Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar 18. mars 2025 10:16 Inga Sæland félagsmálaráðherra birti á föstudaginn svargrein við grein minni hér á Vísi um fyrirhugaðar breytingar hennar á bótum almannatrygginga. Þar segir ráðherra gjá á milli bótagreiðslna og launa hafa dýpkað og að breytingarnar sem hún leggi til muni leiðrétta það. Raunin er sú að bætur hafa sannarlega haldið í við laun og gott betur, enda er það bundið í lög nú þegar. Fyrirhuguð breyting ráðherra myndi hins vegar þýða að bætur hækki framvegis hraðar en laun. Frá árinu 1997 hefur örorkulífeyrir sjöfaldast á meðan laun skv. launavísitölu hafa sexfaldast. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn á Alþingi þar sem eftirfarandi mynd fylgir með.[i] Þá hafa örorkubætur og ellilífeyrir sexfaldast frá árinu 2000 samkvæmt upplýsingum úr félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, ráðuneytinu sem Inga Sæland fer fyrir.[ii] Yfir sama tímabil hefur launavísitalan ríflega fimmfaldast.[iii] Í báðum tilfellum hafa bætur hækkað um það bil 20% umfram laun, sem er öfugt við það sem ráðherra heldur fram. Þá segir ráðherra að hagur flestra annarra en örorkulífeyrisþega hafi vænkast eftir hrunið og „þegar uppi var staðið jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, […] á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna jókst um 15%“. Ráðherra vísar hér í úttekt sem Hagfræðistofnun vann fyrir Öryrkjabandalagið. Þessi staðhæfing ráðherra og tímabilið sem vísað er til ber merki þess sem nefnist á góðri íslensku kirsuberjatínsla (e. cherry-picking). Annars vegar vegna þess að mikil kaupmáttarskerðing launa vinnandi fólks átti sér stað árin þar á undan. Á milli áranna 2006 og 2009 lækkaði vísitala launa um 7% að raunvirði á meðan örorkulífeyrir hækkaði um 1%. Og hins vegar eru árin 2016 og 2017, þegar bætur voru hækkaðar verulega, undanskilin frá tímabili ráðherrans. Í fjárlagafrumvarpi 2017 segir að „uppsöfnuð hækkun [bóta almannatrygginga] á þessum tveimur árum sé 17,9%.“[1] Samandregið hafa bætur hækkað um 43% að raunvirði frá 2007 til 2024 og vísitala launa hækkað um 42% yfir sama tímabil. Þá hafa bætur hækkað um 20% umfram launavísitölu frá árinu 1997. Ágætt er að taka hér fram að launavísitala mælir einnig aðrar kjarabætur, t.d. styttingu vinnuvikunnar og starfsaldurshækkanir, og hækkar því hraðar en laun skv. kjarasamningum. Gliðnunin sem ráðherra talar um hefur því sannarlega ekki átt sér stað, enda tryggir núverandi löggjöf nú þegar að kjör bótaþega haldi í við laun. Ég setti ekki út á þessa þróun í fyrri grein minni heldur benti á vankanta í fyrirhuguðum breytingum ráðherra. Í dag eru bætur tvítryggðar og taka mið af þróun bæði launa og verðlags. Í áformum ráðherra felst að í stað þess að taka mið af kjarasamningsbundnum hækkunum á vinnumarkaði skuli þess í stað miða við launavísitölu. Ráðherra segir að frumvarpið „[tryggi] öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við borðið“. Með þessu hækka bætur hins vegar sjálfkrafa umfram laun í efnahagslægðum. Um hvort tveggja er fjallað í greinargerð frumvarpsins. Þeir sem þiggja bætur munu þannig sitja framvegis skör ofar en vinnandi fólk. Í greinargerðinni segir einnig að „atvinnuleysisbætur [hafa] oftast tekið sömu hækkunum og bætur almannatrygginga.“ Þannig mun fyrirhuguð breyting ekki aðeins leiða til þess að bætur almannatrygginga hækki hraðar en laun heldur munu atvinnuleysisbætur gera það líka. Hér ættu viðvörunarbjöllur að byrja að hringja. Komi til þess að atvinnuleysisbætur verði hærri en lágmarkslaun eru hvatar til að taka að sér sum störf orðnir neikvæðir. Slíkt fyrirkomulag myndi seint teljast sjálfbært. Ráðherra segist stoltur leggja fram frumvarp sem „stöðvar kjaragliðnun lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði“ en raunin sýnir að þeirri niðurstöðu er þegar náð með núverandi kerfi og gott betur en það. Undirritaður telur að betur færi á því að stuðla að aðgerðum sem auka verðmætasköpun og með því velferð allra. Í þessu ferðalagi ráðherra er betur heima setið en af stað farið. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. [i] Fjármála- og efnahagsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útreikning launaþróunar.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/2193.pdf [ii] Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um þróun bóta almannatrygginga.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0871.pdf [iii] Hagstofa íslands (2024). „Launavísitala, ársmeðaltöl frá árinu 1989“. Slóð: https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/laun-og-tekjur/launavisitala/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Úlfarsson Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Inga Sæland félagsmálaráðherra birti á föstudaginn svargrein við grein minni hér á Vísi um fyrirhugaðar breytingar hennar á bótum almannatrygginga. Þar segir ráðherra gjá á milli bótagreiðslna og launa hafa dýpkað og að breytingarnar sem hún leggi til muni leiðrétta það. Raunin er sú að bætur hafa sannarlega haldið í við laun og gott betur, enda er það bundið í lög nú þegar. Fyrirhuguð breyting ráðherra myndi hins vegar þýða að bætur hækki framvegis hraðar en laun. Frá árinu 1997 hefur örorkulífeyrir sjöfaldast á meðan laun skv. launavísitölu hafa sexfaldast. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn á Alþingi þar sem eftirfarandi mynd fylgir með.[i] Þá hafa örorkubætur og ellilífeyrir sexfaldast frá árinu 2000 samkvæmt upplýsingum úr félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, ráðuneytinu sem Inga Sæland fer fyrir.[ii] Yfir sama tímabil hefur launavísitalan ríflega fimmfaldast.[iii] Í báðum tilfellum hafa bætur hækkað um það bil 20% umfram laun, sem er öfugt við það sem ráðherra heldur fram. Þá segir ráðherra að hagur flestra annarra en örorkulífeyrisþega hafi vænkast eftir hrunið og „þegar uppi var staðið jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, […] á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna jókst um 15%“. Ráðherra vísar hér í úttekt sem Hagfræðistofnun vann fyrir Öryrkjabandalagið. Þessi staðhæfing ráðherra og tímabilið sem vísað er til ber merki þess sem nefnist á góðri íslensku kirsuberjatínsla (e. cherry-picking). Annars vegar vegna þess að mikil kaupmáttarskerðing launa vinnandi fólks átti sér stað árin þar á undan. Á milli áranna 2006 og 2009 lækkaði vísitala launa um 7% að raunvirði á meðan örorkulífeyrir hækkaði um 1%. Og hins vegar eru árin 2016 og 2017, þegar bætur voru hækkaðar verulega, undanskilin frá tímabili ráðherrans. Í fjárlagafrumvarpi 2017 segir að „uppsöfnuð hækkun [bóta almannatrygginga] á þessum tveimur árum sé 17,9%.“[1] Samandregið hafa bætur hækkað um 43% að raunvirði frá 2007 til 2024 og vísitala launa hækkað um 42% yfir sama tímabil. Þá hafa bætur hækkað um 20% umfram launavísitölu frá árinu 1997. Ágætt er að taka hér fram að launavísitala mælir einnig aðrar kjarabætur, t.d. styttingu vinnuvikunnar og starfsaldurshækkanir, og hækkar því hraðar en laun skv. kjarasamningum. Gliðnunin sem ráðherra talar um hefur því sannarlega ekki átt sér stað, enda tryggir núverandi löggjöf nú þegar að kjör bótaþega haldi í við laun. Ég setti ekki út á þessa þróun í fyrri grein minni heldur benti á vankanta í fyrirhuguðum breytingum ráðherra. Í dag eru bætur tvítryggðar og taka mið af þróun bæði launa og verðlags. Í áformum ráðherra felst að í stað þess að taka mið af kjarasamningsbundnum hækkunum á vinnumarkaði skuli þess í stað miða við launavísitölu. Ráðherra segir að frumvarpið „[tryggi] öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við borðið“. Með þessu hækka bætur hins vegar sjálfkrafa umfram laun í efnahagslægðum. Um hvort tveggja er fjallað í greinargerð frumvarpsins. Þeir sem þiggja bætur munu þannig sitja framvegis skör ofar en vinnandi fólk. Í greinargerðinni segir einnig að „atvinnuleysisbætur [hafa] oftast tekið sömu hækkunum og bætur almannatrygginga.“ Þannig mun fyrirhuguð breyting ekki aðeins leiða til þess að bætur almannatrygginga hækki hraðar en laun heldur munu atvinnuleysisbætur gera það líka. Hér ættu viðvörunarbjöllur að byrja að hringja. Komi til þess að atvinnuleysisbætur verði hærri en lágmarkslaun eru hvatar til að taka að sér sum störf orðnir neikvæðir. Slíkt fyrirkomulag myndi seint teljast sjálfbært. Ráðherra segist stoltur leggja fram frumvarp sem „stöðvar kjaragliðnun lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði“ en raunin sýnir að þeirri niðurstöðu er þegar náð með núverandi kerfi og gott betur en það. Undirritaður telur að betur færi á því að stuðla að aðgerðum sem auka verðmætasköpun og með því velferð allra. Í þessu ferðalagi ráðherra er betur heima setið en af stað farið. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. [i] Fjármála- og efnahagsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útreikning launaþróunar.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/2193.pdf [ii] Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um þróun bóta almannatrygginga.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0871.pdf [iii] Hagstofa íslands (2024). „Launavísitala, ársmeðaltöl frá árinu 1989“. Slóð: https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/laun-og-tekjur/launavisitala/
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun