Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. mars 2025 07:48 Sádi-Arabía gegnir nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, en 69. lota nefndarinnar hófst á dögunum. Skipunin hefur vakið upp háværa umræðu og gagnrýni um allan heim, m.a. frá kvenréttindafrömuðum. Ástæðan er augljós, enda skipa stjórnvöld konungsríkisins sér í hóp með verstu mannréttindabrjótum heims þegar kemur að réttindum kvenna. Forsvarsmaður Amnesty International samtakanna orðaði það svo að slakur árangur Sádi-Arabíu í að vernda og efla réttindi kvenna afhjúpaði gríðarlega gjá á milli veruleika kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu, annars vegar, og hins vegar væntinga framkvæmdastjórnar kvennanefndarinnar. Óhlýðnar konur í Sádi-Arabíu En hver er veruleiki kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu? Samkvæmt þarlendum lögum fara karlmenn formlega með forsjá (e. male guardianship) yfir konum og löggjöfin leggur blessun yfir heimilis- og kynferðisofbeldi í hjónabandi. Forsjáin er ýmist í höndum feðra, bræðra eða eiginmanna. Réttur kvenna til hjónaskilnaðar er mjög takmarkaður og forsjá barna er sjálfkrafa í höndum feðra. Ferðafrelsi kvenna í Sádi-Arabíu er mjög lítið, enda þurfa þær leyfi karlmanns til athafna. Algengt er að karlmenn leiti til lögreglu vegna „óhlýðni“ kvenna, m.a. í formi fjarveru frá heimili. Eru konur þá handteknar og færðar með valdi til síns heima. Baráttukonur fyrir kvenréttindum í Sádi-Arabíu sæta ofsóknum; handtökum og varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu yfirvalda. Þær hljóta þunga fangelsisdóma og sem dæmi má nefna 11 ára dóm konu fyrir að styðja kvenréttindi á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem yfirvöld flokkuðu sem ósæmilegan. Amnesty á Íslandi hefur vakið athygli á ofsóknum yfirvalda í Sádi-Arabíu sem leiða jafnvel til dauða á meðan þau verji miklum fjármunum í ímyndarherferð til að blekkja umheiminn. Þátttaka konungsríkisins í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er vafalaust mikilvægur hluti af þeirri herferð. Táknmynd kúgunar kvenna stýrir kvennanefnd Ísland hafði ekki beina aðkomu að skipun Sádi-Arabíu til formennskunnar. En við höfum verið mjög gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum m.a. á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar hafa réttindi kvenna verið ofarlega á blaði, t.a.m. í gagnrýni sem utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins leiddi. Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli. - Ég sakna þess að heyra frá íslenskum stjórnvöldum sem eru í betri stöðu en oft áður til að tjá sig um þessi mál, m.a. vegna setu sinnar í mannréttindaráðinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sádi-Arabía gegnir nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, en 69. lota nefndarinnar hófst á dögunum. Skipunin hefur vakið upp háværa umræðu og gagnrýni um allan heim, m.a. frá kvenréttindafrömuðum. Ástæðan er augljós, enda skipa stjórnvöld konungsríkisins sér í hóp með verstu mannréttindabrjótum heims þegar kemur að réttindum kvenna. Forsvarsmaður Amnesty International samtakanna orðaði það svo að slakur árangur Sádi-Arabíu í að vernda og efla réttindi kvenna afhjúpaði gríðarlega gjá á milli veruleika kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu, annars vegar, og hins vegar væntinga framkvæmdastjórnar kvennanefndarinnar. Óhlýðnar konur í Sádi-Arabíu En hver er veruleiki kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu? Samkvæmt þarlendum lögum fara karlmenn formlega með forsjá (e. male guardianship) yfir konum og löggjöfin leggur blessun yfir heimilis- og kynferðisofbeldi í hjónabandi. Forsjáin er ýmist í höndum feðra, bræðra eða eiginmanna. Réttur kvenna til hjónaskilnaðar er mjög takmarkaður og forsjá barna er sjálfkrafa í höndum feðra. Ferðafrelsi kvenna í Sádi-Arabíu er mjög lítið, enda þurfa þær leyfi karlmanns til athafna. Algengt er að karlmenn leiti til lögreglu vegna „óhlýðni“ kvenna, m.a. í formi fjarveru frá heimili. Eru konur þá handteknar og færðar með valdi til síns heima. Baráttukonur fyrir kvenréttindum í Sádi-Arabíu sæta ofsóknum; handtökum og varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu yfirvalda. Þær hljóta þunga fangelsisdóma og sem dæmi má nefna 11 ára dóm konu fyrir að styðja kvenréttindi á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem yfirvöld flokkuðu sem ósæmilegan. Amnesty á Íslandi hefur vakið athygli á ofsóknum yfirvalda í Sádi-Arabíu sem leiða jafnvel til dauða á meðan þau verji miklum fjármunum í ímyndarherferð til að blekkja umheiminn. Þátttaka konungsríkisins í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er vafalaust mikilvægur hluti af þeirri herferð. Táknmynd kúgunar kvenna stýrir kvennanefnd Ísland hafði ekki beina aðkomu að skipun Sádi-Arabíu til formennskunnar. En við höfum verið mjög gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum m.a. á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar hafa réttindi kvenna verið ofarlega á blaði, t.a.m. í gagnrýni sem utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins leiddi. Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli. - Ég sakna þess að heyra frá íslenskum stjórnvöldum sem eru í betri stöðu en oft áður til að tjá sig um þessi mál, m.a. vegna setu sinnar í mannréttindaráðinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun