„Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Kári Mímisson skrifar 14. mars 2025 21:57 Borce Ilievski, þjálfara ÍR, er langt kominn með að koma liðinu í úrslitakeppnina. Vísir/Hulda Margrét Það mátti sjá ákveðinn létti í andliti Borce Ilievski, þjálfara ÍR eftir dramatískan sigur liðsins gegn Hetti nú í kvöld. ÍR-ingar voru yfir nánast allan leikinn þar til á lokamínútunni þegar Höttur komst yfir. Borce segist vissulega vera ánægður með sigurinn þó svo að hann sé vissulega ekki sáttur með það hvernig hann kom til. „Þetta er sennilega einn af mikilvægustu sigrum á ferlinum mínum þar sem ég er bara alls ekki ánægður í leikslok. Það er óásættanlegt hvernig liðið mitt spilar þessa síðustu eina og hálfa mínútu með þetta sjö, átta stiga forystu og tapa því niður með heimskulegum ákvörðunum sóknarlega og töpuðum boltumi,“ sagði Borce. Tilfinningarnar eru frekar blendnar „Við komum okkur á stuttum tíma í stöðu þar sem við erum ansi nálægt því að tapa leiknum. Í ljósi þessa er tilfinningarnar frekar blendnar, ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður. Þetta var samt mjög mikilvægur sigur fyrir okkur til að komast í úrslitakeppnina. Núna tökum við nokkra daga í pásu, reynum að læra af þessu og vonandi komum við sterkir til baka gegn Haukum í síðustu umferðinni,“ sagði Borce. Ertu með einhverja skýringu á því hvað gerist hjá liðinu þegar innan við tvær mínútur eru eftir af leiknum? Alltaf að hugsa um andlega þáttinn líka „Það kemur einhver hræðsla yfir okkur á þessum lokamínútum og við náum ekki að halda rónni. Við þjálfararnir erum alltaf að hugsa um andlega þáttinn í þessu líka en það sem var svona extra slæmt við þennan kafla í dag er hvað þetta gerist fljótt og í raun átti enginn af okkur von á þessu. En eins og ég segi þá hafðist þetta með smá heppni hér undir lokin,“ sagði Borce. Spurður út hinar 38 mínúturnar segir Borce að þær hafi verið stórgóðar en óskar þess þó ekki að vinna fleiri leiki á þennan hátt. Liðið þurfi að skoða þennan leik betur og læra af honum og reyna að forðast að breyta þægilegum leik í spennutrylli. „Við stjórnuðum leiknum hinar 38 mínúturnar, náum ágætri forystu sem okkur tekst að halda í kringum tíu stig. Reynd lið þurfa að kunna að klára leikina á sem bestan en ekki á þann hátt að áhorfendur fái hjartaáfall. Við þurfum að vera klárari í framtíðinni, horfa aftur á þennan leik, greina hann og læra af þessu,“ sagði Borce. Ég er mjög stoltur þjálfari Staðan hjá ÍR var vissulega ekki góð þegar Borce tók við liðinu í lok nóvember. Liðið hafði aðeins unnið einn leik og ekki neitt sem benti til þess að liðið yrði í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Borce segist vera stoltur af liðinu og þeim stíganda sem það hefur sýnt gegn liðum sem geta sett meiri peninga í leikmenn heldur en ÍR. „Ég sagði við leikmennina fyrir leik að hugsa aðeins út í það hvar við erum núna miða við hvar við vorum fyrir þremur til fjórum mánuðum síðan. Okkur hefur tekist að komast úr fallsæti og erum núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Ég er ánægður að við séum í þessari baráttu og að við höfum átt alla þessa frábæru leiki gegn liðum sem hafa miklu meira fjármagn heldur en við. Ég er mjög stoltur þjálfari en við þurfum að einbeita okkur áfram. Það er enn ein umferð eftir og svo úrslitakeppninni sem er bara nýtt mót þar sem allt getur gerst,“ sagði Borce. Bónus-deild karla ÍR Höttur Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
„Þetta er sennilega einn af mikilvægustu sigrum á ferlinum mínum þar sem ég er bara alls ekki ánægður í leikslok. Það er óásættanlegt hvernig liðið mitt spilar þessa síðustu eina og hálfa mínútu með þetta sjö, átta stiga forystu og tapa því niður með heimskulegum ákvörðunum sóknarlega og töpuðum boltumi,“ sagði Borce. Tilfinningarnar eru frekar blendnar „Við komum okkur á stuttum tíma í stöðu þar sem við erum ansi nálægt því að tapa leiknum. Í ljósi þessa er tilfinningarnar frekar blendnar, ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður. Þetta var samt mjög mikilvægur sigur fyrir okkur til að komast í úrslitakeppnina. Núna tökum við nokkra daga í pásu, reynum að læra af þessu og vonandi komum við sterkir til baka gegn Haukum í síðustu umferðinni,“ sagði Borce. Ertu með einhverja skýringu á því hvað gerist hjá liðinu þegar innan við tvær mínútur eru eftir af leiknum? Alltaf að hugsa um andlega þáttinn líka „Það kemur einhver hræðsla yfir okkur á þessum lokamínútum og við náum ekki að halda rónni. Við þjálfararnir erum alltaf að hugsa um andlega þáttinn í þessu líka en það sem var svona extra slæmt við þennan kafla í dag er hvað þetta gerist fljótt og í raun átti enginn af okkur von á þessu. En eins og ég segi þá hafðist þetta með smá heppni hér undir lokin,“ sagði Borce. Spurður út hinar 38 mínúturnar segir Borce að þær hafi verið stórgóðar en óskar þess þó ekki að vinna fleiri leiki á þennan hátt. Liðið þurfi að skoða þennan leik betur og læra af honum og reyna að forðast að breyta þægilegum leik í spennutrylli. „Við stjórnuðum leiknum hinar 38 mínúturnar, náum ágætri forystu sem okkur tekst að halda í kringum tíu stig. Reynd lið þurfa að kunna að klára leikina á sem bestan en ekki á þann hátt að áhorfendur fái hjartaáfall. Við þurfum að vera klárari í framtíðinni, horfa aftur á þennan leik, greina hann og læra af þessu,“ sagði Borce. Ég er mjög stoltur þjálfari Staðan hjá ÍR var vissulega ekki góð þegar Borce tók við liðinu í lok nóvember. Liðið hafði aðeins unnið einn leik og ekki neitt sem benti til þess að liðið yrði í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Borce segist vera stoltur af liðinu og þeim stíganda sem það hefur sýnt gegn liðum sem geta sett meiri peninga í leikmenn heldur en ÍR. „Ég sagði við leikmennina fyrir leik að hugsa aðeins út í það hvar við erum núna miða við hvar við vorum fyrir þremur til fjórum mánuðum síðan. Okkur hefur tekist að komast úr fallsæti og erum núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Ég er ánægður að við séum í þessari baráttu og að við höfum átt alla þessa frábæru leiki gegn liðum sem hafa miklu meira fjármagn heldur en við. Ég er mjög stoltur þjálfari en við þurfum að einbeita okkur áfram. Það er enn ein umferð eftir og svo úrslitakeppninni sem er bara nýtt mót þar sem allt getur gerst,“ sagði Borce.
Bónus-deild karla ÍR Höttur Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira