Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir og Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifa 17. mars 2025 07:02 Í margvíslegum samvinnuverkefnum á síðustu árum hefur Kolbrún sýnt sveigjanleika og seiglu og ekki hikað við að láta hendur standa fram úr ermum. Við styðjum framboð hennar til rektors Háskóla Íslands heilshugar og hvetjum öll þau sem atkvæðisrétt hafa til að kynna sér stefnumál hennar og árangur. Kolbrún Pálsdóttir hefur náð að tengja Menntavísindasvið Háskóla Íslands við aðrar menntastofnanir samfélagsins á nýjan hátt. Hún hefur vilja og metnað til að brjóta niður múra milli stofnana, skapa vettvang fyrir samtal ólíkra aðila og tryggja að Háskólinn starfi í tengslum við skóla á öllum stigum, fagfélög, stjórnvöld og aðra lykilaðila. Kolbrún hefur verið óþreytandi í því að styðja við þróun kennslu og rannsókna og leitað leiða til að styrkja samstarf og nýja sprota í menntakerfinu. Hún hefur ásamt samstarfsfólki af Menntavísindasviði tekið virkan þátt í mótun stefnu og uppbyggingu verkefna á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Eitt dæmi um mikilvægt samstarfsverkefni er MEMM – menntun, mótttaka og miðlun – þróunarverkefni sem mennta- og barnamálamálaráðuneytið leiðir og miðar að því að skapa samræmda stefnu fyrir móttöku og menntun barna með fjölbreyttan bakgrunn í íslenskum skólum. Annað dæmi um nýjan sprota er fagháskólanám í leikskólafræði á landsvísu þar sem Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild Háskólans á Akureyri byggja upp nýja námsleið saman sem mætir þörfum sveitafélaga og leikskóla um land allt. Það er ekki sjálfgefið að tryggja stuðning og fjármagn til nýrra verkefna, en Kolbrún hefur náð því með skýrri sýn, öflugri samvinnu og sannfæringarkrafti. Kolbrún hefur það sem þarf til að leiða Háskólann áfram á vegferð uppbyggingar síðustu ára. Yfirgripsmikil reynsla hennar af stjórnun og þekking á stjórnkerfinu, framsýni, seigla og ríkuleg tengsl við fjölmarga aðila munu nýtast vel í embætti rektors. Við hvetjum ykkur öll sem hafið atkvæðisrétt í rektorskjörinu sem fram fer á Uglu 18. og 19. mars til að kjósa Kolbrúnu sem næsta rektor Háskóla Íslands. Kristín Jónsdóttir er kennslukona og dósent við Deild kennslu og menntunarfræða HÍ Þórdís Jóna Sigurðardóttir er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í margvíslegum samvinnuverkefnum á síðustu árum hefur Kolbrún sýnt sveigjanleika og seiglu og ekki hikað við að láta hendur standa fram úr ermum. Við styðjum framboð hennar til rektors Háskóla Íslands heilshugar og hvetjum öll þau sem atkvæðisrétt hafa til að kynna sér stefnumál hennar og árangur. Kolbrún Pálsdóttir hefur náð að tengja Menntavísindasvið Háskóla Íslands við aðrar menntastofnanir samfélagsins á nýjan hátt. Hún hefur vilja og metnað til að brjóta niður múra milli stofnana, skapa vettvang fyrir samtal ólíkra aðila og tryggja að Háskólinn starfi í tengslum við skóla á öllum stigum, fagfélög, stjórnvöld og aðra lykilaðila. Kolbrún hefur verið óþreytandi í því að styðja við þróun kennslu og rannsókna og leitað leiða til að styrkja samstarf og nýja sprota í menntakerfinu. Hún hefur ásamt samstarfsfólki af Menntavísindasviði tekið virkan þátt í mótun stefnu og uppbyggingu verkefna á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Eitt dæmi um mikilvægt samstarfsverkefni er MEMM – menntun, mótttaka og miðlun – þróunarverkefni sem mennta- og barnamálamálaráðuneytið leiðir og miðar að því að skapa samræmda stefnu fyrir móttöku og menntun barna með fjölbreyttan bakgrunn í íslenskum skólum. Annað dæmi um nýjan sprota er fagháskólanám í leikskólafræði á landsvísu þar sem Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild Háskólans á Akureyri byggja upp nýja námsleið saman sem mætir þörfum sveitafélaga og leikskóla um land allt. Það er ekki sjálfgefið að tryggja stuðning og fjármagn til nýrra verkefna, en Kolbrún hefur náð því með skýrri sýn, öflugri samvinnu og sannfæringarkrafti. Kolbrún hefur það sem þarf til að leiða Háskólann áfram á vegferð uppbyggingar síðustu ára. Yfirgripsmikil reynsla hennar af stjórnun og þekking á stjórnkerfinu, framsýni, seigla og ríkuleg tengsl við fjölmarga aðila munu nýtast vel í embætti rektors. Við hvetjum ykkur öll sem hafið atkvæðisrétt í rektorskjörinu sem fram fer á Uglu 18. og 19. mars til að kjósa Kolbrúnu sem næsta rektor Háskóla Íslands. Kristín Jónsdóttir er kennslukona og dósent við Deild kennslu og menntunarfræða HÍ Þórdís Jóna Sigurðardóttir er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar