Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar 24. mars 2025 11:30 Í vikunni kýs starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands rektor til að leiða skólann næstu fimm árin. Eftir að kosið hefur verið á milli fimm hæfra frambjóðenda standa tveir ólíkir kandidatar eftir. Annan þeirra hef ég þekkt í meira en hálfa öld og farið með honum í gegn um barnaskóla, grunnskóla, menntaskóla og svo enduðum við saman í numerus clausus prófunum í lækna-og tannlæknadeild. Eftir framhaldsnám lágu leiðir okkar saman aftur á vettvangi Háskólans þegar Magnús Karl var deildarforseti Læknadeildar og undirritaður deildarforseti Tannlæknadeildar. Það samstarf varð því miður styttra en til stóð því Magnús Karl ákvað að hætta sem deildarforseti Læknadeildar og draga úr sinni akademísku virkni þegar Ellý kona hans greindist með Alzheimer. Fyrir hann var það mjög mikilvægt að þau næðu nokkrum góðum árum saman áður en þessi hræðilegi sjúkdómur ágerðist. Þeir sem hafa kynnt sér Magnús Karl og hans störf vita vel að hann er mikilsvirtur vísindamaður og að rannsóknir hans hafa haft áhrif í læknisfræði nútímans. Magnús hefur séð um lyfjafræðikennslu í Tannlæknadeild í mörg ár. Það var mjög gaman fyrir mig að heyra frá tannlæknanemum að hann væri frábær kennari og í raun einn besti kennari sem þau hefðu haft á sinni löngu skólagöngu. Hann er einn af þeim kennurum sem brenna virkilega fyrir efninu og leggja sig fram um að koma því til skila á sem áhugaverðastan hátt. En það vita það ekki allir að Magnús Karl er líka keppnismaður. Sem krakkar vorum við vinirnir alltaf að keppa í einhverju, vorum saman fótbolta, blaki og fleiri íþróttum. Hápunktur íþróttaferils okkar Magnúsar var þegar við spiluðum fyrir Íslands hönd í ungmennalandsliðinu í blaki. Strax á unga aldri var Magnús Karl meiri hugsuður en við félagarnir og okkur fannst hann stundum hálfgerður „prófessor.“ En það kom yfirleitt í bakið á okkur að vanmeta Magnús Karl því hann er gríðarlegur keppnismaður og var okkur fremri í flestri keppni. Þetta virðist ekkert hafa breyst því hann setur sér markmið og framkvæmir þau. Hvort sem það snýst um að hlaupa maraþon á „gamals“ aldri eða berjast fyrir Háskóla Íslands. Þess vegna styð ég keppnismanninn Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni kýs starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands rektor til að leiða skólann næstu fimm árin. Eftir að kosið hefur verið á milli fimm hæfra frambjóðenda standa tveir ólíkir kandidatar eftir. Annan þeirra hef ég þekkt í meira en hálfa öld og farið með honum í gegn um barnaskóla, grunnskóla, menntaskóla og svo enduðum við saman í numerus clausus prófunum í lækna-og tannlæknadeild. Eftir framhaldsnám lágu leiðir okkar saman aftur á vettvangi Háskólans þegar Magnús Karl var deildarforseti Læknadeildar og undirritaður deildarforseti Tannlæknadeildar. Það samstarf varð því miður styttra en til stóð því Magnús Karl ákvað að hætta sem deildarforseti Læknadeildar og draga úr sinni akademísku virkni þegar Ellý kona hans greindist með Alzheimer. Fyrir hann var það mjög mikilvægt að þau næðu nokkrum góðum árum saman áður en þessi hræðilegi sjúkdómur ágerðist. Þeir sem hafa kynnt sér Magnús Karl og hans störf vita vel að hann er mikilsvirtur vísindamaður og að rannsóknir hans hafa haft áhrif í læknisfræði nútímans. Magnús hefur séð um lyfjafræðikennslu í Tannlæknadeild í mörg ár. Það var mjög gaman fyrir mig að heyra frá tannlæknanemum að hann væri frábær kennari og í raun einn besti kennari sem þau hefðu haft á sinni löngu skólagöngu. Hann er einn af þeim kennurum sem brenna virkilega fyrir efninu og leggja sig fram um að koma því til skila á sem áhugaverðastan hátt. En það vita það ekki allir að Magnús Karl er líka keppnismaður. Sem krakkar vorum við vinirnir alltaf að keppa í einhverju, vorum saman fótbolta, blaki og fleiri íþróttum. Hápunktur íþróttaferils okkar Magnúsar var þegar við spiluðum fyrir Íslands hönd í ungmennalandsliðinu í blaki. Strax á unga aldri var Magnús Karl meiri hugsuður en við félagarnir og okkur fannst hann stundum hálfgerður „prófessor.“ En það kom yfirleitt í bakið á okkur að vanmeta Magnús Karl því hann er gríðarlegur keppnismaður og var okkur fremri í flestri keppni. Þetta virðist ekkert hafa breyst því hann setur sér markmið og framkvæmir þau. Hvort sem það snýst um að hlaupa maraþon á „gamals“ aldri eða berjast fyrir Háskóla Íslands. Þess vegna styð ég keppnismanninn Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun