Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson og Tina Paic skrifa 17. mars 2025 13:01 Virðisaukaskattur er flestum okkar vel kunnugur. Snertiflöturinn er víða, hann er í hverri einustu verslun, á nánast hverri einustu kvittun og er hann í raun óumflýjanlegur hluti af daglegum viðskiptum. Flest fyrirtæki og einstaklingar í atvinnurekstri geta dregið þann virðisaukaskatt sem þau greiða af aðföngum sínum frá þeim virðisaukaskatti sem þau innheimta við sölu, þannig að skatturinn leggst í raun á neytendur. En hvað með sveitarfélögin? Þau veita margvíslega grunnþjónustu, byggja upp innviði, reka skóla og annast velferðarmál svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir það eru þau almennt ekki í virðisaukaskattskyldum rekstri. Það þýðir að sveitarfélögin innheimta almennt ekki virðisaukaskatt, en greiða hann engu að síður af flest öllum vörum og þjónustu sem þau kaupa. Til að vega upp á móti þessu eiga sveitarfélög, sem og aðrir opinberir aðilar svo sem ríkið og stofnanir, ákveðinn rétt til að sækja endurgreiðslu á greiddum virðisaukaskatti. En hvernig virkar það kerfi í raun og veru? Hvað er endurgreitt – og hvað ekki? Aðilarnir njóta takmarkaðs endurgreiðsluréttar samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Þau geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þau greiða af ákveðnum útgjöldum, en alls ekki öllum. Umfang endurgreiðslu ræðst af eðli útgjaldanna. Þannig geta sveitarfélög t.d. fengið fulla endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna sorphreinsunar, ræstingar, snjómoksturs, björgunarstarfa og sérfræðiþjónustu. Hins vegar er alls ekki virðisaukaskattur af allri þjónustu sem sveitarfélög kaupa endurgreiddur að fullu. Í sumum tilfellum fá þau einungis hluta af virðisaukaskattinum endurgreiddan og í öðrum tilfellum fá þau alls enga endurgreiðslu. Þetta getur leitt til þess að sveitarfélög greiða virðisaukaskatt af aðföngum í rekstri sínum, án þess að fá hann endurgreiddan. Þegar fyrirtæki kaupir tölvubúnað fyrir rekstur sinn greiðir það virðisaukaskatt af kaupverðinu, en getur síðan dregið þá upphæð frá þeim virðisaukaskatti sem það innheimtir af sínum viðskiptavinum. Sveitarfélög, aftur á móti, hafa enga slíka leið. Þau greiða virðisaukaskatt af tölvubúnaði sem þau kaupa, en ef sú þjónusta sem tölvubúnaðurinn styður fellur ekki undir endurgreiðsluréttinn, verður þessi skattur hreinn kostnaður fyrir sveitarfélagið sem þarf að fjármagna. Hvaða „aðrir“ opinberu aðilar falla undir reglurnar? Það eru þó ekki einungis ríki, sveitarfélög og stofnanir sem eiga rétt á endurgreiðslu heldur mögulega einnig aðrir opinberir aðilar. Nýlega féll úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 10/2025 þar sem deilt var um hvort sjálfseignarstofnun um framhaldsskóla gæti fallið undir endurgreiðslureglurnar sem opinber aðili. Sjálfeignastofnunin sem slík var ekki opinber aðili og hafnaði skatturinn því upphaflega endurgreiðslu beiðni þess. Í stuttu máli þá féllst Yfirskattanefnd ekki á rök Skattsins og taldi að sjálfseignarstofnunin sem um ræddi félli undir endurgreiðsluheimildina sem opinber aðili í grunninn vegna m.a, eðlis starfseminnar sjálfrar, lagaumhverfis, eftirlits og að stærsti hluti rekstrarkostnaðar sem og kostnaður við uppbyggingu skólans var borinn af hinu opinbera. Þannig var niðurstaðan sú að sjálfseignarstofnunin fékk fullan rétt til endurgreiðslu líkt og opinber aðili. Eins og þetta dæmi sýnir falla án efa fleiri aðilar undir reglurnar heldur en ætla mætti og því mikilvægt fyrir alla sem starfa í þessum geira að kanna rétt sinn m.t.t. endurgreiðslu. Lokaorð Virðisaukaskattur sveitarfélaga og opinbera aðila er flókið mál sem hefur fjárhagslegar afleiðingar í för með sér og getur þannig haft áhrif á þjónustu við íbúa þegar horft er á heildarmyndina. Það má auðvitað alltaf deila um það hvort kerfið sé sanngjarnt eða ekki en eitt er víst að þetta er mál sem skiptir sveitarfélög landsins og aðra opinbera aðila miklu máli. Það er því mikilvægt að aðilar þekki rétt sinn og fái nauðsynlegar leiðbeiningar þegar við á en hugsanlega er til staðar endurgreiðsluréttur sem aðilar eru ekki meðvitaðir um og því mikilvægt að þekkja rétt sinn. Höfundar: Helgi Már Jósepsson og Tina Paic hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Virðisaukaskattur er flestum okkar vel kunnugur. Snertiflöturinn er víða, hann er í hverri einustu verslun, á nánast hverri einustu kvittun og er hann í raun óumflýjanlegur hluti af daglegum viðskiptum. Flest fyrirtæki og einstaklingar í atvinnurekstri geta dregið þann virðisaukaskatt sem þau greiða af aðföngum sínum frá þeim virðisaukaskatti sem þau innheimta við sölu, þannig að skatturinn leggst í raun á neytendur. En hvað með sveitarfélögin? Þau veita margvíslega grunnþjónustu, byggja upp innviði, reka skóla og annast velferðarmál svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir það eru þau almennt ekki í virðisaukaskattskyldum rekstri. Það þýðir að sveitarfélögin innheimta almennt ekki virðisaukaskatt, en greiða hann engu að síður af flest öllum vörum og þjónustu sem þau kaupa. Til að vega upp á móti þessu eiga sveitarfélög, sem og aðrir opinberir aðilar svo sem ríkið og stofnanir, ákveðinn rétt til að sækja endurgreiðslu á greiddum virðisaukaskatti. En hvernig virkar það kerfi í raun og veru? Hvað er endurgreitt – og hvað ekki? Aðilarnir njóta takmarkaðs endurgreiðsluréttar samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Þau geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þau greiða af ákveðnum útgjöldum, en alls ekki öllum. Umfang endurgreiðslu ræðst af eðli útgjaldanna. Þannig geta sveitarfélög t.d. fengið fulla endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna sorphreinsunar, ræstingar, snjómoksturs, björgunarstarfa og sérfræðiþjónustu. Hins vegar er alls ekki virðisaukaskattur af allri þjónustu sem sveitarfélög kaupa endurgreiddur að fullu. Í sumum tilfellum fá þau einungis hluta af virðisaukaskattinum endurgreiddan og í öðrum tilfellum fá þau alls enga endurgreiðslu. Þetta getur leitt til þess að sveitarfélög greiða virðisaukaskatt af aðföngum í rekstri sínum, án þess að fá hann endurgreiddan. Þegar fyrirtæki kaupir tölvubúnað fyrir rekstur sinn greiðir það virðisaukaskatt af kaupverðinu, en getur síðan dregið þá upphæð frá þeim virðisaukaskatti sem það innheimtir af sínum viðskiptavinum. Sveitarfélög, aftur á móti, hafa enga slíka leið. Þau greiða virðisaukaskatt af tölvubúnaði sem þau kaupa, en ef sú þjónusta sem tölvubúnaðurinn styður fellur ekki undir endurgreiðsluréttinn, verður þessi skattur hreinn kostnaður fyrir sveitarfélagið sem þarf að fjármagna. Hvaða „aðrir“ opinberu aðilar falla undir reglurnar? Það eru þó ekki einungis ríki, sveitarfélög og stofnanir sem eiga rétt á endurgreiðslu heldur mögulega einnig aðrir opinberir aðilar. Nýlega féll úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 10/2025 þar sem deilt var um hvort sjálfseignarstofnun um framhaldsskóla gæti fallið undir endurgreiðslureglurnar sem opinber aðili. Sjálfeignastofnunin sem slík var ekki opinber aðili og hafnaði skatturinn því upphaflega endurgreiðslu beiðni þess. Í stuttu máli þá féllst Yfirskattanefnd ekki á rök Skattsins og taldi að sjálfseignarstofnunin sem um ræddi félli undir endurgreiðsluheimildina sem opinber aðili í grunninn vegna m.a, eðlis starfseminnar sjálfrar, lagaumhverfis, eftirlits og að stærsti hluti rekstrarkostnaðar sem og kostnaður við uppbyggingu skólans var borinn af hinu opinbera. Þannig var niðurstaðan sú að sjálfseignarstofnunin fékk fullan rétt til endurgreiðslu líkt og opinber aðili. Eins og þetta dæmi sýnir falla án efa fleiri aðilar undir reglurnar heldur en ætla mætti og því mikilvægt fyrir alla sem starfa í þessum geira að kanna rétt sinn m.t.t. endurgreiðslu. Lokaorð Virðisaukaskattur sveitarfélaga og opinbera aðila er flókið mál sem hefur fjárhagslegar afleiðingar í för með sér og getur þannig haft áhrif á þjónustu við íbúa þegar horft er á heildarmyndina. Það má auðvitað alltaf deila um það hvort kerfið sé sanngjarnt eða ekki en eitt er víst að þetta er mál sem skiptir sveitarfélög landsins og aðra opinbera aðila miklu máli. Það er því mikilvægt að aðilar þekki rétt sinn og fái nauðsynlegar leiðbeiningar þegar við á en hugsanlega er til staðar endurgreiðsluréttur sem aðilar eru ekki meðvitaðir um og því mikilvægt að þekkja rétt sinn. Höfundar: Helgi Már Jósepsson og Tina Paic hjá KPMG Law.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun