Fótbolti

Arnar stýrði sinni fyrstu lands­liðsæfingu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar á æfingu dagsins.
Arnar á æfingu dagsins. KSÍ

Arnar Gunnlaugsson stýrði í dag sinni fyrstu æfingu sem þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur birt myndir af æfingunni þar sem gleðin var við völd.

A-landslið karla í knattspyrnu er sem stendur á Spáni þar sem það undirbýr sig fyrir komandi leiki gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar. Fyrri leikurinn fer fram í Pristina, í Kósovó, en á síðari fer fram í Murcia á Spáni þar sem ekki er hægt að leika hér á landi.

Báðir leikir verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×