Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2025 13:02 Ísraelsríki var stofnað í Palestínu árið 1948 af Þjóðabandalaginu (forverum Sameinuðu þjóðanna) sem afhentu gyðingum yfir 50% af landi Palestínu. Fyrir áttu gyðingar einungis um 6% af landi í Palestínu, en frá aldamótum 1900 höfðu gyðingar keypt þar jarðir og t.d. stofnað samyrkjubú. Íbúar Palestínu voru ekki sátt við að missa eignir sínar og missa meira en helmings alls lands undir hið nýstofnaða ríki og veittu andspyrnu. Sú andspyrna var brotin á bak aftur með þvílíku afli og landstuldi af hálfu Ísraela að eftir stóðu íbúar Palestínu með einungis um 20% lands og Ísraelar með um 80% lands Palestínu. Áfram líður tíminn og árið 1967 hernema ísraelsk stjórnvöld það sem eftir er af Palestínu. Kallað sex daga stríðið. Ísraelsk stjórnvöld eru þá með ógnarstjórn á öllu landi og öllum íbúum Palestínu. Palestínskir íbúar lifa eftir herlögum meðan Ísraelar lifa við landslög, á því er mikill lífsgæða munur. Opinber tölfræði segir okkur að íbúar Palestínu hafi lifað við kúgun ofbeldi og dauða allt frá stofnun Ísraelsríkis - ekki öfugt. Allar þessar sístækkandi ólöglegu landtökubyggðir tala sínu máli. Það rænir engin landi án þess að beita ofbeldi, kúgun og útrýmingu þeirra sem fyrir eru. Það var svo seint árið 1987 sem íbúar í Palestínu stofna herskáa andspyrnuhreyfingu að nafni Hamas. Fjörutíu árum eftir að Ísraelsríki tók yfir 88% af landi þeirra. Tuttugu árum eftir að rest af landi var hertekið af Ísraelum með tilheyrandi, ofbeldi, dauða og lífsgæðaskerðingu. Með öðrum orðum, það tók Palestínska þjóð heilt land og 40 ár að stofna herskáa andspyrnuhreyfingu. Síðan eru liðin 37 ár en ekkert hefur breyst. Enn þá sýna öll opinber gögn (frá stofnunum sem við erum vön að taka mark á) hversu mikill munur er á myrtum sitt hvoru megin og hversu ólík lífsgæðin eru. Árið 1948 til 2008 er áætlað að 67.000 íbúar Palestínu hafi verið drepnir af Ísraelum á móti 16.000 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Frá árinu 2008 til 2022 drápu Ísraelsmenn 6.736 íbúa Palestínu á móti 317 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Árið 2023 frá 1. jan. til 7. okt. myrtu Ísraelsmenn 237 íbúa Palestínu en Palestínumenn drápu 4 Ísraela. Þið þekkið svo atburðarásina eftir 7. okt. Inn í þessum tölum eru ekki allt það palestínska fólk deyr vegna vosbúðar eða vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og ekki tölur yfir fólk sem leggst á flótta vegna ofsókna og stuldi á eigum þess og landi. Það er bara önnur þjóðin sem hefur flúið undan ofsóknum og ofbeldi og bara önnur þjóðin sem lifir við herlög með öllum þeim takmörkunum lífsgæða sem því fylgir. Flóttafólk er varla vandamálið heldur það sem það er að flýja. Herskár andspyrnuhreyfingar eru varla vandamálið heldur hvers vegna þær verða til. Hvað er orsök og hvað er afleiðing? Yfirstandandi þjóðarmorð og langavarandi útrýming palestínskrar þjóðar verður ekki réttlæt vegna tilvistar Hamas. Veit það er þægilegri tilhugsun fyrir okkur áhorfendur (alþjóðasamfélagið) og því er haldið að okkur - en það stenst bara ekki skoðun. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ísraelsríki var stofnað í Palestínu árið 1948 af Þjóðabandalaginu (forverum Sameinuðu þjóðanna) sem afhentu gyðingum yfir 50% af landi Palestínu. Fyrir áttu gyðingar einungis um 6% af landi í Palestínu, en frá aldamótum 1900 höfðu gyðingar keypt þar jarðir og t.d. stofnað samyrkjubú. Íbúar Palestínu voru ekki sátt við að missa eignir sínar og missa meira en helmings alls lands undir hið nýstofnaða ríki og veittu andspyrnu. Sú andspyrna var brotin á bak aftur með þvílíku afli og landstuldi af hálfu Ísraela að eftir stóðu íbúar Palestínu með einungis um 20% lands og Ísraelar með um 80% lands Palestínu. Áfram líður tíminn og árið 1967 hernema ísraelsk stjórnvöld það sem eftir er af Palestínu. Kallað sex daga stríðið. Ísraelsk stjórnvöld eru þá með ógnarstjórn á öllu landi og öllum íbúum Palestínu. Palestínskir íbúar lifa eftir herlögum meðan Ísraelar lifa við landslög, á því er mikill lífsgæða munur. Opinber tölfræði segir okkur að íbúar Palestínu hafi lifað við kúgun ofbeldi og dauða allt frá stofnun Ísraelsríkis - ekki öfugt. Allar þessar sístækkandi ólöglegu landtökubyggðir tala sínu máli. Það rænir engin landi án þess að beita ofbeldi, kúgun og útrýmingu þeirra sem fyrir eru. Það var svo seint árið 1987 sem íbúar í Palestínu stofna herskáa andspyrnuhreyfingu að nafni Hamas. Fjörutíu árum eftir að Ísraelsríki tók yfir 88% af landi þeirra. Tuttugu árum eftir að rest af landi var hertekið af Ísraelum með tilheyrandi, ofbeldi, dauða og lífsgæðaskerðingu. Með öðrum orðum, það tók Palestínska þjóð heilt land og 40 ár að stofna herskáa andspyrnuhreyfingu. Síðan eru liðin 37 ár en ekkert hefur breyst. Enn þá sýna öll opinber gögn (frá stofnunum sem við erum vön að taka mark á) hversu mikill munur er á myrtum sitt hvoru megin og hversu ólík lífsgæðin eru. Árið 1948 til 2008 er áætlað að 67.000 íbúar Palestínu hafi verið drepnir af Ísraelum á móti 16.000 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Frá árinu 2008 til 2022 drápu Ísraelsmenn 6.736 íbúa Palestínu á móti 317 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Árið 2023 frá 1. jan. til 7. okt. myrtu Ísraelsmenn 237 íbúa Palestínu en Palestínumenn drápu 4 Ísraela. Þið þekkið svo atburðarásina eftir 7. okt. Inn í þessum tölum eru ekki allt það palestínska fólk deyr vegna vosbúðar eða vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og ekki tölur yfir fólk sem leggst á flótta vegna ofsókna og stuldi á eigum þess og landi. Það er bara önnur þjóðin sem hefur flúið undan ofsóknum og ofbeldi og bara önnur þjóðin sem lifir við herlög með öllum þeim takmörkunum lífsgæða sem því fylgir. Flóttafólk er varla vandamálið heldur það sem það er að flýja. Herskár andspyrnuhreyfingar eru varla vandamálið heldur hvers vegna þær verða til. Hvað er orsök og hvað er afleiðing? Yfirstandandi þjóðarmorð og langavarandi útrýming palestínskrar þjóðar verður ekki réttlæt vegna tilvistar Hamas. Veit það er þægilegri tilhugsun fyrir okkur áhorfendur (alþjóðasamfélagið) og því er haldið að okkur - en það stenst bara ekki skoðun. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun