Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 19. mars 2025 08:31 Menning er undirstaða hvers samfélags og hefur djúpstæð áhrif á sjálfsmynd, tengsl og samheldni fólks. Menningin er spegill á þjóðarsál nútímans, fortíðar og í einhverjum tilfellum gluggi inn í framtíðina. Hún gefur landsmönnum tækifæri til þess að eiga sameiginleg augnablik og eru dæmin um það fjölmörg. Menningin er það sem gerir okkur að þjóð, ekki stétt eða staða, húðlitur eða trú. Það er því sérstakt gleðiefni að frumvarpið sem Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, lagði fram í gær og tryggir framtíð óperulistar á Íslandi skuli hafa hlotið jákvæða umræðu og að greinileg samstaða sé til staðar um málið. Frumvarpið byggir á góðri vinnu sem átti sér stað hjá fyrri ríkisstjórn undir forystu Lilju Alfreðsdóttur en er lagt fram með breytingum sem ríma við áherslur núverandi ríkisstjórnar. Staðan sem hefur verið uppi síðustu ár hefur verið óviðunandi fyrir þjóð sem byggir sinn menningararf á sagnalist og söng. Hún hefur verið óviðunandi fyrir þá fjölmörgu söngvara sem hafa lagt á sig mikla menntun og sérhæfingu til þess að verða sérfræðingar á sínu sviði og hafa mörg hver þurft að leita til annarra landa til þess að fá að tækifæri til að starfa við sitt sérsvið. Sú óvissa sem hefur verið síðustu ár um framtíð óperustarfsemi á Íslandi hefur verið óviðunandi fyrir menningarþjóðina Ísland. En nú stendur til að bæta úr þessari stöðu með frumvarpi til breytingar á sviðslistalögum sem miða að því að óperan fái varanlegan sessi innan stjórnsýslu og stuðningskerfis Þjóðleikhússins á sama tíma og heimili hennar verður í Hörpu. Með lagabreytingunni verður óperunni skapaður sess sem kjarnastofnun fyrir óperulist á sama hátt og Þjóðleikhúsið er fyrir leiklist og Íslenski dansflokkurinn fyrir danslist. Samfelld starfsemi verður allt árið um kring sem leggur áherslu á klassískan menningararf óperulista og gera hann aðgengilegan almenning. Að auki verður rík áhersla á að óperan verði vettvangur fyrir nýsköpun, sem gerir tilraunir með listformið og verði í virku samstarfi við landsbyggðina, sjálfstæða hópa og menntastofnanir eins og Listaháskólann. Áherslan er á listafólkið og samstarf þess við ólíka aðila, ekki bara á eldri skilgreiningar á listforminu og þörfum þess. Í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er áhersla á að auka aðgengi landsmanna að menningarlífi óháð efnahag og búsetu og ber frumvarpið þess merki, en með lögbundnu hlutverki öðlast óperan bolmagn til að fylgja eftir stefnu um jafnrétti, inngildingu og aðgengi. Í frumvarpinu er lögð áhersla á að óperan sinni samfélagslegri ábyrgð á sviði fræðslumála sem sameinandi afl menntunar og menningar þar sem lagt er upp með að nýta hugmyndir og sköpunarkraft ungs fólks til að þróa listformið áfram. Þá er lagt upp með að íslenska Óperan leiti eftir samstarfi í öllum landshlutum sem mun styrkja tengsl við einsöngvara, kóra, hljómsveitir og sviðslistafólk utan höfuðborgarsvæðisins. Allt eru þetta virkilega jákvæð framfaraskref fyrir menningarlífið í landinu. Ísland stendur framarlega þegar kemur að menningu, skapandi greinum og aðbúnaði þeirra. Þetta skilar okkur framúrskarandi fólki sem starfar í menningu, bæði fremst á sviði hér á landi og víða um heim en ekki síður í skapandi störfum á bakvið tjöldin. Tónlistarhúsið Harpa er á heimsmælikvarða og er þjóðarstolt okkar Íslendinga. Því er það gleðiefni að Óperan komi til með að eiga þar samastað þrátt fyrir að tilheyra Þjóðleikhúsinu og njóta stoðdeilda sem þar eru. Samlegðaráhrifin eru mikil í fyrirkomulaginu sem hér er lagt upp með og á sama tíma verður Óperan með fullt listrænt sjálfstæði og er hvött til samstarfs við ólíka hópa. Menning og skapandi greinar eru orðin ein af undirstöðum í íslensku atvinnulífi eins og kom glögglega fram í skýrslu Ágústs Ólafs Ágústssonar um hagræn áhrif menningu og skapandi greina. Það er því fagnaðarefni að með frumvarpinu sé verið að tryggja störf fyrir fleira fólk í menningarlífi landsins, en stefnt er að því að Óperan ráði yfir allt að 12 stöðugildum fyrir einsöngvara og 16 stöðugildum fyrir kór á komandi árum, auk fasts starfsfólks. Stór óperusýning getur veitt yfir 100 sérmenntuðu starfsfólki vinnu og margfeldisáhrifin eru mikil. Óperustarfsemi veitir einnig viðbótarstörf fyrir fjölda manns í sviðslistageiranum sem þurfa á fleiri og fjölbreyttari verkefnum að halda. Slík þjálfun kemur að gagni með margvíslegum hætti, nýtist í uppeldi þjóðarinnar og í tekjumyndandi starfsemi eins og kvikmyndagerð og öðrum störfum innan og utan skapandi greina. Síðast en ekki síst er það mikið fagnaðarefni að framúrskarandi íslenskir söngvarar, sem margir hverjir búa og starfa erlendis, fái nú fleiri tækifæri til þess að vinna hér heima og við sem hér búum fáum þá jafnframt fleiri tækifæri til að njóta hæfileika þeirra. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslenska óperan Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Sjá meira
Menning er undirstaða hvers samfélags og hefur djúpstæð áhrif á sjálfsmynd, tengsl og samheldni fólks. Menningin er spegill á þjóðarsál nútímans, fortíðar og í einhverjum tilfellum gluggi inn í framtíðina. Hún gefur landsmönnum tækifæri til þess að eiga sameiginleg augnablik og eru dæmin um það fjölmörg. Menningin er það sem gerir okkur að þjóð, ekki stétt eða staða, húðlitur eða trú. Það er því sérstakt gleðiefni að frumvarpið sem Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, lagði fram í gær og tryggir framtíð óperulistar á Íslandi skuli hafa hlotið jákvæða umræðu og að greinileg samstaða sé til staðar um málið. Frumvarpið byggir á góðri vinnu sem átti sér stað hjá fyrri ríkisstjórn undir forystu Lilju Alfreðsdóttur en er lagt fram með breytingum sem ríma við áherslur núverandi ríkisstjórnar. Staðan sem hefur verið uppi síðustu ár hefur verið óviðunandi fyrir þjóð sem byggir sinn menningararf á sagnalist og söng. Hún hefur verið óviðunandi fyrir þá fjölmörgu söngvara sem hafa lagt á sig mikla menntun og sérhæfingu til þess að verða sérfræðingar á sínu sviði og hafa mörg hver þurft að leita til annarra landa til þess að fá að tækifæri til að starfa við sitt sérsvið. Sú óvissa sem hefur verið síðustu ár um framtíð óperustarfsemi á Íslandi hefur verið óviðunandi fyrir menningarþjóðina Ísland. En nú stendur til að bæta úr þessari stöðu með frumvarpi til breytingar á sviðslistalögum sem miða að því að óperan fái varanlegan sessi innan stjórnsýslu og stuðningskerfis Þjóðleikhússins á sama tíma og heimili hennar verður í Hörpu. Með lagabreytingunni verður óperunni skapaður sess sem kjarnastofnun fyrir óperulist á sama hátt og Þjóðleikhúsið er fyrir leiklist og Íslenski dansflokkurinn fyrir danslist. Samfelld starfsemi verður allt árið um kring sem leggur áherslu á klassískan menningararf óperulista og gera hann aðgengilegan almenning. Að auki verður rík áhersla á að óperan verði vettvangur fyrir nýsköpun, sem gerir tilraunir með listformið og verði í virku samstarfi við landsbyggðina, sjálfstæða hópa og menntastofnanir eins og Listaháskólann. Áherslan er á listafólkið og samstarf þess við ólíka aðila, ekki bara á eldri skilgreiningar á listforminu og þörfum þess. Í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er áhersla á að auka aðgengi landsmanna að menningarlífi óháð efnahag og búsetu og ber frumvarpið þess merki, en með lögbundnu hlutverki öðlast óperan bolmagn til að fylgja eftir stefnu um jafnrétti, inngildingu og aðgengi. Í frumvarpinu er lögð áhersla á að óperan sinni samfélagslegri ábyrgð á sviði fræðslumála sem sameinandi afl menntunar og menningar þar sem lagt er upp með að nýta hugmyndir og sköpunarkraft ungs fólks til að þróa listformið áfram. Þá er lagt upp með að íslenska Óperan leiti eftir samstarfi í öllum landshlutum sem mun styrkja tengsl við einsöngvara, kóra, hljómsveitir og sviðslistafólk utan höfuðborgarsvæðisins. Allt eru þetta virkilega jákvæð framfaraskref fyrir menningarlífið í landinu. Ísland stendur framarlega þegar kemur að menningu, skapandi greinum og aðbúnaði þeirra. Þetta skilar okkur framúrskarandi fólki sem starfar í menningu, bæði fremst á sviði hér á landi og víða um heim en ekki síður í skapandi störfum á bakvið tjöldin. Tónlistarhúsið Harpa er á heimsmælikvarða og er þjóðarstolt okkar Íslendinga. Því er það gleðiefni að Óperan komi til með að eiga þar samastað þrátt fyrir að tilheyra Þjóðleikhúsinu og njóta stoðdeilda sem þar eru. Samlegðaráhrifin eru mikil í fyrirkomulaginu sem hér er lagt upp með og á sama tíma verður Óperan með fullt listrænt sjálfstæði og er hvött til samstarfs við ólíka hópa. Menning og skapandi greinar eru orðin ein af undirstöðum í íslensku atvinnulífi eins og kom glögglega fram í skýrslu Ágústs Ólafs Ágústssonar um hagræn áhrif menningu og skapandi greina. Það er því fagnaðarefni að með frumvarpinu sé verið að tryggja störf fyrir fleira fólk í menningarlífi landsins, en stefnt er að því að Óperan ráði yfir allt að 12 stöðugildum fyrir einsöngvara og 16 stöðugildum fyrir kór á komandi árum, auk fasts starfsfólks. Stór óperusýning getur veitt yfir 100 sérmenntuðu starfsfólki vinnu og margfeldisáhrifin eru mikil. Óperustarfsemi veitir einnig viðbótarstörf fyrir fjölda manns í sviðslistageiranum sem þurfa á fleiri og fjölbreyttari verkefnum að halda. Slík þjálfun kemur að gagni með margvíslegum hætti, nýtist í uppeldi þjóðarinnar og í tekjumyndandi starfsemi eins og kvikmyndagerð og öðrum störfum innan og utan skapandi greina. Síðast en ekki síst er það mikið fagnaðarefni að framúrskarandi íslenskir söngvarar, sem margir hverjir búa og starfa erlendis, fái nú fleiri tækifæri til þess að vinna hér heima og við sem hér búum fáum þá jafnframt fleiri tækifæri til að njóta hæfileika þeirra. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun