Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 20. mars 2025 08:31 Það er kominn tími til að hugsa upp á nýtt hvernig við stuðlum að nýsköpun og nýliðun á landsbyggðinni. Hugmyndin um „Nýjar rætur“ er liður í þessu. Með þessari hugmynd er komið til móts við ungt fólk sem vill hefja matvælaframleiðslu, fóðurframleiðslu eða skógrækt. Kaupréttur til fimm ára Hugmyndin er á þá leið að t.d. Byggðastofnun, fyrir hönd ríkissjóðs, geti gengið inn í kauptilboð einstaklings (yngri en 45 ára) í jörð, sem seljandi jarðarinnar hefur þegar samþykkt. Gangi allt eftir, verður ríkissjóður tímabundið eigandi jarðarinnar, en upphaflegur tilboðsgjafi (nýliðinn) eignast kauprétt í jörðinni að fimm árum liðnum. Á þessum fimm árum fær nýliðinn tækifæri til að byggja upp þekkingu, stunda framleiðslu og eignast fjármagn til þess svo að nýta sér kaupréttinn og verða eigandi jarðarinnar. Ríkissjóður (Byggðastofnun) og leigutaki (nýliðinn) gera því næst samning um afnot af jörðinni og kauprétt. Kaupréttur nýliðans er jafnframt algert grundvallaratriði, enda miðast hugmyndin við að jarðnæði á Íslandi sé í einkaeigu, eins og frekast er unnt. Forsenda matvælaframleiðslu á Íslandi að nýliðun og nýsköpun sé tryggð Augljós markaðsbrestur Hugmyndinni er ætlað að leiðrétta augljósan markaðsbrest á lánsfjármarkaði. Forsenda matvælaframleiðslu, og skógræktar, er vitanlega jörð, land eða skiki, sem ungt fólk á erfitt með að fjármagna. Skilyrði kaupréttar verða vitanlega mörg. Framkvæma þarf ítarlega áreiðanleikakönnun áður en ríkissjóður gengur inn í kauptilboð, til að tryggja að áhætta ríkissjóðs sé í algjöru lágmarki. Leigutaki fær fimm ár til að byggja upp verðmæti og skapa nýjungar í sjálfbærri matvælaframleiðslu, nú eða skógrækt áður en ákvörðun er tekin um að virkja kaupréttarákvæðið. Lítið skref í rétta átt Fyrirkomulagið mun aðeins ná til afmarkaðs fjölda jarða, sem uppfylla ströng skilyrði um sjálfbæra landnýtingu, nýsköpun, nýliðun og nýtingar tækni eins og gervigreindar, þar sem það á við. Óþarfi er annars að fjalla á þessu stigi um tæknileg atriði, sem skyggja á megintilgang hugmyndarinnar. Hagsmunir ríkisins eru tryggðir til fulls þar sem jarðirnar eru keyptar á markaðsforsendum og eru líklegar til að hækka í verði yfir tíma. Þannig eignast ríkið – og þar með almenningur – verðmæti til framtíðar. Sérstök skilyrði verða um nýtingu fasteigna s.s. bygginga á jörðinni. Þá leiðir hugmyndin til þess að hugað verði að betri nýtingu ríkisjarða og þjóðlendna um allt land. Nýjar rætur „Nýjar rætur“ stuðla að því að landið sé í virkri rækt, byggðir styrkist um og ungu fólki sé umfram allt gefið raunhæft tækifæri til verðmætasköpunar. Nú er tími til kominn að við ræktum saman framtíðina og gefum ungu fólki möguleika, sem í dag eru nánast ekki til staðar, nema fyrir efnameiri einstaklinga eða fyrirtæki. Matvælaöryggi, auðlindir og tapaðar jarðir Í ljósi óvissu í alþjóðamálum og auknu mikilvægi fæðuöryggis, sem flestar Evrópuþjóðir stefna að, verðskuldar hugmyndin umræðu. Þá er staðreyndin sú að jarðir Íslands geyma auðlindir, sem við erum smám saman að missa úr landi, svo að segja. Erlendir aðilar eiga nú þegar fjöldann allan af dýrmætum jörðum, sem í sumum tilvikum eru notaðar til að flytja jarðefni til útlanda. Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi er dæmi um slíkt og er raunar sorgarsaga, enda jörðin keypt fyrir ígildi þriggja íbúða í Reykjavík. Aðrar jarðir landsins geyma t.a.m. rétt til lax- og silungsveiði, jarðhita eða nýtingar grunnvatns í stórum stíl, sem í mörgum tilvikum eru á hendi erlendra ríkisborgara. Ný hugsun Hugmyndinni að „Nýjum rótum“ er hvorki ætlað að koma í veg fyrir erlenda fjárfestingu eða kaup erlendra aðila á landi til búseti til skemmri eða lengri tíma. Henni er einfaldlega ætlað að taka á æpandi skorti á nýliðun og nýsköpun í matvælaframleiðslu og varða leiðina að aukinni verðmætasköpun á landsbyggðinni. Auk „nýrra róta“ þarf að taka fleiri skref. Þannig þarf að skerpa á stefnumótun og áherslum við nýtingu þjóðlendna og ríkisjarða, svo kynnt verða síðar. Ræktum framtíðina. Höfundur er bóndi og þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er kominn tími til að hugsa upp á nýtt hvernig við stuðlum að nýsköpun og nýliðun á landsbyggðinni. Hugmyndin um „Nýjar rætur“ er liður í þessu. Með þessari hugmynd er komið til móts við ungt fólk sem vill hefja matvælaframleiðslu, fóðurframleiðslu eða skógrækt. Kaupréttur til fimm ára Hugmyndin er á þá leið að t.d. Byggðastofnun, fyrir hönd ríkissjóðs, geti gengið inn í kauptilboð einstaklings (yngri en 45 ára) í jörð, sem seljandi jarðarinnar hefur þegar samþykkt. Gangi allt eftir, verður ríkissjóður tímabundið eigandi jarðarinnar, en upphaflegur tilboðsgjafi (nýliðinn) eignast kauprétt í jörðinni að fimm árum liðnum. Á þessum fimm árum fær nýliðinn tækifæri til að byggja upp þekkingu, stunda framleiðslu og eignast fjármagn til þess svo að nýta sér kaupréttinn og verða eigandi jarðarinnar. Ríkissjóður (Byggðastofnun) og leigutaki (nýliðinn) gera því næst samning um afnot af jörðinni og kauprétt. Kaupréttur nýliðans er jafnframt algert grundvallaratriði, enda miðast hugmyndin við að jarðnæði á Íslandi sé í einkaeigu, eins og frekast er unnt. Forsenda matvælaframleiðslu á Íslandi að nýliðun og nýsköpun sé tryggð Augljós markaðsbrestur Hugmyndinni er ætlað að leiðrétta augljósan markaðsbrest á lánsfjármarkaði. Forsenda matvælaframleiðslu, og skógræktar, er vitanlega jörð, land eða skiki, sem ungt fólk á erfitt með að fjármagna. Skilyrði kaupréttar verða vitanlega mörg. Framkvæma þarf ítarlega áreiðanleikakönnun áður en ríkissjóður gengur inn í kauptilboð, til að tryggja að áhætta ríkissjóðs sé í algjöru lágmarki. Leigutaki fær fimm ár til að byggja upp verðmæti og skapa nýjungar í sjálfbærri matvælaframleiðslu, nú eða skógrækt áður en ákvörðun er tekin um að virkja kaupréttarákvæðið. Lítið skref í rétta átt Fyrirkomulagið mun aðeins ná til afmarkaðs fjölda jarða, sem uppfylla ströng skilyrði um sjálfbæra landnýtingu, nýsköpun, nýliðun og nýtingar tækni eins og gervigreindar, þar sem það á við. Óþarfi er annars að fjalla á þessu stigi um tæknileg atriði, sem skyggja á megintilgang hugmyndarinnar. Hagsmunir ríkisins eru tryggðir til fulls þar sem jarðirnar eru keyptar á markaðsforsendum og eru líklegar til að hækka í verði yfir tíma. Þannig eignast ríkið – og þar með almenningur – verðmæti til framtíðar. Sérstök skilyrði verða um nýtingu fasteigna s.s. bygginga á jörðinni. Þá leiðir hugmyndin til þess að hugað verði að betri nýtingu ríkisjarða og þjóðlendna um allt land. Nýjar rætur „Nýjar rætur“ stuðla að því að landið sé í virkri rækt, byggðir styrkist um og ungu fólki sé umfram allt gefið raunhæft tækifæri til verðmætasköpunar. Nú er tími til kominn að við ræktum saman framtíðina og gefum ungu fólki möguleika, sem í dag eru nánast ekki til staðar, nema fyrir efnameiri einstaklinga eða fyrirtæki. Matvælaöryggi, auðlindir og tapaðar jarðir Í ljósi óvissu í alþjóðamálum og auknu mikilvægi fæðuöryggis, sem flestar Evrópuþjóðir stefna að, verðskuldar hugmyndin umræðu. Þá er staðreyndin sú að jarðir Íslands geyma auðlindir, sem við erum smám saman að missa úr landi, svo að segja. Erlendir aðilar eiga nú þegar fjöldann allan af dýrmætum jörðum, sem í sumum tilvikum eru notaðar til að flytja jarðefni til útlanda. Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi er dæmi um slíkt og er raunar sorgarsaga, enda jörðin keypt fyrir ígildi þriggja íbúða í Reykjavík. Aðrar jarðir landsins geyma t.a.m. rétt til lax- og silungsveiði, jarðhita eða nýtingar grunnvatns í stórum stíl, sem í mörgum tilvikum eru á hendi erlendra ríkisborgara. Ný hugsun Hugmyndinni að „Nýjum rótum“ er hvorki ætlað að koma í veg fyrir erlenda fjárfestingu eða kaup erlendra aðila á landi til búseti til skemmri eða lengri tíma. Henni er einfaldlega ætlað að taka á æpandi skorti á nýliðun og nýsköpun í matvælaframleiðslu og varða leiðina að aukinni verðmætasköpun á landsbyggðinni. Auk „nýrra róta“ þarf að taka fleiri skref. Þannig þarf að skerpa á stefnumótun og áherslum við nýtingu þjóðlendna og ríkisjarða, svo kynnt verða síðar. Ræktum framtíðina. Höfundur er bóndi og þingmaður Framsóknar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar