Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar 16. mars 2025 08:00 Kæri lesandi, Ímyndaðu þér að þér sé boðið í glæsilega veislu. Þegar þú ferð inn um veisludyrnar blasir við þér óendanlega stórt veisluborð með hundruðum fjölbreyttra rétta. Þú hefur aldrei séð þvílíka ofgnótt á ævinni; hún teygir sig svo langt sem augað eygir. Þig langar að smakka og prófa þessa fjölbreyttu rétti en þú tekur eftir því að hinir gestirnir, af einhverjum ástæðum, takmarka sig við einn rétt sem þeir halda sig við allt kvöldið. Þú gerir skiljanlega eins og hinir gestirnir, velur einn rétt og færð þér af honum aftur og aftur. Rétturinn sem þú velur er gómsætur og að veislu lokinni ertu saddur. Samt ertu forvitinn um alla hina réttina sem þú smakkaðir ekki og lítur um öxl á veisluborðið mikla með ögn af eftirsjá þegar þú gengur út. Námsferill margra grunnnema við Háskóla Íslands líkist að mínu mati upplifun gestsins af þessari ímynduðu, þversagnakenndu veislu. Háskólinn er sá eini á Íslandi sem býður upp á alhliða nám sem teygir sig yfir fimm fræðasvið. Eins og stendur orðrétt á vefsíðu Háskólans er hann „stærsti háskóli landsins með langmesta fjölbreytni í námsframboði enda býður hann [upp] á fjórða hundrað spennandi námsleiðir á öllum fræðasviðum“. Grunnnemum standa til boða meira en hundrað námsleiðir til BA- eða BS-prófs í fræðigreinum frá almennri bókmenntafræði til þroskaþjálfafræði og allt þar á milli. En eins og veislugestirnir hér fyrir ofan takmarka flestir grunnnemar sig við eina námsgrein allan námsferilinn, sem er til þriggja árið miðað við fullt nám og nemur 180 einingum. Margar námsleiðir innan skólans bjóða einungis upp á 180 eininga nám og festa þannig nemann við þá námsleið allt grunnnámið. Aðrar námsleiðir bjóða að vísu upp á bæði 180 eða 120 eininga nám, sem gefur nemendum svigrúm til að taka 120 einingar í sinni aðalnámsgrein og 60 einingar í aukagrein, en tölur háskólans sýna að einungis 30 prósent af nemunum sem gátu valið á milli 180 og 120 eininga námsleið árið 2024 innrituðu sig í nám til 120 eininga í aðalgrein. Langflestir héldu sig við 180 eininga námsleiðina og þar með við bara einn rétt í þeirri fjölbreyttu námsveislu sem háskólinn býður upp á. Skýringin á þessu ástandi getur verið sú að nemendur vilji einfaldlega taka eina grein í grunnnáminu. Önnur skýring, sem ég tel ekki síður líklega og sem nemendur og samstarfsfólk við háskólann hafa ítrekað nefnt, er að deildir séu ekki nógu duglegar að upplýsa nemendur um að 120 eininga nám stendi þeim til boða. En hvers vegna ættu þær að gera það? Deililíkan háskólans refsar deildum fjárhagslega fyrir að senda nemendur í sinni aðalnámsgrein í aukagrein utan deildarinnar. „Heima(deild) er best“ eru skilaboð kerfisins. En ég er sannfærður um að fjölbreyttara grunnnám – þar sem nemendur fá frelsi til að velja fleiri rétti í námsveislunni miklu – væri bæði þeim og samfélaginu öllu til framdráttar. Í fyrsta lagi ættum við að gefa nemendum okkar, sem flestir eru ungir og/eða eru að stunda háskólanám í fyrsta skipti, ráðrúm til að prófa sig áfram og uppgötva eigin leið í náminu eins og í lífinu almennt. Áður fengu nemendur þetta mikilvæga tækifæri í framhaldskóla en í kjölfar styttingar þess námsstigs koma stúdentar inn í háskólann með minni breidd í menntun en fyrr. Fjölbreyttara grunnnám þar sem nemendur gætu tekið aukagrein eða kynnst nokkrum ólíkum námsgreinum, myndi gefa þeim þá breidd aftur og stuðla að sveigjanleika, opnu hugarfari og skilningi á fleiri fræðigreinum. Þeir kostir eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr á okkar tímum þar sem atvinnumarkaðurinn er hvikull og flókin hnattræn vandamál eins og samfélagsleg skautun og loftlagsbreytingar þekkja enga deildarmúra og kalla á þverfræðilegar lausnir. Sem betur fer tala allir fimm íslensku frambjóðendurnir til rektorsembættis við háskólann í stefnum sínum um mikilvægi þess að gera grunnnámið fjölbreyttara. Ég hvet alla til að kynna sér hugmyndir þeirra og spyrja þá um útfærslur, ekki síst hvað varðar deililíkan háskólans, á þeim kynningarfundum sem eru eftir fyrir kosningar 18.-19. mars. Nú er tækifæri til að opna grunnnám við háskólann og veita nemendum aðgang að þeirri glæsilegu, fjölbreyttu námsveislu sem Háskóli Íslands getur státað sig af. Höfundur er verkefnisstjóri og sérfræðingur við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, Ímyndaðu þér að þér sé boðið í glæsilega veislu. Þegar þú ferð inn um veisludyrnar blasir við þér óendanlega stórt veisluborð með hundruðum fjölbreyttra rétta. Þú hefur aldrei séð þvílíka ofgnótt á ævinni; hún teygir sig svo langt sem augað eygir. Þig langar að smakka og prófa þessa fjölbreyttu rétti en þú tekur eftir því að hinir gestirnir, af einhverjum ástæðum, takmarka sig við einn rétt sem þeir halda sig við allt kvöldið. Þú gerir skiljanlega eins og hinir gestirnir, velur einn rétt og færð þér af honum aftur og aftur. Rétturinn sem þú velur er gómsætur og að veislu lokinni ertu saddur. Samt ertu forvitinn um alla hina réttina sem þú smakkaðir ekki og lítur um öxl á veisluborðið mikla með ögn af eftirsjá þegar þú gengur út. Námsferill margra grunnnema við Háskóla Íslands líkist að mínu mati upplifun gestsins af þessari ímynduðu, þversagnakenndu veislu. Háskólinn er sá eini á Íslandi sem býður upp á alhliða nám sem teygir sig yfir fimm fræðasvið. Eins og stendur orðrétt á vefsíðu Háskólans er hann „stærsti háskóli landsins með langmesta fjölbreytni í námsframboði enda býður hann [upp] á fjórða hundrað spennandi námsleiðir á öllum fræðasviðum“. Grunnnemum standa til boða meira en hundrað námsleiðir til BA- eða BS-prófs í fræðigreinum frá almennri bókmenntafræði til þroskaþjálfafræði og allt þar á milli. En eins og veislugestirnir hér fyrir ofan takmarka flestir grunnnemar sig við eina námsgrein allan námsferilinn, sem er til þriggja árið miðað við fullt nám og nemur 180 einingum. Margar námsleiðir innan skólans bjóða einungis upp á 180 eininga nám og festa þannig nemann við þá námsleið allt grunnnámið. Aðrar námsleiðir bjóða að vísu upp á bæði 180 eða 120 eininga nám, sem gefur nemendum svigrúm til að taka 120 einingar í sinni aðalnámsgrein og 60 einingar í aukagrein, en tölur háskólans sýna að einungis 30 prósent af nemunum sem gátu valið á milli 180 og 120 eininga námsleið árið 2024 innrituðu sig í nám til 120 eininga í aðalgrein. Langflestir héldu sig við 180 eininga námsleiðina og þar með við bara einn rétt í þeirri fjölbreyttu námsveislu sem háskólinn býður upp á. Skýringin á þessu ástandi getur verið sú að nemendur vilji einfaldlega taka eina grein í grunnnáminu. Önnur skýring, sem ég tel ekki síður líklega og sem nemendur og samstarfsfólk við háskólann hafa ítrekað nefnt, er að deildir séu ekki nógu duglegar að upplýsa nemendur um að 120 eininga nám stendi þeim til boða. En hvers vegna ættu þær að gera það? Deililíkan háskólans refsar deildum fjárhagslega fyrir að senda nemendur í sinni aðalnámsgrein í aukagrein utan deildarinnar. „Heima(deild) er best“ eru skilaboð kerfisins. En ég er sannfærður um að fjölbreyttara grunnnám – þar sem nemendur fá frelsi til að velja fleiri rétti í námsveislunni miklu – væri bæði þeim og samfélaginu öllu til framdráttar. Í fyrsta lagi ættum við að gefa nemendum okkar, sem flestir eru ungir og/eða eru að stunda háskólanám í fyrsta skipti, ráðrúm til að prófa sig áfram og uppgötva eigin leið í náminu eins og í lífinu almennt. Áður fengu nemendur þetta mikilvæga tækifæri í framhaldskóla en í kjölfar styttingar þess námsstigs koma stúdentar inn í háskólann með minni breidd í menntun en fyrr. Fjölbreyttara grunnnám þar sem nemendur gætu tekið aukagrein eða kynnst nokkrum ólíkum námsgreinum, myndi gefa þeim þá breidd aftur og stuðla að sveigjanleika, opnu hugarfari og skilningi á fleiri fræðigreinum. Þeir kostir eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr á okkar tímum þar sem atvinnumarkaðurinn er hvikull og flókin hnattræn vandamál eins og samfélagsleg skautun og loftlagsbreytingar þekkja enga deildarmúra og kalla á þverfræðilegar lausnir. Sem betur fer tala allir fimm íslensku frambjóðendurnir til rektorsembættis við háskólann í stefnum sínum um mikilvægi þess að gera grunnnámið fjölbreyttara. Ég hvet alla til að kynna sér hugmyndir þeirra og spyrja þá um útfærslur, ekki síst hvað varðar deililíkan háskólans, á þeim kynningarfundum sem eru eftir fyrir kosningar 18.-19. mars. Nú er tækifæri til að opna grunnnám við háskólann og veita nemendum aðgang að þeirri glæsilegu, fjölbreyttu námsveislu sem Háskóli Íslands getur státað sig af. Höfundur er verkefnisstjóri og sérfræðingur við Háskóla Íslands.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun