Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar 18. mars 2025 10:33 Færni sem kennari. Eftir að hafa starfað við háskólann í yfir 20 ár hefur Ingibjörg safnað sér mikla reynslu sem kennari. Hún hefur kennt fjölbreytta áfanga þvert á deildir heilbrigðisvísindasviðs og einkennist sú kennsla af mikilli þekkingu og yfirvegun. Ein mikilvægasta áhersla hennar er að eiga gott samtal við nemendur þar sem hægt er að koma fram ólíkum sjónarmiðum og efla gagnrýna hugsun. Þjálfun á hinu síðastnefnda er hugsanlega eitt mikilvægasta hlutverk háskólans í breyttu samfélagi dagsins. Fær vísindakona. Árið 2023 var Ingibjörg tilnefnd sem heiðursvísindakona Landspítalans. Verðskulduð nafnbót og viðurkenning eftir áralanga vinnu með mörgu af færasta rannsóknarfólki heims, þvert á háskóla. Hún er einn helsti sérfræðingur innan næringar ungbarna og næringar á meðgöngu og hefur tekið þátt í vinnu að norrænum ráðleggingum um mataræði. Hún er því óhrædd við að vera leiðandi rödd í vægast samt stormasömu umhverfi. Ingibjörg veitir ungu vísindafólki möguleika, færir þeim ábyrgð, eflir færni þeirra og lyftir þeim upp á hærra stig. Hún hefur tekið þátt í því að byggja upp meistaranámsleið og doktorsnám í næringarfræði, leiðbeint ótal nemendum og stutt nemendur í vegferð þeirra innan vísindanna. Þannig hefur hún rutt veginn fyrir nemendur til þess að stíga sín fyrstu skref inn í heim vísindanna og þannig mótað framtíð HÍ sem rannsóknarháskóla. Þekkir innri kerfi háskólans. Ingibjörg veit hvað þarf til þess að bæta háskólann enn frekar og hefur fjallað um leiðir til þess í framboði sínu. Hún er því með skýra hugsjón um þær breytingar sem þarf að fara í og leiðtogahæfileikana til þess að ná þeim í gegn. Samfélagslegt mikilvægi háskólans er mikil og þrátt fyrir langvarandi vanfjármögnun býr HÍ að ómetanlegum mannauði. Í öllu samstarfi hefur Ingibjörg lagt áherslu á skýr samskipti og góða samvinnu, lykileiginleikar í fari einstaklings sem á að reka háskólann. Það er ljóst að hún mun skapa háskólaumhverfi þar sem við fáum betri tækifæri til þess að nýta okkar hæfileika á sem bestan hátt og þannig efla háskólann Hún hefur hugsjónina sem nær að nýta þennan mikla mannauð sem við Íslendingar búum að. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga hin réttu skref í átt að bættum Háskóla. Hún er því sá frambjóðandi sem fær mitt atkvæði. Höfundur er nemandi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Færni sem kennari. Eftir að hafa starfað við háskólann í yfir 20 ár hefur Ingibjörg safnað sér mikla reynslu sem kennari. Hún hefur kennt fjölbreytta áfanga þvert á deildir heilbrigðisvísindasviðs og einkennist sú kennsla af mikilli þekkingu og yfirvegun. Ein mikilvægasta áhersla hennar er að eiga gott samtal við nemendur þar sem hægt er að koma fram ólíkum sjónarmiðum og efla gagnrýna hugsun. Þjálfun á hinu síðastnefnda er hugsanlega eitt mikilvægasta hlutverk háskólans í breyttu samfélagi dagsins. Fær vísindakona. Árið 2023 var Ingibjörg tilnefnd sem heiðursvísindakona Landspítalans. Verðskulduð nafnbót og viðurkenning eftir áralanga vinnu með mörgu af færasta rannsóknarfólki heims, þvert á háskóla. Hún er einn helsti sérfræðingur innan næringar ungbarna og næringar á meðgöngu og hefur tekið þátt í vinnu að norrænum ráðleggingum um mataræði. Hún er því óhrædd við að vera leiðandi rödd í vægast samt stormasömu umhverfi. Ingibjörg veitir ungu vísindafólki möguleika, færir þeim ábyrgð, eflir færni þeirra og lyftir þeim upp á hærra stig. Hún hefur tekið þátt í því að byggja upp meistaranámsleið og doktorsnám í næringarfræði, leiðbeint ótal nemendum og stutt nemendur í vegferð þeirra innan vísindanna. Þannig hefur hún rutt veginn fyrir nemendur til þess að stíga sín fyrstu skref inn í heim vísindanna og þannig mótað framtíð HÍ sem rannsóknarháskóla. Þekkir innri kerfi háskólans. Ingibjörg veit hvað þarf til þess að bæta háskólann enn frekar og hefur fjallað um leiðir til þess í framboði sínu. Hún er því með skýra hugsjón um þær breytingar sem þarf að fara í og leiðtogahæfileikana til þess að ná þeim í gegn. Samfélagslegt mikilvægi háskólans er mikil og þrátt fyrir langvarandi vanfjármögnun býr HÍ að ómetanlegum mannauði. Í öllu samstarfi hefur Ingibjörg lagt áherslu á skýr samskipti og góða samvinnu, lykileiginleikar í fari einstaklings sem á að reka háskólann. Það er ljóst að hún mun skapa háskólaumhverfi þar sem við fáum betri tækifæri til þess að nýta okkar hæfileika á sem bestan hátt og þannig efla háskólann Hún hefur hugsjónina sem nær að nýta þennan mikla mannauð sem við Íslendingar búum að. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga hin réttu skref í átt að bættum Háskóla. Hún er því sá frambjóðandi sem fær mitt atkvæði. Höfundur er nemandi við Háskóla Íslands
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar