Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 20. mars 2025 08:31 Það er kominn tími til að hugsa upp á nýtt hvernig við stuðlum að nýsköpun og nýliðun á landsbyggðinni. Hugmyndin um „Nýjar rætur“ er liður í þessu. Með þessari hugmynd er komið til móts við ungt fólk sem vill hefja matvælaframleiðslu, fóðurframleiðslu eða skógrækt. Kaupréttur til fimm ára Hugmyndin er á þá leið að t.d. Byggðastofnun, fyrir hönd ríkissjóðs, geti gengið inn í kauptilboð einstaklings (yngri en 45 ára) í jörð, sem seljandi jarðarinnar hefur þegar samþykkt. Gangi allt eftir, verður ríkissjóður tímabundið eigandi jarðarinnar, en upphaflegur tilboðsgjafi (nýliðinn) eignast kauprétt í jörðinni að fimm árum liðnum. Á þessum fimm árum fær nýliðinn tækifæri til að byggja upp þekkingu, stunda framleiðslu og eignast fjármagn til þess svo að nýta sér kaupréttinn og verða eigandi jarðarinnar. Ríkissjóður (Byggðastofnun) og leigutaki (nýliðinn) gera því næst samning um afnot af jörðinni og kauprétt. Kaupréttur nýliðans er jafnframt algert grundvallaratriði, enda miðast hugmyndin við að jarðnæði á Íslandi sé í einkaeigu, eins og frekast er unnt. Forsenda matvælaframleiðslu á Íslandi að nýliðun og nýsköpun sé tryggð Augljós markaðsbrestur Hugmyndinni er ætlað að leiðrétta augljósan markaðsbrest á lánsfjármarkaði. Forsenda matvælaframleiðslu, og skógræktar, er vitanlega jörð, land eða skiki, sem ungt fólk á erfitt með að fjármagna. Skilyrði kaupréttar verða vitanlega mörg. Framkvæma þarf ítarlega áreiðanleikakönnun áður en ríkissjóður gengur inn í kauptilboð, til að tryggja að áhætta ríkissjóðs sé í algjöru lágmarki. Leigutaki fær fimm ár til að byggja upp verðmæti og skapa nýjungar í sjálfbærri matvælaframleiðslu, nú eða skógrækt áður en ákvörðun er tekin um að virkja kaupréttarákvæðið. Lítið skref í rétta átt Fyrirkomulagið mun aðeins ná til afmarkaðs fjölda jarða, sem uppfylla ströng skilyrði um sjálfbæra landnýtingu, nýsköpun, nýliðun og nýtingar tækni eins og gervigreindar, þar sem það á við. Óþarfi er annars að fjalla á þessu stigi um tæknileg atriði, sem skyggja á megintilgang hugmyndarinnar. Hagsmunir ríkisins eru tryggðir til fulls þar sem jarðirnar eru keyptar á markaðsforsendum og eru líklegar til að hækka í verði yfir tíma. Þannig eignast ríkið – og þar með almenningur – verðmæti til framtíðar. Sérstök skilyrði verða um nýtingu fasteigna s.s. bygginga á jörðinni. Þá leiðir hugmyndin til þess að hugað verði að betri nýtingu ríkisjarða og þjóðlendna um allt land. Nýjar rætur „Nýjar rætur“ stuðla að því að landið sé í virkri rækt, byggðir styrkist um og ungu fólki sé umfram allt gefið raunhæft tækifæri til verðmætasköpunar. Nú er tími til kominn að við ræktum saman framtíðina og gefum ungu fólki möguleika, sem í dag eru nánast ekki til staðar, nema fyrir efnameiri einstaklinga eða fyrirtæki. Matvælaöryggi, auðlindir og tapaðar jarðir Í ljósi óvissu í alþjóðamálum og auknu mikilvægi fæðuöryggis, sem flestar Evrópuþjóðir stefna að, verðskuldar hugmyndin umræðu. Þá er staðreyndin sú að jarðir Íslands geyma auðlindir, sem við erum smám saman að missa úr landi, svo að segja. Erlendir aðilar eiga nú þegar fjöldann allan af dýrmætum jörðum, sem í sumum tilvikum eru notaðar til að flytja jarðefni til útlanda. Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi er dæmi um slíkt og er raunar sorgarsaga, enda jörðin keypt fyrir ígildi þriggja íbúða í Reykjavík. Aðrar jarðir landsins geyma t.a.m. rétt til lax- og silungsveiði, jarðhita eða nýtingar grunnvatns í stórum stíl, sem í mörgum tilvikum eru á hendi erlendra ríkisborgara. Ný hugsun Hugmyndinni að „Nýjum rótum“ er hvorki ætlað að koma í veg fyrir erlenda fjárfestingu eða kaup erlendra aðila á landi til búseti til skemmri eða lengri tíma. Henni er einfaldlega ætlað að taka á æpandi skorti á nýliðun og nýsköpun í matvælaframleiðslu og varða leiðina að aukinni verðmætasköpun á landsbyggðinni. Auk „nýrra róta“ þarf að taka fleiri skref. Þannig þarf að skerpa á stefnumótun og áherslum við nýtingu þjóðlendna og ríkisjarða, svo kynnt verða síðar. Ræktum framtíðina. Höfundur er bóndi og þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kominn tími til að hugsa upp á nýtt hvernig við stuðlum að nýsköpun og nýliðun á landsbyggðinni. Hugmyndin um „Nýjar rætur“ er liður í þessu. Með þessari hugmynd er komið til móts við ungt fólk sem vill hefja matvælaframleiðslu, fóðurframleiðslu eða skógrækt. Kaupréttur til fimm ára Hugmyndin er á þá leið að t.d. Byggðastofnun, fyrir hönd ríkissjóðs, geti gengið inn í kauptilboð einstaklings (yngri en 45 ára) í jörð, sem seljandi jarðarinnar hefur þegar samþykkt. Gangi allt eftir, verður ríkissjóður tímabundið eigandi jarðarinnar, en upphaflegur tilboðsgjafi (nýliðinn) eignast kauprétt í jörðinni að fimm árum liðnum. Á þessum fimm árum fær nýliðinn tækifæri til að byggja upp þekkingu, stunda framleiðslu og eignast fjármagn til þess svo að nýta sér kaupréttinn og verða eigandi jarðarinnar. Ríkissjóður (Byggðastofnun) og leigutaki (nýliðinn) gera því næst samning um afnot af jörðinni og kauprétt. Kaupréttur nýliðans er jafnframt algert grundvallaratriði, enda miðast hugmyndin við að jarðnæði á Íslandi sé í einkaeigu, eins og frekast er unnt. Forsenda matvælaframleiðslu á Íslandi að nýliðun og nýsköpun sé tryggð Augljós markaðsbrestur Hugmyndinni er ætlað að leiðrétta augljósan markaðsbrest á lánsfjármarkaði. Forsenda matvælaframleiðslu, og skógræktar, er vitanlega jörð, land eða skiki, sem ungt fólk á erfitt með að fjármagna. Skilyrði kaupréttar verða vitanlega mörg. Framkvæma þarf ítarlega áreiðanleikakönnun áður en ríkissjóður gengur inn í kauptilboð, til að tryggja að áhætta ríkissjóðs sé í algjöru lágmarki. Leigutaki fær fimm ár til að byggja upp verðmæti og skapa nýjungar í sjálfbærri matvælaframleiðslu, nú eða skógrækt áður en ákvörðun er tekin um að virkja kaupréttarákvæðið. Lítið skref í rétta átt Fyrirkomulagið mun aðeins ná til afmarkaðs fjölda jarða, sem uppfylla ströng skilyrði um sjálfbæra landnýtingu, nýsköpun, nýliðun og nýtingar tækni eins og gervigreindar, þar sem það á við. Óþarfi er annars að fjalla á þessu stigi um tæknileg atriði, sem skyggja á megintilgang hugmyndarinnar. Hagsmunir ríkisins eru tryggðir til fulls þar sem jarðirnar eru keyptar á markaðsforsendum og eru líklegar til að hækka í verði yfir tíma. Þannig eignast ríkið – og þar með almenningur – verðmæti til framtíðar. Sérstök skilyrði verða um nýtingu fasteigna s.s. bygginga á jörðinni. Þá leiðir hugmyndin til þess að hugað verði að betri nýtingu ríkisjarða og þjóðlendna um allt land. Nýjar rætur „Nýjar rætur“ stuðla að því að landið sé í virkri rækt, byggðir styrkist um og ungu fólki sé umfram allt gefið raunhæft tækifæri til verðmætasköpunar. Nú er tími til kominn að við ræktum saman framtíðina og gefum ungu fólki möguleika, sem í dag eru nánast ekki til staðar, nema fyrir efnameiri einstaklinga eða fyrirtæki. Matvælaöryggi, auðlindir og tapaðar jarðir Í ljósi óvissu í alþjóðamálum og auknu mikilvægi fæðuöryggis, sem flestar Evrópuþjóðir stefna að, verðskuldar hugmyndin umræðu. Þá er staðreyndin sú að jarðir Íslands geyma auðlindir, sem við erum smám saman að missa úr landi, svo að segja. Erlendir aðilar eiga nú þegar fjöldann allan af dýrmætum jörðum, sem í sumum tilvikum eru notaðar til að flytja jarðefni til útlanda. Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi er dæmi um slíkt og er raunar sorgarsaga, enda jörðin keypt fyrir ígildi þriggja íbúða í Reykjavík. Aðrar jarðir landsins geyma t.a.m. rétt til lax- og silungsveiði, jarðhita eða nýtingar grunnvatns í stórum stíl, sem í mörgum tilvikum eru á hendi erlendra ríkisborgara. Ný hugsun Hugmyndinni að „Nýjum rótum“ er hvorki ætlað að koma í veg fyrir erlenda fjárfestingu eða kaup erlendra aðila á landi til búseti til skemmri eða lengri tíma. Henni er einfaldlega ætlað að taka á æpandi skorti á nýliðun og nýsköpun í matvælaframleiðslu og varða leiðina að aukinni verðmætasköpun á landsbyggðinni. Auk „nýrra róta“ þarf að taka fleiri skref. Þannig þarf að skerpa á stefnumótun og áherslum við nýtingu þjóðlendna og ríkisjarða, svo kynnt verða síðar. Ræktum framtíðina. Höfundur er bóndi og þingmaður Framsóknar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun