Körfubolti

Kristinn Alberts­son nýr for­maður KKÍ

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristinn Albertsson var í dag kjörinn formaður KKÍ.
Kristinn Albertsson var í dag kjörinn formaður KKÍ.

Kristinn Albertsson var í dag kjörinn nýr formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ.

Kristinn tekur við af Guðbjörgu Norðfjörð sem tók við af Hannesi S. Jónssyni á miðju kjörtímabili þegar hann steig að fullu yfir í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Krsitinn hafði betur gegn Kjartani Frey Ásmundssyni í formannsslagnum. Kristinn hlaut 105 atkvæði gegn 26 atkvæðum Kjartans.

Kristinn er vel þekktur innan körfuboltafjölskyldunnar eftir áratuga starf fyrir hreyfinguna og er handhafi gullmerkis KKÍ frá árinu 2003.

Kristinn var stjórnarmaður KKÍ í fimm ár, gjaldkeri í tvö ar og framkvæmdastjóri sambandsins í tvö ár.

Þekktastur er hann þó í körfuboltanum fyrir aðkomu sína að dómgæslu.

Kristinn dæmdi yfir fjögur hundruð leiki í úrvalsdeild karla, fjölmarga úrslitaleiki, hann varð alþjóðlegur dómari aðeins 22 ára gamall og dæmdi yfir fimmtíu FIBA-leiki á dómaraferlinum.

Hann sat líka í mótanefnd KKÍ í fimm ár og í dómaranefnd KKÍ með hléum í níu ár.

Undanfarin sautján ár hefur hann ekki komið að íslenskum körfubolta þar sem hann hefur verið fjármálastjóri Samskipa samstæðunnar og staðsettur í Rotterdam í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×