Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 08:02 Eli Dasa er fyrirliði Ísraels og leikmaður Dinamo Moskvu í Rússlandi. NTB/Fredrik Varfjell Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. Martin Ödegaard og fleiri í norska liðinu hafa tjáð sig í aðdraganda leiksins um hvernig það sé að mæta Ísraelsmönnum, vitandi af þeim tugum þúsunda sem látist hafa í árásunum á Gasa. Það sé hins vegar ákvörðun UEFA að Ísrael megi spila og lítið sem leikmenn Noregs geti gert við því. Leikurinn í kvöld fer fram í Debrecen í Ungverjalandi og á blaðamannafundum þar í gærkvöld var lítið rætt um fótbolta, þó að Ståle Solbakken þjálfari Noregs segði: „Við erum hérna til að spila fótboltaleik. Við getum talað allan daginn um þetta en við höfum ekki tíma til að taka alla umræðuna. Ég held að menn sjái að það sem gerðist 7. október [2023 í Ísrael] er ekki gott fyrir neinn og ég skil tilfinningar þeirra út af því, og ég skil tilfinningarnar frá hinni hliðinni varðandi það sem svo gerðist. En mér finnst þetta hvorki staður né stund því við komumst ekki að neinni niðurstöðu,“ sagði Solbakken. Segir leikmönnum Noregs að læra af Solbakken Eli Dasa, fyrirliði Ísraels, var ánægður með svör Solbakken en var einnig spurður út í það að leikmenn Noregs hefðu tjáð sig um stríðið og stöðuna á Gasa. „Það er allt í lagi að menn tjái sig. Maður getur haft skoðun á ólíkum efnum, en ég hefði kosið að fólk sem tjáir sig myndi skilja um hvað það er að tala og gæti sýnt mér hvar Gasa og Ísrael eru staðsett á kortinu. Þá myndi ég kannski hlusta,“, sagði Dasa. „Ég kann ekki að meta fólk sem tjáir sig um hluti sem það skilur ekki. Þetta snýst um lífið almennt. Ég heyrði landsliðsþjálfarann þeirra tala í morgun. Leikmennirnir ættu að læra af honum og hvernig hann talaði. Hann fór milliveginn, því hann veit ekki hvað er að gerast,“ bætti Dasa við. Skiptumst á treyjum ef þeir vilja það Hann þvertók hins vegar fyrir það að leikmenn myndu neita að skiptast á treyjum eftir leik í kvöld. „Nei, það er ekki satt. Ég er viss um að það eru einhverjir leikmenn sem vilja skiptast á treyjum eftir leikinn. Við erum atvinnumenn. Ef að þeir vilja skiptast á treyjum þá gerum við það,“ sagði Dasa. Noregur vann Moldóvu 5-0 á útivelli á laugardag á meðan að Ísrael vann Eistland 2-1 í Debrecen, í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðin koma til með að berjast um efsta sæti riðilsins við Ítalíu sem nú hefur bæst í riðilinn eftir tap gegn Þýskalandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Martin Ödegaard og fleiri í norska liðinu hafa tjáð sig í aðdraganda leiksins um hvernig það sé að mæta Ísraelsmönnum, vitandi af þeim tugum þúsunda sem látist hafa í árásunum á Gasa. Það sé hins vegar ákvörðun UEFA að Ísrael megi spila og lítið sem leikmenn Noregs geti gert við því. Leikurinn í kvöld fer fram í Debrecen í Ungverjalandi og á blaðamannafundum þar í gærkvöld var lítið rætt um fótbolta, þó að Ståle Solbakken þjálfari Noregs segði: „Við erum hérna til að spila fótboltaleik. Við getum talað allan daginn um þetta en við höfum ekki tíma til að taka alla umræðuna. Ég held að menn sjái að það sem gerðist 7. október [2023 í Ísrael] er ekki gott fyrir neinn og ég skil tilfinningar þeirra út af því, og ég skil tilfinningarnar frá hinni hliðinni varðandi það sem svo gerðist. En mér finnst þetta hvorki staður né stund því við komumst ekki að neinni niðurstöðu,“ sagði Solbakken. Segir leikmönnum Noregs að læra af Solbakken Eli Dasa, fyrirliði Ísraels, var ánægður með svör Solbakken en var einnig spurður út í það að leikmenn Noregs hefðu tjáð sig um stríðið og stöðuna á Gasa. „Það er allt í lagi að menn tjái sig. Maður getur haft skoðun á ólíkum efnum, en ég hefði kosið að fólk sem tjáir sig myndi skilja um hvað það er að tala og gæti sýnt mér hvar Gasa og Ísrael eru staðsett á kortinu. Þá myndi ég kannski hlusta,“, sagði Dasa. „Ég kann ekki að meta fólk sem tjáir sig um hluti sem það skilur ekki. Þetta snýst um lífið almennt. Ég heyrði landsliðsþjálfarann þeirra tala í morgun. Leikmennirnir ættu að læra af honum og hvernig hann talaði. Hann fór milliveginn, því hann veit ekki hvað er að gerast,“ bætti Dasa við. Skiptumst á treyjum ef þeir vilja það Hann þvertók hins vegar fyrir það að leikmenn myndu neita að skiptast á treyjum eftir leik í kvöld. „Nei, það er ekki satt. Ég er viss um að það eru einhverjir leikmenn sem vilja skiptast á treyjum eftir leikinn. Við erum atvinnumenn. Ef að þeir vilja skiptast á treyjum þá gerum við það,“ sagði Dasa. Noregur vann Moldóvu 5-0 á útivelli á laugardag á meðan að Ísrael vann Eistland 2-1 í Debrecen, í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðin koma til með að berjast um efsta sæti riðilsins við Ítalíu sem nú hefur bæst í riðilinn eftir tap gegn Þýskalandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar.
HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira