ný ríkisstjórn mun svara ákalli þeirra verst settu og leggur fram með stolti stjórnarfrumvarp sem stöðvar strax kjaragliðnun milli lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði og bindur í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Við ætlum að tryggja að greiðslur almannatrygginga fylgi launaþróun og að þeir sem fá greiðslur frá almannatryggingum fái nú í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í vikunni skrifaði Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, pistil þar sem hann viðraði áhyggjur sínar yfir nýju stjórnarfrumvarpi sem tryggir öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Frumvarpið byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir meðal annars að ríkisstjórnin ætli að stöðva kjaragliðnun lífeyrisþega, stíga stór skref í baráttunni gegn fátækt og binda í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Í einföldu máli er lagt til að árlegar breytingar á greiðslum almannatrygginga muni framvegis taka mið af hækkun launavísitölu. Áfram verði síðan tryggt að hækkunin verði aldrei minni en hækkun verðlags. Þetta er gert til að stuðla að því að greiðslurnar fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði og tryggi að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Með grein Gunnars fylgdi línurit sem sýnir hvernig þróun örorkulífeyris hefði litið út ef ofangreint frumvarp hefði verið gildandi lög allt frá efnahagshruninu. Gunnar bendir á að örorkulífeyrir hefði, við þær fordæmalausu aðstæður sem þá ríktu, hækkað umfram launaþróun. Eins indælt og það væri að búa í þessum hliðstæða veruleika þar sem vel er hlúð að veikum og öldruðum, þá segir raunveruleikinn því miður allt aðra sögu. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega minnkaði nefnilega mun meira en hjá launafólki eftir efnahagshrunið. Þegar upp var staðið, samkvæmt Hagfræðistofu HÍ, jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, þrátt fyrir litla verðbólgu, á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi fólks jókst um 15 prósent. Þótt hagur flestra hafi farið að vænkast eftir hrun sátu örorkulífeyrisþegar eftir – og gera enn. Þeir tóku á sig byrðarnar af hruninu en fengu aldrei að njóta uppgangsins sem fylgdi í kjölfarið. Í dag er gjáin milli greiðslna almannatrygginga og almennrar launaþróunar orðin svo djúp að eldra fólk og öryrkjar eru dæmd til sárafátæktar. Þetta er fólkið sem hefur á undanförnum árum búið við svo mikla kjaragliðnun að það hefur þurft að velja á milli þess að kaupa mat eða lyf, fólk sem neyðist til að skilja við maka sinn á gamals aldri eða senda börnin sín út af heimilinu vegna skerðinga í almannatryggingakerfinu. Í greininni talar Gunnar einnig um að frumvarpið muni draga úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði. En staðreyndin er að fólk velur ekki að verða öryrkjar eða eldast út af vinnumarkaði. Örorka er neyðarúrræði þeirra sem missa starfsgetu vegna veikinda eða slysa og ellilífeyrir er sjálfsagt réttindamál eftir áratuga starf. Það ætti þó að gleðja Gunnar að í nýju örorkulífeyriskerfi eru mýmargir hvatar og stuðningsúrræði fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér á vinnumarkaði. Ný ríkisstjórn mun svara ákalli þeirra verst settu og leggur fram með stolti stjórnarfrumvarp sem stöðvar strax kjaragliðnun milli lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði og bindur í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Við ætlum að tryggja að greiðslur almannatrygginga fylgi launaþróun og að þeir sem fá greiðslur frá almannatryggingum fái nú í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun