Ingles á einhverfan son, Jacob, sem fór á sinn fyrsta körfuboltaleik fyrr í þessari viku. Eini ókosturinn var að Ingles spilaði ekkert.
Það breyttist í nótt en Chris Finch, þjálfari Minnesota, lét Ingles byrja leikinn til að sonur hans gæti séð hann spila.
This Joe Ingles story 🥹
— NBA (@NBA) March 22, 2025
Joe's wife, Renae, and their 3 kids are in town. Last week, their son Jacob, who is autistic, made it through his first ever NBA game in-arena. But Joe didn't play...
Tonight, Chris Finch started Ingles to make sure Jacob could see his dad play 🫶 pic.twitter.com/fKrHuFTNEi
„Þetta er tilfinningaþrungið. Stundum verðurðu að gera það mannlega,“ sagði Finch en hugmyndin var viðruð við hann í gær.
„Ég hugsaði ef við værum að fara að gera þetta væri eins gott að gera þetta með stæl. Strákarnir studdu þetta og þetta gaf okkur kraft þegar við þurftum á að halda. Það er ekki oft sem þú getur gert svona lagað en við erum ánægðir að hafa gert það.“
Ingles spilaði í sex mínútur í öruggum sigri Úlfanna, 134-93. Julius Randle var stigahæstur í liði Minnesota með tuttugu stig en sjö leikmenn liðsins skoruðu ellefu stig eða meira í leiknum.
Fyrir leikinn í nótt hafði Ingles ekki byrjað leik í NBA síðan 30. janúar 2022. Hann sleit þá krossband í hné í leik með Utah Jazz. Ingles samdi við Minnesota síðasta sumar.