Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. mars 2025 08:01 Þorsteinn Halldórsson segir að sonur hans Jón Dagur Þorsteinsson hafi sýnt mikla fagmennsku. Samsett/Vísir/Getty „Þetta er bara eins og fótboltinn er. Stundum bara er þjálfarinn vitleysingur og velur þig ekki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, um son hans Jón Dag Þorsteinsson sem á fyrir höndum landsleik með karlalandsliðinu í kvöld. Þorsteinn segir þetta hlægjandi en staða Jóns Dags hjá Herthu Berlín í Þýskalandi undanfarnar vikur hefur ekki verið sú besta. Hann fékk fágætt tækifæri með liðinu í 5-1 sigri á Eintracht Braunschweig um síðustu helgi en hafði þá setið sem fastast á tréverkinu síðan í desember. Klippa: Segir son sinn vel upp alinn „Hann er búinn að vera ótrúlega brattur, þannig séð. Hefur æft vel og gert hlutina mjög fagmannlega þarna úti og hefur alveg fengið hrós fyrir það, þó hann hafi ekki fengið að spila, frá fólki í kring fyrir það hversu mikill fagmaður hann er,“ segir Þorsteinn um son sinn og bætir við: „Ókei, hann spilaði nokkrar mínútur um helgina og var reyndar mjög góður þegar hann kom inn á. En þetta er bara partur af fótboltanum, stundum ertu bara ekki í náðinni. Þó það sé skipt um þjálfara heldur það bara áfram. Þú þarft bara að berja þetta í gegn og sýna það á æfingum að þú sért þess verðugur. Ég hef enga trú á öðru en að hann komist í gegnum þetta eins og hann gerir alltaf.“ Hann er svona vel upp alinn að hann fær hrós fyrir fagmennsku sína? „Já, hann er mjög vel upp alinn,“ segir Þorsteinn og hlær. Áhugavert verður að sjá hvort Jón Dagur fái tækifæri í fyrsta leik Arnars Gunnlaugssonar við stjórnvölin hjá landsliðinu en Ísland mætir Kósóvó í kvöld. Leikur Kósóvó og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta KSÍ Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Þorsteinn segir þetta hlægjandi en staða Jóns Dags hjá Herthu Berlín í Þýskalandi undanfarnar vikur hefur ekki verið sú besta. Hann fékk fágætt tækifæri með liðinu í 5-1 sigri á Eintracht Braunschweig um síðustu helgi en hafði þá setið sem fastast á tréverkinu síðan í desember. Klippa: Segir son sinn vel upp alinn „Hann er búinn að vera ótrúlega brattur, þannig séð. Hefur æft vel og gert hlutina mjög fagmannlega þarna úti og hefur alveg fengið hrós fyrir það, þó hann hafi ekki fengið að spila, frá fólki í kring fyrir það hversu mikill fagmaður hann er,“ segir Þorsteinn um son sinn og bætir við: „Ókei, hann spilaði nokkrar mínútur um helgina og var reyndar mjög góður þegar hann kom inn á. En þetta er bara partur af fótboltanum, stundum ertu bara ekki í náðinni. Þó það sé skipt um þjálfara heldur það bara áfram. Þú þarft bara að berja þetta í gegn og sýna það á æfingum að þú sért þess verðugur. Ég hef enga trú á öðru en að hann komist í gegnum þetta eins og hann gerir alltaf.“ Hann er svona vel upp alinn að hann fær hrós fyrir fagmennsku sína? „Já, hann er mjög vel upp alinn,“ segir Þorsteinn og hlær. Áhugavert verður að sjá hvort Jón Dagur fái tækifæri í fyrsta leik Arnars Gunnlaugssonar við stjórnvölin hjá landsliðinu en Ísland mætir Kósóvó í kvöld. Leikur Kósóvó og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta KSÍ Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira