Innlent

Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengi­sandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Fyrsti gestur Kristjáns í dag er Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir, sérfræðingur í smitsjúkdómum, og mun hann ræða faraldur Covid 19 en í dag eru fimm ár frá því fyrsta samkomubannið tók gildi. Voru viðbrögðin rétt á sínum tíma, hvaða lærdóm má draga af heimsfaraldrinum?

Næst mæta þær Ingibjörg Isaksen og Kolbrún Baldursdóttir, alþingismenn, og munu ræða leiðir til að koma til móts við vanda barna með alvarlegan og fjölþættan vanda í kjölfar frétta undanfarinna vikna.

Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra mætir því næst og fer yfir stöðu efnahagsmála og sýn sína á ríkisfjármálin á næstunni.

Þá mæta þau Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og formaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, og Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður og fyrrverandi formaður sömu nefndar. Þau munu ræða pólitísk tíðindi þessara daga, eins og vantraust menntamálaráðherra á dómskerfinu en ekki síst verksvið nefndarinnar sem ætlar að taka fyrir erindi utan úr bæ í svokölluðu byrlunarmáli.

Hægt er að fylgjast með þættinum í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×