Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar 20. mars 2025 10:02 Töfrar félagslegra samskipta Ein af grunnþörfum fólks er að finna að það tilheyri einhverju sem er stærra, meira, og merkilegra en það er eitt og sér. Þannig leitast fólk við að skapa, móta og taka þátt í samfélagi með öðrum. Félagslegum þörfum þess er sinnt í gegnum félagsleg samskipti sem leysa úr læðingi þá félagslegu töfra sem gera heildina að einhverju meiru og merkilegra en summu eininganna sem mynda hana (e. emergence), og lýsa má með jöfnunni 1+1=3. Þannig stuðla félagslegir töfrar að heilbrigði einstaklinga, gera hóp að liði og samfélag og samfélagi. Félagslegir töfrar spretta upp úr félagslegum samskiptum og myndast í gagnverkandi samspili félagslegra og lífeðlisfræðilegra þátta. Þeir eru forsenda heilbrigðis bæði einstaklinga og samfélags. Í gegnum samneyti við aðra – á milli tveggja einstaklinga eða hópa af fólki – verður fólk ekki einungis fyrir áhrifum af því sem sagt er, heldur ekki síður fyrir áhrifum af svipbrigðum, líkamstjáningu, lykt, snertingu, nánd og þeirri stemningu sem það skynjar í samskiptunum. Bein samskipti manna á milli hafa þannig mikla yfirburði yfir samskipti í gegnum skjái sem útmá mikilvægan hluta samskipta og áhrif þeirra. Rannsóknir í taugavísindum staðfesta mikilvægi beinna og heilbrigðra samskipta fyrir tengsl og líðan fólks. Slík samskipti hafa áhrif á heilastarfsemi fólks, og þar með líðan þess, þar sem þau örva myndun boðefna og hormóna, eins og dópamíns, oxytocíns, og endorfíns, sem auka vellíðan einstaklinga og samheldni manna á milli. Félagslegir töfrar eru þannig bæði raunverulegir og náttúrulegir þar sem áhrif þeirra eru allt í senn hugræn, tilfinningaleg, og líffræðileg. Félagsleg dvínun Félagslegum töfrum stendur ógn af ákveðinni þróun tengdri nútímavæðingunni, með tilheyrandi skaðlegum áhrifum fyrir velsæld og hamingju fólks og heilbrigði samfélagsins. Sá tíðarandi sem svífur yfir vötnum þessi misserin einkennist af þeim ranghugmyndum að einstaklingar séu sjálfum sér nægir, þeir eigi ekki að ónáða aðra, að fólk sé vont, og að heimurinn sé hættulegur. Í slíkum tíðaranda þverra tengslin á milli fólks, sem skilur einstaklinga eftir meira einmana og utangátta. Þannig byggir hin svokallaða tæknilega skynsemisvæðing nútímans (e. technological rationalization) á upphafningu hugmynda um aukið hagræði og skilvirkni samfélagins á tæknilegum forsendum á kostnað félagslegra samskipta manna á milli, sem eru afgreidd sem óþarfa slæpingsháttur og tímasóun. Þessum hugmyndum óx fiskur um hrygg í Covid faraldrinum þar sem tæknilausnir fólu í sér meiri skilvirkni og áður óþekkt þægindi fyrir daglegt líf fólks. Fólk þurfti ekki lengur að fara út úr húsi til að vinna, versla eða eiga samskipti við aðra. En þessi þægindi hafa þær afdrifaríku aukaverkanir að það grefur undan þátttöku fólks í nærsamfélaginu og fólk einangrast heima hjá sér sem og innan bergmálshella internetsins. Þannig má almennt greina minni þátttöku fólks í félagslegum athöfnum nærsamfélagsins nú en fyrir faraldurinn. Afleiðingar þess eru meðal annars aukin firring sem endurspeglast í auknum einmanaleika, angist og kvíða, og minni hamingju – sem fólk reynir þess í stað að kaupa af hinum ört stækkandi neysluiðnaði – sem og í auknum brestum í sjálfri samfélagsgerðinni. Í stóra samhengi hlutanna má halda því fram að á meðan hnattræn hlýnun ógnar öllu lífi á jörðinni, þá ógnar félagsleg dvínun gæðum þess lífs. Félagsleg þátttaka sem forsenda hamingju Hamingja fólks getur falist í hinu og þessu. En grundvallarforsenda fyrir hamingju fólks liggur í félagslegum tengslum og félagslegu heilbrigði þess. Félagsleg þátttaka spilar þar lykilhlutverk. Félagsleg heilsa sem mótast af samveru, samvitund og samskiptum fólks, er ekki síður mikilvæg en líkamleg og andlega heilsa. Og jafnvel má segja að félagsleg heilsa sé forsenda annarrar heilsu. Samfélag þarf því að efla félagslega virkni fólks og skapa þannig forsendur fyrir myndun félagslegra töfra, með þvi að koma því saman en ekki einangra það. Það þarf að skapa fólki farveg til að tilheyra samfélagi með öðrum í gegnum aukna þátttöku í samfélaginu með tilheyrandi samveru og samskiptum. Samfélagið þarf meiri félagslega töfra frekar en minni, þvert á það sem samfélagsþróunin gengur út á þessi misserin. Niðurstöður úr þekktri langtímarannsókn fræðafólks við Harvard háskóla á því hvað veitir fólki raunverulega hamingju í lífinu endurspeglar inntak þessarar greinar, en þar segir: „Góð samskipti gera okkur heilbrigðari og hamingjusamari. Punktur“. Til hamingju með Alþjóðlega hamingjudaginn! Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Sjáum samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Viðar Halldórsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Töfrar félagslegra samskipta Ein af grunnþörfum fólks er að finna að það tilheyri einhverju sem er stærra, meira, og merkilegra en það er eitt og sér. Þannig leitast fólk við að skapa, móta og taka þátt í samfélagi með öðrum. Félagslegum þörfum þess er sinnt í gegnum félagsleg samskipti sem leysa úr læðingi þá félagslegu töfra sem gera heildina að einhverju meiru og merkilegra en summu eininganna sem mynda hana (e. emergence), og lýsa má með jöfnunni 1+1=3. Þannig stuðla félagslegir töfrar að heilbrigði einstaklinga, gera hóp að liði og samfélag og samfélagi. Félagslegir töfrar spretta upp úr félagslegum samskiptum og myndast í gagnverkandi samspili félagslegra og lífeðlisfræðilegra þátta. Þeir eru forsenda heilbrigðis bæði einstaklinga og samfélags. Í gegnum samneyti við aðra – á milli tveggja einstaklinga eða hópa af fólki – verður fólk ekki einungis fyrir áhrifum af því sem sagt er, heldur ekki síður fyrir áhrifum af svipbrigðum, líkamstjáningu, lykt, snertingu, nánd og þeirri stemningu sem það skynjar í samskiptunum. Bein samskipti manna á milli hafa þannig mikla yfirburði yfir samskipti í gegnum skjái sem útmá mikilvægan hluta samskipta og áhrif þeirra. Rannsóknir í taugavísindum staðfesta mikilvægi beinna og heilbrigðra samskipta fyrir tengsl og líðan fólks. Slík samskipti hafa áhrif á heilastarfsemi fólks, og þar með líðan þess, þar sem þau örva myndun boðefna og hormóna, eins og dópamíns, oxytocíns, og endorfíns, sem auka vellíðan einstaklinga og samheldni manna á milli. Félagslegir töfrar eru þannig bæði raunverulegir og náttúrulegir þar sem áhrif þeirra eru allt í senn hugræn, tilfinningaleg, og líffræðileg. Félagsleg dvínun Félagslegum töfrum stendur ógn af ákveðinni þróun tengdri nútímavæðingunni, með tilheyrandi skaðlegum áhrifum fyrir velsæld og hamingju fólks og heilbrigði samfélagsins. Sá tíðarandi sem svífur yfir vötnum þessi misserin einkennist af þeim ranghugmyndum að einstaklingar séu sjálfum sér nægir, þeir eigi ekki að ónáða aðra, að fólk sé vont, og að heimurinn sé hættulegur. Í slíkum tíðaranda þverra tengslin á milli fólks, sem skilur einstaklinga eftir meira einmana og utangátta. Þannig byggir hin svokallaða tæknilega skynsemisvæðing nútímans (e. technological rationalization) á upphafningu hugmynda um aukið hagræði og skilvirkni samfélagins á tæknilegum forsendum á kostnað félagslegra samskipta manna á milli, sem eru afgreidd sem óþarfa slæpingsháttur og tímasóun. Þessum hugmyndum óx fiskur um hrygg í Covid faraldrinum þar sem tæknilausnir fólu í sér meiri skilvirkni og áður óþekkt þægindi fyrir daglegt líf fólks. Fólk þurfti ekki lengur að fara út úr húsi til að vinna, versla eða eiga samskipti við aðra. En þessi þægindi hafa þær afdrifaríku aukaverkanir að það grefur undan þátttöku fólks í nærsamfélaginu og fólk einangrast heima hjá sér sem og innan bergmálshella internetsins. Þannig má almennt greina minni þátttöku fólks í félagslegum athöfnum nærsamfélagsins nú en fyrir faraldurinn. Afleiðingar þess eru meðal annars aukin firring sem endurspeglast í auknum einmanaleika, angist og kvíða, og minni hamingju – sem fólk reynir þess í stað að kaupa af hinum ört stækkandi neysluiðnaði – sem og í auknum brestum í sjálfri samfélagsgerðinni. Í stóra samhengi hlutanna má halda því fram að á meðan hnattræn hlýnun ógnar öllu lífi á jörðinni, þá ógnar félagsleg dvínun gæðum þess lífs. Félagsleg þátttaka sem forsenda hamingju Hamingja fólks getur falist í hinu og þessu. En grundvallarforsenda fyrir hamingju fólks liggur í félagslegum tengslum og félagslegu heilbrigði þess. Félagsleg þátttaka spilar þar lykilhlutverk. Félagsleg heilsa sem mótast af samveru, samvitund og samskiptum fólks, er ekki síður mikilvæg en líkamleg og andlega heilsa. Og jafnvel má segja að félagsleg heilsa sé forsenda annarrar heilsu. Samfélag þarf því að efla félagslega virkni fólks og skapa þannig forsendur fyrir myndun félagslegra töfra, með þvi að koma því saman en ekki einangra það. Það þarf að skapa fólki farveg til að tilheyra samfélagi með öðrum í gegnum aukna þátttöku í samfélaginu með tilheyrandi samveru og samskiptum. Samfélagið þarf meiri félagslega töfra frekar en minni, þvert á það sem samfélagsþróunin gengur út á þessi misserin. Niðurstöður úr þekktri langtímarannsókn fræðafólks við Harvard háskóla á því hvað veitir fólki raunverulega hamingju í lífinu endurspeglar inntak þessarar greinar, en þar segir: „Góð samskipti gera okkur heilbrigðari og hamingjusamari. Punktur“. Til hamingju með Alþjóðlega hamingjudaginn! Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Sjáum samfélagið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar