Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2025 13:02 Ísraelsríki var stofnað í Palestínu árið 1948 af Þjóðabandalaginu (forverum Sameinuðu þjóðanna) sem afhentu gyðingum yfir 50% af landi Palestínu. Fyrir áttu gyðingar einungis um 6% af landi í Palestínu, en frá aldamótum 1900 höfðu gyðingar keypt þar jarðir og t.d. stofnað samyrkjubú. Íbúar Palestínu voru ekki sátt við að missa eignir sínar og missa meira en helmings alls lands undir hið nýstofnaða ríki og veittu andspyrnu. Sú andspyrna var brotin á bak aftur með þvílíku afli og landstuldi af hálfu Ísraela að eftir stóðu íbúar Palestínu með einungis um 20% lands og Ísraelar með um 80% lands Palestínu. Áfram líður tíminn og árið 1967 hernema ísraelsk stjórnvöld það sem eftir er af Palestínu. Kallað sex daga stríðið. Ísraelsk stjórnvöld eru þá með ógnarstjórn á öllu landi og öllum íbúum Palestínu. Palestínskir íbúar lifa eftir herlögum meðan Ísraelar lifa við landslög, á því er mikill lífsgæða munur. Opinber tölfræði segir okkur að íbúar Palestínu hafi lifað við kúgun ofbeldi og dauða allt frá stofnun Ísraelsríkis - ekki öfugt. Allar þessar sístækkandi ólöglegu landtökubyggðir tala sínu máli. Það rænir engin landi án þess að beita ofbeldi, kúgun og útrýmingu þeirra sem fyrir eru. Það var svo seint árið 1987 sem íbúar í Palestínu stofna herskáa andspyrnuhreyfingu að nafni Hamas. Fjörutíu árum eftir að Ísraelsríki tók yfir 88% af landi þeirra. Tuttugu árum eftir að rest af landi var hertekið af Ísraelum með tilheyrandi, ofbeldi, dauða og lífsgæðaskerðingu. Með öðrum orðum, það tók Palestínska þjóð heilt land og 40 ár að stofna herskáa andspyrnuhreyfingu. Síðan eru liðin 37 ár en ekkert hefur breyst. Enn þá sýna öll opinber gögn (frá stofnunum sem við erum vön að taka mark á) hversu mikill munur er á myrtum sitt hvoru megin og hversu ólík lífsgæðin eru. Árið 1948 til 2008 er áætlað að 67.000 íbúar Palestínu hafi verið drepnir af Ísraelum á móti 16.000 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Frá árinu 2008 til 2022 drápu Ísraelsmenn 6.736 íbúa Palestínu á móti 317 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Árið 2023 frá 1. jan. til 7. okt. myrtu Ísraelsmenn 237 íbúa Palestínu en Palestínumenn drápu 4 Ísraela. Þið þekkið svo atburðarásina eftir 7. okt. Inn í þessum tölum eru ekki allt það palestínska fólk deyr vegna vosbúðar eða vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og ekki tölur yfir fólk sem leggst á flótta vegna ofsókna og stuldi á eigum þess og landi. Það er bara önnur þjóðin sem hefur flúið undan ofsóknum og ofbeldi og bara önnur þjóðin sem lifir við herlög með öllum þeim takmörkunum lífsgæða sem því fylgir. Flóttafólk er varla vandamálið heldur það sem það er að flýja. Herskár andspyrnuhreyfingar eru varla vandamálið heldur hvers vegna þær verða til. Hvað er orsök og hvað er afleiðing? Yfirstandandi þjóðarmorð og langavarandi útrýming palestínskrar þjóðar verður ekki réttlæt vegna tilvistar Hamas. Veit það er þægilegri tilhugsun fyrir okkur áhorfendur (alþjóðasamfélagið) og því er haldið að okkur - en það stenst bara ekki skoðun. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Ísraelsríki var stofnað í Palestínu árið 1948 af Þjóðabandalaginu (forverum Sameinuðu þjóðanna) sem afhentu gyðingum yfir 50% af landi Palestínu. Fyrir áttu gyðingar einungis um 6% af landi í Palestínu, en frá aldamótum 1900 höfðu gyðingar keypt þar jarðir og t.d. stofnað samyrkjubú. Íbúar Palestínu voru ekki sátt við að missa eignir sínar og missa meira en helmings alls lands undir hið nýstofnaða ríki og veittu andspyrnu. Sú andspyrna var brotin á bak aftur með þvílíku afli og landstuldi af hálfu Ísraela að eftir stóðu íbúar Palestínu með einungis um 20% lands og Ísraelar með um 80% lands Palestínu. Áfram líður tíminn og árið 1967 hernema ísraelsk stjórnvöld það sem eftir er af Palestínu. Kallað sex daga stríðið. Ísraelsk stjórnvöld eru þá með ógnarstjórn á öllu landi og öllum íbúum Palestínu. Palestínskir íbúar lifa eftir herlögum meðan Ísraelar lifa við landslög, á því er mikill lífsgæða munur. Opinber tölfræði segir okkur að íbúar Palestínu hafi lifað við kúgun ofbeldi og dauða allt frá stofnun Ísraelsríkis - ekki öfugt. Allar þessar sístækkandi ólöglegu landtökubyggðir tala sínu máli. Það rænir engin landi án þess að beita ofbeldi, kúgun og útrýmingu þeirra sem fyrir eru. Það var svo seint árið 1987 sem íbúar í Palestínu stofna herskáa andspyrnuhreyfingu að nafni Hamas. Fjörutíu árum eftir að Ísraelsríki tók yfir 88% af landi þeirra. Tuttugu árum eftir að rest af landi var hertekið af Ísraelum með tilheyrandi, ofbeldi, dauða og lífsgæðaskerðingu. Með öðrum orðum, það tók Palestínska þjóð heilt land og 40 ár að stofna herskáa andspyrnuhreyfingu. Síðan eru liðin 37 ár en ekkert hefur breyst. Enn þá sýna öll opinber gögn (frá stofnunum sem við erum vön að taka mark á) hversu mikill munur er á myrtum sitt hvoru megin og hversu ólík lífsgæðin eru. Árið 1948 til 2008 er áætlað að 67.000 íbúar Palestínu hafi verið drepnir af Ísraelum á móti 16.000 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Frá árinu 2008 til 2022 drápu Ísraelsmenn 6.736 íbúa Palestínu á móti 317 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Árið 2023 frá 1. jan. til 7. okt. myrtu Ísraelsmenn 237 íbúa Palestínu en Palestínumenn drápu 4 Ísraela. Þið þekkið svo atburðarásina eftir 7. okt. Inn í þessum tölum eru ekki allt það palestínska fólk deyr vegna vosbúðar eða vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og ekki tölur yfir fólk sem leggst á flótta vegna ofsókna og stuldi á eigum þess og landi. Það er bara önnur þjóðin sem hefur flúið undan ofsóknum og ofbeldi og bara önnur þjóðin sem lifir við herlög með öllum þeim takmörkunum lífsgæða sem því fylgir. Flóttafólk er varla vandamálið heldur það sem það er að flýja. Herskár andspyrnuhreyfingar eru varla vandamálið heldur hvers vegna þær verða til. Hvað er orsök og hvað er afleiðing? Yfirstandandi þjóðarmorð og langavarandi útrýming palestínskrar þjóðar verður ekki réttlæt vegna tilvistar Hamas. Veit það er þægilegri tilhugsun fyrir okkur áhorfendur (alþjóðasamfélagið) og því er haldið að okkur - en það stenst bara ekki skoðun. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun