Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 10:24 Það er oft erfitt fyrir ljósmyndara að ná íslenskum leikmanni á mynd þegar þeir mynda leiki í Bónus deild karla. Bragi Hinrik Magnússon hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í íslenska körfuboltanum. Vísir/Hulda Margrét Í dag fer fram ársþing Körfuknattleikssambands Íslands og þar verður meðal annars kosið um nýjan formann sambandsins. Reynslubolti úr körfuboltahreyfingunni segir að þetta sé mikilvægasta þingið í langan tíma. Bragi Hinrik Magnússon hefur komið að körfuboltanum sem leikmaður í fremstu röð, sem þjálfari og sem formaður. Hann þekkir því íslenska körfuboltann út og inn og hefur upplifað hann frá mörgum hliðum. Sumir hafa kallað mig rasista Bragi skrifaði langa og ýtarlega grein á samfélagsmiðilin Facebook þar sem hann fer á athyglisverðan hátt yfir útlendingamál íslenska körfuboltans sem verða enn á ný tekin fyrir á þinginu. „Ég er lengi búinn að vera talsmaður þess að það þurfi að vera einhverjar takmarkanir á fjölda leikmanna til verndar þeim leikmönnum sem alast hér upp. Sumir hafa kallað mig rasista vegna þessarar skoðunar, sem mér finnst pínu harkalegt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fjöldi íslenskra leikmanna í efstu deildum, sérstaklega karla megin, hefur minnkað óhugnanlega mikið og það virðist vera þónokkur fjöldi af fólki sem finnst það bara allt í lagi,“ skrifar Bragi. Leikmönnum í deildunum hefur þegar fækkað mikið „Ég hef áður sett fram þá skoðun mína að körfuknattleikshreyfingin þrífst á fyrrum leikmönnum, þ.e. lang flestir sjálfboðaliðar eru fyrrum leikmenn eða foreldrar núverandi leikmanna. Stjórnarfólk og nánast öll þjálfaraflóra landsins, sérstaklega yngri flokka þjálfarar, eru flestir fyrrum leikmenn. Leikmönnum í deildunum hefur nú þegar fækkað það mikið að ég stórefast um að körfuboltahreyfingin verði eitthvað til að hrópa húrra fyrir eftir 10-15 ár,“ skrifar Bragi. „Ekki nema að hægt sé að hringja í alla þessa fjölmörgu tugi af erlendu leikmönnum sem hér spila þessa dagana og biðja þá um að koma aftur hingað eftir 5-10 ár til að þjálfa og sitja í stjórnum, setja upp falleg LED skilti og selja auglýsingar og klósettpappír. Ef ekki, þá vona ég að allir þeir sem virðist vera sama um þessa þróun í dag taki þetta til sín og gangi í þessi verk í komandi framtíð. Það verða allavega miklu miklu færri fyrrum íslenskir leikmenn sem munu gera það,“ skrifar Bragi. Hér fyrir neðan er síðan hægt að lesa alla þennan pistil Braga þar sem hann svarar eftirfarandi fullyrðingum á upplýstan og fróðlegan hátt. Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Bragi Hinrik Magnússon hefur komið að körfuboltanum sem leikmaður í fremstu röð, sem þjálfari og sem formaður. Hann þekkir því íslenska körfuboltann út og inn og hefur upplifað hann frá mörgum hliðum. Sumir hafa kallað mig rasista Bragi skrifaði langa og ýtarlega grein á samfélagsmiðilin Facebook þar sem hann fer á athyglisverðan hátt yfir útlendingamál íslenska körfuboltans sem verða enn á ný tekin fyrir á þinginu. „Ég er lengi búinn að vera talsmaður þess að það þurfi að vera einhverjar takmarkanir á fjölda leikmanna til verndar þeim leikmönnum sem alast hér upp. Sumir hafa kallað mig rasista vegna þessarar skoðunar, sem mér finnst pínu harkalegt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fjöldi íslenskra leikmanna í efstu deildum, sérstaklega karla megin, hefur minnkað óhugnanlega mikið og það virðist vera þónokkur fjöldi af fólki sem finnst það bara allt í lagi,“ skrifar Bragi. Leikmönnum í deildunum hefur þegar fækkað mikið „Ég hef áður sett fram þá skoðun mína að körfuknattleikshreyfingin þrífst á fyrrum leikmönnum, þ.e. lang flestir sjálfboðaliðar eru fyrrum leikmenn eða foreldrar núverandi leikmanna. Stjórnarfólk og nánast öll þjálfaraflóra landsins, sérstaklega yngri flokka þjálfarar, eru flestir fyrrum leikmenn. Leikmönnum í deildunum hefur nú þegar fækkað það mikið að ég stórefast um að körfuboltahreyfingin verði eitthvað til að hrópa húrra fyrir eftir 10-15 ár,“ skrifar Bragi. „Ekki nema að hægt sé að hringja í alla þessa fjölmörgu tugi af erlendu leikmönnum sem hér spila þessa dagana og biðja þá um að koma aftur hingað eftir 5-10 ár til að þjálfa og sitja í stjórnum, setja upp falleg LED skilti og selja auglýsingar og klósettpappír. Ef ekki, þá vona ég að allir þeir sem virðist vera sama um þessa þróun í dag taki þetta til sín og gangi í þessi verk í komandi framtíð. Það verða allavega miklu miklu færri fyrrum íslenskir leikmenn sem munu gera það,“ skrifar Bragi. Hér fyrir neðan er síðan hægt að lesa alla þennan pistil Braga þar sem hann svarar eftirfarandi fullyrðingum á upplýstan og fróðlegan hátt. Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls.
Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira